Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 7
ÍDitgur-'Smttim
Laugardagur 12. apríl 1997 -19
Frænkur
á
skíðum
Skíðaæfingar
á stundartöflu
Skólinn hennar Brynju er stað-
settur í Opdal, sem er í miðjum
Noregi rétt sunnan við Þránd-
heim. Flestir nemendur eru
norskir en þó eru nokkrir aðrir
erlendir nemar m.a. frá Bret-
landi og Danmörku. Þar sem
þetta er skíðamenntaskóli eru
Brynja Þorsteinsdóttir: „Ég keppti fyrst þriggja ára á Andrésar Andarleik-
unum og var yngsti keppandinn á þeim leikum í mörg ár.“ M,nd:Hiimr
skíðaæfmgar settar inn á stund- hinsvegar ekki hafa áhrif á
arskrá og eru alls 13 tímar á
viku tileinkaðir skíðunum. Auk
þess eru æfingar á kvöldin og
stundum um helgar. Eftir jól
eru síðan keppnir um helgar og
stundum í miðri viku.
Brynja viðurkennir að svo
stífar æfingar ásamt náminu
geti verið erfið-
ar og oft eigi
hún litla af-
gangsorku.
„Ætli ég finni
ekki mest fyrir
þreytu þegar ég
kem heim og
get aðeins
slappað af.“
Kemur vel
saman
Frænkurnar
segjast þekkjast
vel og milli
þeirra sé reglu-
legt samband
þó þær búi í sitt
hvoru landinu.
„Er það ekki
Brynja. Erum
við kannski
óvinkonur?“
slær Dagný
fram í gríni og
Brynja svarar
strax: „Nei, við
erum fínar vin-
konur.“ Meira
að segja í
brekkunum
segjast þær vera
vinkonur en
þær láti það
keppnisskapið. Það sé enn til
staðar þó keppinauturinn sé
frænka og vinkona.
- Hafið þið tölu á hve mörg
verðlaun þið hafi hlotið í gegn
um árin?
„Ég er löngu búin að missa
töluna. Ætli verðlaunapening-
arnir séu ekki langt komnir upp
í 150 og svo á ég sennilega um
eða yfir 30 bikara," segir
Brynja og Dagný er líka í vand-
ræðum með fjöldann. „Ég hef
ekki hugmynd. A.m.k. 60-70
peninga og nokkra bikara."
Nú er farið að síga á seinni
hluta skíðakeppnistímabilsins.
Síðasta mót Brynju er norska
meistaramótið sem hófst í vik-
unni en Brynja hélt utan daginn
eftir að viðtalið var tekið. Dag-
ný stefnir að því að keppa á
unglingameistaramóti nú um
helgina og reiknar með að fara
síðan að hugsa um næsta vetur.
Þær munu þó ekki sitja auðum
höndum í sumar heldur nota
tímann til þrekæfinga og byggja
sig upp. „Ég tek mér kannski
nokkrar vikur frí eftir síðasta
mótið," segir Dagný og sama er
á dagskránni hjá Brynju.
í upphafi var vikið að því
hverjir feður þeirra Dagnýjar
og Brynju væru en þeim þykir
við hæfi að einnig fylgi nöfn
mæðra þeirra þar sem þær eigi
nú svolítið í þeim líka. Kolbrún
Ingólfsdóttir er móðir Dagnýjar
og Þóra Ilildur Jónsdóttir móðir
Brynju og ekki að efa þær séu
stoltar af dætrum sínum um
þessar mundir. AI
Dagný Linda Kristjánsdóttir: „Eg stefni að því að taka
hana [Brynju] allavega eftir tvö ár.“ Mynd. gs
Þeir sem fylgst hafa með úrslitum á skíðamótum
hafa vart komist hjá því að heyra þœr Brynju
Hrönn Þorsteinsdóttur og Dagnýju Lindu Krist-
jánsdóttur nefndar á nafn. Þessar ungu skíða-
konur eiga fleira sameiginlegt en að geta rennt
sér hratt niður brekkur. Þœr eru líka frœnkur og
eru dœtur Samherjabrœðranna Þorsteins og
Kristjáns Vilhelmssona.
Bæði Brynja og Dagný eru
frá Akureyri. Brynja, sem
er tvítug, hefur hinsvegar
verið búsett í Noregi undan-
farna vetur þar sem hún stund-
ar nám í sérstökum skíða-
menntaskóla. Dagný er 16 ára
og er í Verkmenntaskólanum á
Akureyri en hyggst feta í fót-
spor frænku sinnar næsta haust
og hefja nám við skíðamennta-
skóla í Noregi. Þó ekki þann
sama og Brynja er í.
Árangur stúlknanna hefur
verið góður í vetur og segjast
þær báðar hafa bætt sig frá því
á síðasta ári. Hafa unnið marga
sigra og á íslandsmótinu sigraði
Brynja í stórsvigi og risasvigi en
Dagný varð hlutskpörpust í
svigi. „Það var þegar Brynja
datt,“ segir Dagný hógvær og
viðurkennir að enn hafi Brynja
forskot á hana. Brynja segir
þetta eðlilegt þar sem hún sé
bæði þremur árum eldri og hafi
æft við betri aðstæður undan-
farið. En stefnir Dagný að því
að saxa á forskotið? „Jú, jú. Ég
stefni að því að taka hana alla-
vega eftir tvö ár,“ svarar hún að
bragði og hlýtur að launum
skot frá Brynu: „Nei, þú getur
nú gleymt því.“ Og svo skelli-
hlæja þær báðar.
Úr skíðafjölskyldum
Brynja og Dagný kom úr milcl-
um skiðafjölskyldum og voru
farnar að renna sér á skíðum
strax á fjórða ári. „Ég keppti
fyrst þriggja ára á Andrésar
Andarleikunum og var yngsti
keppandinn á þeim leikum í
mörg ár,“ segir Brynja en Dag-
ný lét sér nægja að renna sér til
gamans fyrstu árin. „Ég byrjaði
ekki að æfa fyrr en ég var átta
ára,“ segir hún.
Eitthvað hlýtur að heilla við
skíðaíþróttina fyrst þær hafa
stundað hana svo lengi og af
svo mikilli eljusemi. Þar skiptir
félagsskapurinn máli, keppnis-
gleðin og svo hvað þetta er
gaman. „Þetta er gott sport og
er áhugamál númer eitt, tvö og
þrjú,“ segir Dagný.
Hvað með kostnaðarhliðina?
„Rándýrt," heyrist í þeim báð-
um. Nám Brynju er fjármagnað
að einhverju leyti með styrkjum
og segist hún hafa fengið góðar
móttökur hjá fyrirtækjum sem
hún hafi leitað til. En að miklu
leyti sé þetta þó upp úr eigin
vasa. „Eða pabba vasa réttara
sagt,“ leiðréttir hún sjálfa sig.