Dagur - Tíminn Reykjavík

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 11
I jtTtTmjJU-*ínnKti^ Jiagur-ultmtmt JDagur-®tmmn V \itnn KV funnb’inounA - 'S'i. Laugardagur 12. apríl 1997 - 23 Eg er ekkert sérlega mikið að pæla í mismun milli kynjanna svona dagsdag- lega. Held fast við þá skoðun mína að fyrst séum við öll manneskjur og síðan komi hitt, hvort við séum karl eða kona, gömul eða ung, svört eða hvít, höfuðborgarbúar eða lands- byggðarfólk og framvegis. Af og til tek ég þó eftir hegðunar- mynstrum sem virðist einkenna annað kynið fremur en hitt og eina slíka uppgötvun gerði ég þegar ég var búin að safna saman uppskriftum frá fólki í Matarkrók í nokkuð langan tíma. Karlmenn sem leggja til uppskriftir koma nærri undan- tekningalaust með sparimat. Rétti sem eru ekki á borðum nema mikið standi til eins og t.d. humar, hreindýrakjöt eða fínar steikur. Konurnar sýna meiri fjölbreytni. Margar koma með fljótlega hversdagsrétti eða þá uppskriftir af kökum og brauði frekar en heitum mat. Það er vor í lofti þegar þessi pistill er skrifaður. Því beinast hugsanirnar að sumrinu. Er það eitthvað sérstakt í tengslum við matargerð sem við tengjum sumri? Jú, auðvitað: Grillmatur. Auður Ingólfsdóttir skrifar Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig á þessu standi og kom- ið upp með tvær skýringar: 1. Karlmenn elda ekki hversdags heldur bara þegar mikið stend- ur til. 2. Þeir fáu karlmenn sem skorað er á í Matarkrók hafa sérstakan áhuga á matreiðslu og hugsa því minna um tímann en hin hagnýta húsmóðir sem oft þarf að elda af nauðsyn fremur en ánægju. Karlinn og grillið En hversvegna kom mér þetta í hug þegar ég ætlaði að tala um grillmat? Jú, vegna þess að þar er annað dæmi um mismunandi hegðunarmynstur kynjanna. í langflestum tilvikmn er það nefnilega karl- inn sem sér um grillið. Konan má sjá um allt annað, salatið, drykki og annað • meðlæti, en nálægt grillinu fær hún ekki að koma. Grillið er vígi karl- mannsins. Sjáið þið ekki fyrir ykkur myndina: Karlmaður- inn úti í garði að kveikja á grillinu. Konan inni að stússa í öllu hinu og börnin skoppa inn og út og fylgjast með báðum. Og það sem gerir þetta allt svona sérstakt er lyktin sem liðast um og ljær hinu bjarta sumarkvöldi alveg sérstakan sjarma. Lambasneiðar og pylsur eru sennilega algengasti grillmatur- inn en fyrir þá sem vilja meiri Qölbreytni er um að gera að nota hugmyndaflugið. Grillaðir ávextir geta t.d. verið ljúffengir, tilvalið er að vefja kartöflum í álpappír og baka þær í kolun- um og áfram mætti telja. Hér kemur ein uppskrift fyrir þá sem vilja eitthvað alveg nýtt á grillið. Avókadó og rækjur á teini 8 beikonsneiðar 2 stórir avókadó ávextir (af- hýðið, takið úr steina og skerið í ten- inga) 12 stk. af stórrœkju 8 skalotlaukar 2 msk. olífuolía 1 msk. sojasósa 1 hvítlauksrif (marið) Kveikjið upp í grillinu. Breið- ið úr beikonsneiðunum og sker- ið hverja í þrennt. Vefjið síðan hverjum bút utan um avókadó- tening. Þræðið síðan upp á teina til skiptis: avókadó m/beikoni, rækju og skalotlauk. Blandið saman olífuolíu, sojasósu og hvítlauk í skál og penslið yfir teinana. Það er hægt að grilla fleira en lambasneiðar, pylsur og banana. Beikon, avókadó, rækjur og laukur á teini mun t.d. vera hinn besti matur. Látið grillast í 6-8 mínútur og passið að snúa reglulega og pensla meira með olíublönd- unni. Þegar beikonið er orðið stökkt er það vísbending um að nú sé grillteinninn tilbúinn. Berið fram með hrísgrjónum og grænu salati. nf) 7( Lei eimilis- hamið Spaghetti fyrir 2 Fljótlagað í örbylgjuofninum 30 g beikon 1 msk. olifuolía 1 dl rjómi 2 msk. fínt rifinn ostur 1 dl vatn 250 g spaghetti 1 msk. salt 1 msk. olía Skerið beikonið í litla bita og hitið það í olífuolíunni í 1 mín á fullum straumi. Bætið ostinum og rjómanum út í og hitið það saman í 'fi mín. Takið sósuna út. Sjóðið saman vatn og salt á full- um straumi, bætið spaghettinu og olíunni út í og sjóðið það í 4 mín. á fullum straumi. Síið vatnið frá spaghettinu. Hitið sósuna, blandið spaghettinu saman við og berið réttinn strax fram. Gott er að bera brauð með. Ambrosíukaka - Grísk kaka 100 g smjör 2 egg 125 g sykur 2-3 tsk. appelsínuhýði, raspað 100 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 125 g flórsykur Appelsínusafi Bræðið smjörið, látið það kólna aðeins. Eggin þeytt vel saman með sykrinum og appel- sínuraspinu. Blandið hveiti og lyftidufti saman og hrærið því saman við eggjahræruna. Síðast er svo brædda smjörinu hrært saman við. Deigið sett í vel smurt og raspi stráð form og bakið kökuna í ca 30 mín við 175°C hita í miðjmn ofninum. Kakan látin bíða um stund í forminu áður en henni er hvolft úr því. Flórsykur og appelsínu- safi hrært saman, látið lítið í einu af safanum, svo glassúrinn verði ekki of þunnur. Glassúr- inn smurður yfir kökuna, það má renna smávegis niður af kökunni. Hveitibollur Alltaf jafn vinsælar - og svo gott að eiga þær í frystinum 100gger 200 g smjör eða smjörlíki ‘A dl mjólk / tsk. kardimommur / tsk. salt 200 gsykur ca 1 kg hveiti Bræðið smjörið, bætið mjólk- inni út í og hafið blönduna yl- volga (ca 37°C). Gerið hrært út í, salti, kardimommum og sykri bætt út í. Hrærið hveiti út í og hnoðið í mjúkt deig. Stráið smá- vegis hveiti yfir deigið og látið það hefast þar til það hefur tvö- faldað stærð sína. Deigið tekið upp á borð og búit til lengja sem svo er skorin í ca. 30-35 bita. Iinoðið í bollur og þær settar á bökunarpappírsklædda plötu. Bollurnar látnar hefast aftur ca. 30 mín. Bollurnar smurðar með hrærðu eggi, bak- aðar í miðjum ofni við 250°C í ca 5-10 mín. Kældar og verði ykkur að góðu. 1. Gróft salt, ca 2 msk., blandað saman við vatn, er mjög gott fótabað. 2. Baðið andlitið úr köldu og volgu vatni, sitt á hvað, það gerir undra- verk. 3. Gerðu daginn í dag skemmtilegri en daginn í gær. Þá getur þú hlakk- að til morgundagsins. 4. 1 tsk. sykur saman við rjómann og hann þeytist betur. 5. Kaffi ætti alltaf að geyma í kæliskápnum. 6. Hreinsið eggjabletti af hmfapörum með salti.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
1
Fjöldi tölublaða/hefta:
414
Gefið út:
1997-1997
Myndað til:
02.10.1997
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Fylgir árgangsmerkingu bæði Tímans og Dags. Gefið út samtímis í Reykjavík og á Akureyri. Stundum er efni ekki alveg samhljóma, t.d. á forsíðu þar sem norðanmenn prenta efni er snertir þá en birtist á innsíðu í sunnanútgáfunni. Útgáfa breytist á ný 3. okt. 1997 er Tíminn fellur úr heiti blaðsins og haldið er áfram að gefa út Dag, en þó með sameiginlegri og áframhaldandi árgangsmerkingu Dags og Tímans.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað: 69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)
https://timarit.is/issue/188259

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)

Aðgerðir: