Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 10
22 - Laugardagur 12. apríl 1997 Jlagur-'2Immm
Hjalti Kristjánsson, heilsu-
gæslulæknir í Vest-
mannaeyjum, hefur und-
anfarin sjö ár unnið brautryðj-
endastarf í meðhöndlum á
þunglyndum sjúklingum. Hafa
aðferðir hans vakið athygli á
meðal annarra heimilislækna.
Næsta sumar hefur Hjalti verið
fenginn til þess að halda fyrir-
lestur um þung-lyndishópa á
Norðurlandaþingi heimilis-
lækna sem haldið verður hér á
landi. Hjalti hefur farið þær
ótroðnu slóðir að hluti af með-
ferð þunglyndra hér er að hitta
aðra þunglynda. Árangurinn
talar sínu máli.
Þunglyndi er ógnvekjandi
orð á ógnvekjandi ástandi.
Þunglyndi er hins vegar algeng-
ara en margur hyggur. Um 25%
kvenna og 10% karla leita sér
aðstoðar vegna þunglyndis ein-
hvern tíma um ævina. Hins veg-
ar er talið að 50% kvenna og
25% karla þyrftu á aðstoð að
halda. Einkennin eru margvís-
leg og má segja að engir tveir
sjúklingar hafi sömu sjúkdóms-
mynd. Þeir sem leita aðstoðar
stíga stórt skref í að komast yfir
þennan sjúkdóm. Hins vegar er
vitað um íjölda fólks sem líður
af þunglyndi en leitar ekki eftir
viðhh'tandi meðferð, oft með al-
varlegum afleiðingum. Án með-
ferðar varir það yfirleitt lengi,
oftast frá íjórum mánuðum upp
í 2 ár. Það hefur sýnt sig að
meðferð við þunglyndi er mjög
árangursrík, allt að 90% fá full-
an bata innan mánaðar.
lyijunum getur fólk leitað til
heimilislæknis þannig að að-
gengi að læknisþjónustu er enn
betra.
Oflæti er þyngsta formið af
þunglyndi. Helstu einkenni þess
eru ofvirkni, óþolinmæði, stór-
mennskukennd o.s.frv. Þetta er
að sögn Hjalta versta formið af
þunglyndi og er sjaldgæft. Hins
vegar eru þunglyndissjúklingar
sem haldnir eru oflæti fólk sem
borgar sinn sjúkdóm dýrum
dómum.
Meðfæddur sjúkdóm-
ur?
Einkenni á þunglyndi ná til
alls líkamans, bæði andlega og
líkamlega. Hjalti segir sína
reynslu að liðverkir séu áber-
andi einkenni hjá sjúklingum.
Liðverkirnir hverfi um leið og
þunglyndið. „Orsakir þunglynd-
is erU margvíslegar. Ég er á
þeirri skoðun að þunglyndi sé
meðfæddur sjúkdómur. Þeir
sem fæðast með þunglyndisein-
kenni hafi meiri tilhneigingu til
að vera þunglyndir. Félagslegar
aðstæður skipta þar einnig heil-
miklu máli,“ segir Hjalti.
Flestir sem leita til læknis
vegna þunglyndis eru komnir
yfir þrítugt. Þetta fólk á sameig-
inlegt að mótlætaþol er mjög
skert, þ.e. það getur ekki tekið
miklu mótlæti og það fer illa
með fólkið. Hjalti bendir fólki á
að mótlætaþol er vísbending
um þunglyndi. Því lengur sem
sjúklingurinn dregur það að
leita til læknis þeim mun erfið-
ari verða tilfellin.
Hjalti Kristjánsson, heilsugæslulæknir í Vestmannaeyjum.
Þunglyndi er með-
fæddur sjúkdómur
Að sögn Hjalta hefur sú þróun
átt sér stað í meðhöndlun á
þunglyndu fólki að læknar eru
að sveigjast inn á þá braut að
meðhöndlun sé
ævilöng séu að-
stæður þannig.
Þeir sem eru
greindir sem
þunglyndir fá
aðallega tvenns
konar meðferð,
lyíjameðferð og
samtalsaðferð
auk hópmeð-
ferðar. Einnig
er til raflækning
en hana segist
Hjalti ekki not-
ast við, enda er
þá um sérstak-
lega slæm tilfelli að ræða þar
sem fólk er orðið karlægt. Hjalti
bendir á að líkurnar á bata
versni við hverja þunglyndislotu
sem sjúklingurinn fær. Erfiðara
sé að meðhöndla hverja lotu
fyrir sig eftir því sem þeim
ijölgar. Þeir sjúklingar sem eru
einkennalausir í sex mánuði
koma til greina að losna við
frekari meðferð.
Samtalsmeðferðin er fyrst og
fremst til þess að styðja sjúk-
linginn. Hjalti bendir á að þetta
sé ekki eins og í bandarísku
bíómyndunum þar sem sjúk-
lingurinn leggst upp á bekk og
riíjar upp barnæskuna. Þetta er
samtal læknis og sjúkiings.
Lyfjameðferð er yfirleitt mjög
áhrifarík. Ný lyf sem hafa kom-
ið á markaðinn undanfarin ár,
eins og t.d. prósak, hafa mun
minni aukaverkanir. Með nýju
Að rífa kjaft er bata-
merki
„Algengt er að fólk sem kemur
til mín segir að það hafi verið
slæmt í eitt ár.
Þegar fólk fer í
sína meðferð,
sem tekur
mánuð að
virka og fólk
fer að lagast,
segir fólk oft
að því hafi
aldrei liðið
svona vel. En
þegar það fer
að hugsa til
baka hefur það
átt við þung-
lyndi að stríða
líklega í tíu
ár,“ segir Hjalti.
Áberandi er hversu þunglynt
fólk er þægilegt í umgengni
enda er það ekki fyrir nokkrum
manni. Það á erfitt með að gefa
af sér. Þegar sjúklingar í með-
ferð hjá Hjalta koma í öngum
sínum eftir að hafa svarað fyrir
sig, rifið kjaft, jafnvel í fyrsta
skipti á ævinni, bendir Hjalti
þeim á að þetta sé óumdeilan-
lega batamerki.
Áfengi og þunglyndi fer eng-
an veginn saman að sögn
Hjalta. Karlar sem eiga við
þunglyndi að stríða sækja
meira í áfengi að mati Hjalti en
konurnar leita frekar til læknis.
Þar gæti skýringin verið komin
á því hvers vegna 25% kvenna
en einungis 10% karla leita sér
aðstoðar vegna þunglyndis.
„Þunglyndi getur leitt til
alkóhólisma. Ég hef reyndar
verið á þeirri skoðun að þennan
þátt vanti í meðferð alkóhólista.
Áfengi hefur slæm áhrif á þung-
lyndið og ég legg áherslu á að
þeir forðist það.“
Annað sem hefur áhrif á
þunglyndi eru þjóðfélagsum-
ræður eins og t.d. í íjölmiðlum.
Þunglynt fólk tínir úr upplýs-
ingaflæði fjölmiðlanna allt það
sem er neikvætt. Hjalti segir að
í byrjun meðferðar segi hann
skjólstæðingum sínum að forð-
ast fjölmiðlana til að minnka
spennuna. Þegar fólk hefur náð
bata er staðreyndin hins vegar
sú að það fylgist mun betur
með þjóðfélagsumræðunni en
áður en tekur einnig eftir því
jákvæða. Hjalti
hvetur skjól-
stæðinga sína
til að stunda
íþróttir, sér-
staklega að
fara út í náttúr-
una.
Sýnilegri
sjúkdómur
Þunglyndi er
árstíðabundið
en að sögn
Hjalta er það
hans reynsla að
aprfl og október
séu erfiðustu
mánuðirnir fyr-
ir þunglynda.
Flest sjálfsvíg verða í desember
en rannsóknir hafa margsann-
að slíkt.
En er þunglyndi algengara í
Eyjum en annars staðar?
„Nei, alls ekki. Málið er ein-
faldlega það að við vorum lang-
fyrst að taka á þessu máli í Eyj-
um. Við höfum sinnt fólki sem á
við þunglyndi að stríða mjög vel
að mínu mati. Fyrir vikið er
þessi sjúkdómur sýnilegri og al-
menningur meðvitaðri um hvað
máhð snýst. Þetta byrjaði þann-
ig að til mín kom fólk sem leið
ekki vel og ég gat ekki hjálpað.
Ég fór að velta þessu fyrir mér
og komst að þeirri niðurstöðu
að ég yrði að gera eitthvað í
þessu.
í upphafi varð ég meira að
sækja skjólstæðingana sem ég
greini sem þunglynda. í dag er
þessu öfugt farið, meirihlutinn
sem ég greini þunglynda, leitar
til mín. Ég notast við sérstakt
þunglyndispróf
við greining-
una. Mér finnst
gott að vinna
við það sem ég
er að gera þvf
þetta er árang-
ursríkt starf. Ef
mér tekst að
lækna einn
þunglyndan
sjúkling lagast
svo margt ann-
að í leiðinni
eins og t.d. í
líkama viðkom-
andi og sam-
skipti við um-
heiminn verða
betri þannig að
allir hagnast á
þessu. En ég vil ítreka að það
er röng ályktun að hér sé meira
þunglyndi en annars staðar. Við
erum einfaldlega búin að vinna
meira í þessum málum en á
flestum öðrum stöðum og því er
þetta sýnilegra og meiri um-
ræða fyrir vikið,“ segir Hjalti.
Starf Hjalta vekur at-
hygli
Það er fyrst og fremst starf
Hjalta með þunglyndishópana
sem hefur vakið verðskuldaða
athygli kollega hans á Norður-
löndum enda hefur Hjalti farið
ótroðnar slóðir í þeim efnum.
Hjalti segir að þeim skjólstæð-
ingum sem hafa komið í þung-
lyndishópana hafi gengið betur.
„í hópavinnunni fer m.a. fram
fræðsla, speglun og jákvæðni-
og ákveðniþjálfun þar sem fólki
er kennt að sjá björtu hliðarnar
á tilverunni. Með hópfyrir-
komulagi kynnast skjólstæðing-
ar mínir öðru fólki sem á við
svipuð vandamál að stríða.
Þetta fólk skilur hvert annað.
Þeir sem ekki eru þunglyndir
eiga erfiðara með að skilja
þennan sjúkdóm," segir Hjalti.
Ekki segist hann vera að
gera úlfalda úr mýflugu þegar
þunglyndi er annars vegar.
Mikilvægt sé að fólk átti sig á
því að það gæti farið til læknis
án þess að fá þann stimpil að
vera sjúklingur. Sem dæmi hafi
sumir, sem hafi leitað til hans
vegna vanlíðunar, ekki reynst
vera þunglyndir.
Hjalti mun halda fyrirlestur
um þunglyndishópa á Norður-
landaþingi heimilislækna í
Reykjavík í sumar. Hjalti segist
jafnframt hafa verið hvattur til
þess að birta rannsóknir en það
sé því miður nánast ómögulegt
af ýmsum ástæðum.
ÞoGu/Eyjum
Um 25% kvenna og
10% karla leita sér
aðstoðar vegna
þunglyndis einhvern
tíma um œvina. Hins
vegar er talið að 50%
kvenna og 25% karla
þyrftu á aðstoð að
halda.
„Með hópfyrirkomu-
lagi kynnast skjól-
stœðingar mínir
öðru fólki sem á við
svipuð vandamál að
stríða. Þetta fólk
skilur hvert annað.
Þeir sem ekki eru
þunglyndir eiga erf-
iðara með að skilja
þennan sjúkdóm... “