Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Side 5
,IDítgur-®mmm
Laugardagur 12. apríl 1997 -17
MENNING O G
LISTIR
Þrír listamannanna í norska hópnum.
Norskir listamenn
á ferð um landið
Reykjavík, Húsavík, Akureyri eru áfangastaðir
norsks hóps listamanna sem kom til landsins í
vikunni og mun hópurinn setja upp sýningu á
hverjum stað fyrir sig. Hópurinn er frá Nordjjord
og hefur verið í samvinnu við listafólk á Húsavík
og Akureyri um nokkurra ára skeið.
Norski hópurinn telur alls
15 manns og fyrir honum
fara hjónin Inge Rote-
vatn og Siv Jörstad sem bæði
eru listamenn. Inge er forstöðu-
maður listadeildar við Lýðhá-
skóla í Nordfjord og í hópunum
eru átta nemendur úr skólan-
um auk fullorðinna listamanna
og handverksfólks.
Sýningarnar þrjár eru hver
með sínu sniði. Su fyrsta var
opnuð á fimmtudag í anddyri
Norræna hússins og eru þar til
sýnis myndlist og skúlptúr eftir
listafólkið. Sú sýning kom til
þegar búið var að ákveða ferð-
ina til Akureyrar og Húsavíkur.
í dag eru listamennirnar
staddir á Ilúsavík þar sem þeir,
í samvinnu við heimamenn,
munu opna norsk-íslenska text-
flsýningu í Safnahúsinu klukkan
18:30. Á morgun er síðan kom-
ið að Akureyri. Par verður opn-
uð sýning á hefðbundnum vefn-
aði og textfl frá Nordfjord. Opn-
unin verður klukkan 17:00 í
Gallerí Allrahanda.
Dvelja á Húsavík
Sýningarnar þrjár eru ekki eina
ástæðan fyrir þessari ferð því í
næstu viku munu nemendurnir
og hinir fullorðnu listamenn
dvelja á Húsavík og vinna að
list sinni og hafa þeir fengið
inni í Framhaldsskólanum á
Húsavík.
Tengiliður hópsins á Húsavík
er Guðrún Kristfn Jóhannsdótt-
ir. IJún segir fyrri tengsl ástæðu
þess að hópurinn ákvað að
koma til Húsavíkur. „Ég hef
verið í samvinnu við fólk frá
Nordfjord frá því árið 1991
þegar skólar á þessum stöðum
unnu saman að verkefni á sviði
landræktar og skógræktar.
Verkefnið hét Lifandi skógur og
var í formi söngleiks sem Norð-
menn sömdu,“ segir hún. Stór
hópur ungmenna kom til Húsa-
víkur af þessu tilefni og síðar
fóru húsvísk ungmenni til Nor-
egs. Einnig hefur handverks-
hópurinn Kaðlín á Húsavík ver-
ið í samstarfi við handverkshóp
í NordQord. „Þannig að þessi
tengsl hafa undið upp á sig,“
segir Guðrún.
Vantaði far
Sýningin á Akureyri er til kom-
in vegna vinskaps hjónanna
Inge og Siv við Þóreyju Eyþórs-
dóttur sem rekur Gallerí Allra-
handa. „Hann gekk óvart inn í
galleríið mitt fyrir nokkrum ár-
um. Var á leiðinni til Húsavíkur
og ætlaði að taka leigubíl. Þar
sem það er svo dýrt buðumst
við til að keyra hann,“ segir
Þórey um fyrstu kynni hennar
af Inge. Hún fann strax að
þarna fór maður með áhuga-
mál lík hennar eigin og segir að
sérstök tengsl hafi myndast
sem síðan hafi ekki rofnað.
„Hann hefur alveg eldlegan
áhuga á því sem hann er að
gera,“ segir hún og ítrekar að
ferð norska hópsins til íslands
sé afrakstur margra mánaða,
jafnvel ára, skipulagningar og
sýningarnir séu svo sannarlega
allrar athygli verðar.
AI
Sýnishorn af hefðbundnum vefnaði sem sýndur verður í Gallerí Allra-
handa.
Kennarastöður
á Raufarhöfn
Grunnskótinn á Raufarhöfn er einsetinn skóli og
verða í honum tæplega 70 nemendur í 1.-10. bekk á
næsta skólaári. Kennara vantar í nokkrar stöður
fyrir næsta skólaár.
Kennslugreinar: Tungumál, raungreinar, almenn
kennsla, tölvukennsla, heimilisfræði, íþróttir og kennsla
yngri barna.
Flutningskostnaður verður greiddur og ódýrt húsnæði
er til staðar á vegum sveitarfélagsins.
Raufarhöfn er tæplega 400 manna sjávarþorp í N.-Þingeyjarsýslu.
Þorpið er á austanverðri Melrakkasléttu og er nyrsti þéttbýlisstaður á
íslandi.
Vinna við sjávarútveg er burðarás atvinnulifsins auk ýmis konar
þjónustu.
Mjög góð aðstaða er til íþróttaiðkana, svo sem nýtt íþróttahús, sund-
laug, tækjasalur og fleira. Leikskólinn er rúmgóður og vel búinn.
Á staðnum er t.d. starfandi leikfélag, kór, íþróttafélag og tónlistar-
skóli.
Skólaþjónusta Eyþings er að hefjast handa um sérstakt þróunar-
verkefni við grunnskólann í samvinnu við Raufarhafnarhrepp. Verk-
efnið hefur það að markmiði að efla skólastarf á staðnum, bæta
skólann sem vinnustað fyrir nemendur og kennara og auka virkni
foreldra í skólastarfinu.
Okkur vantar til starfa metnaðarfulla kennara sem vilja
starfa við kennslu í litlu en öflugu sjávarþorpi úti á
landi, þar sem markmið heimamanna er góður skóli
sem stenst kröfur tímans.
Nánari upplýsingar veita:
Sveitarstjóri í síma 465 1151, skólastjóri í símum 465
1241 og 465 1225 og formaður skólanefndar í síma
465 1339.
ÞJÓDLEIKHÚSID
Stóra sviðið ki. 20.00
FIÐLARINN Á ÞAKINU
Eftir: Bock/Stein/Harwick;
FRUMSÝNING
föstud. 18. apríl. Örfá sæti laus.
2. sýn. laugard. 19. apríl. Uppselt.
3. sýn. miðvikud. 23. apríl. Örfá sæti laus.
4. sýn. laugard. 26. april. Uppselt.
5. sýn. miðvikud. 30. apríl. Nokkur sæti laus
6. sýn. laugard. 3. mai. Nokkur sæti laus
7. sýn. sunnud. 4. maí. Nokkur sæti laus
VILLIÖNDIN
eftir Henrik Ibsen
l' kvöld laugard. 12. april. Nokkur sæti laus
Sunnud. 20. apríl. Fðstud. 25. apríl
Ath. Fáar sýningar eftir
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
7. sýn. í kvöld. Uppselt.
8. sýn. sunnud. 13. april Uppselt.
9. sýn. miðvikud. 16. april. Örfá sæti laus.
10. sýn. fimmtud. 24. apríl. Örfá sæti laus.
11. sýning sunnud. 27. april. Nokkur sæti laus
12. sýning föstud. 2. maí
LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
Sunnud. 13. apríl kl. 14.00
Sunnud. 20. april kl. 14.00
Þriðjud. 22. apríl kl. 15.00
Sunnud. 27. apríl kl. 15.00
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
LEITT HÚN SKYLDI
VERA SKÆKJA
eftir John Ford
í kvöld laugard. 12. apríl kl. 20.30. Uppselt.
Sunnud. 20. apríl kl. 20.30. Uppselt.
föstud. 25. apríl kl. 20.30. Aukasýning
laugard. 19. apríl kl. 15.00. Uppselt.
Aukasýning
fimmtud. 24. apríl kl. 15.00
Sumardagurinn fyrsti. Örfá sæti laus
Aukasýning
laugard. 26. apríl kl. 15.00. Örfá sæti laus
Aukasýning
þriðjud. 29. apríl kl. 20.30
Síðustu sýningar
Listaklúbbur Leikhusskjallarans mánud. 14. apríl
„Listamannahjónaband"
- Bréf Carls Nielsen og Anne Marie
Danskir listamenn frumsýna hér nýtt verk um stormasamt hjónaband
hins þekkta tónskákJs Carl Nielsen og myndhöggvarans Ónnu Maríu
Brodersen. Leikkonan Fritze Hedemann les bréf Ónnu Maríu en
Claus Lembæk, óperusóngvari viö Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahófn syngur bréf Carts. Með þeim leikur einn þekktasti
pianóleikari Dana, Mogens Dalsgaard, verk Carls Nielsen.
Sýningin hefst ki. 21. Húsið verður opnað kl. 20.30.
Miðasala við innganginn.
Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfí barna.
Ekki er hægt ad hleypa gestum Inn isalinn eftir að sýnlng hefst.
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18,
frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30
þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti
símapðntunum frá kl. 10 virka daga.
Wmn
B] Ht R IfSI W1 WlfiftfiiRll
5153 »1
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Handrit: Halldór E. Laxness
og Trausti Olafsson
Tónlist og leikhljóð:
Kristján Edelstein
Lýsing:
Jóhann Bjarni Pálmason
Búningar:
Hulda Kristín Magnúsdóttir
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Leikstjórn: Halldór E. Laxness
Aðalhlutverk: Þorsteinn
Bachmann og Marta Nordal
Auk þeirra: Hákon Waage, Guðbjörg
Thoroddsen, jón Júlíusson, Sunna
Borg, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn
Karlsson, Þórey Aöalsteinsdóttir og
Jónsteinn A&alsteinsson.
2. sýning laugardaginn
12. apríl kl. 20.30.
- UPPSELT
Mi&asalan er opin alla virka daga
nema mánudaga frá kl. 13-17.
Sími í mi&asölu er 462 1400.
|Dagur'®mmm
- besti tími dagsins!
Leikfélag Akureyrar
Vefarinn
mikli frá
Kasmír
Leikverk byggt á skáldsögu
Halldórs Laxness