Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 12. apríl 1997 Bagur-Ctnmm
„Mamma, pabbi, ég er hrœddur, “ hrópar litli
snáðinn þegar hann kemur hlaupandi inn í
svefnherbergið um miðja nótt. Öll börn hrœðast
eitthvað en það fer að miklu leyti eftir aldri og
þroska hvað vekur upp ótta þeirra.
Þó börn séu ólík og sum
hræddari en önnur er
engu að síður hægt að
greina fylgni milli ákveðinna
aldursskeiða og hræðslu við
vissa hluti. Hið óþekkta er ótta-
legt og um leið og börnin upp-
götva nýjar hliðar tilverunnar
hræðast þau. Þegar þau hafa
lært að þekkja þetta nýja renn-
ur hræðslan af þeim en aðrar
hættur taka við.
Ótti við ókunna
Fyrstu tvö ár ævinnar eru það
ókunnugir sem helst valda ótta
hjá börnunum. „Ekki vera
hrædd, þetta er bara hún
amma,“ segir mamman við
barnið þegar amma kemur í
heimsókn. Þó ekki séu nema
tvær vikur síðan amma kom
síðast er hún samt ókunnug
enda tvær vikur langur tími í
h'fi lítils barns. Það að barnið
sýni hræðslumerki þegar
ókunnugir eru nálægir er
ákveðið merki um þroska því
það sýnir að það er farið að
greina á milli fólks og treystir
þeim sem það þekkir.
Óvænt hljóð vekja líka gjarn-
an upp ótta hjá börnum á fyrsta
ári. Ef barnið fer að gráta þeg-
ar kveikt er á ryksugunni er
best að hætta við og hugga
barnið. Fáðu síðan einhvern
annan til að kveikja á ryksug-
ímyndunarafl barna er frjótt og
þau eru ekki í vandræðum með að
ímynda sér skrímsli og aðrar for-
ynjur í dimmum hornum.
Nýkomið
mikið úrval af Ecco vörum, skóm,
sumarsandölum, götuskóm ofl. ofl.
<2CCO tryggir gæði, þægindi og vellíðan í
hverju spori.
MJI. IYNGDM
HAFNARSTRÆTI 103 SIMI 462-3399
unni á meðan þú heldur á
barninu svo það fái tækifæri til
að venjast nýju hljóði á meðan
það er öruggt.
Ungabörn eru sjaldan hrædd
við myrkrið, eða skrímsli í fel-
um, þar sem þau hafa ekki enn
þroskað með sér hæfileikann til
að skilja hvers vegna slíkir
hlutir geti verið óttalegir.
Hundurinn í
næsta húsi
Dag einn verður ungabarnið
hrætt við hundinn sem það hef-
ur fram að þessu leikið sér við
án nokkurs ótta. Eða það þorir
ekki lengur að renna sér í
rennibrautinni. Samt hefur
ekkert gerst sem skýrir þennan
ótta. Hvað hefur eiginlega
gerst.
Liklegast er að barnið sé nú
komið á þann aldur að það sé
fært um að skynja hugsanlega
hættu. Þ.e. möguleikann á að
eitthvað gerist, eins og t.d. að
hundur bíti það eða það detti úr
rennibrautinni. Nú skiptir máli
að gera ekki lítið úr tilfinning-
um barnsins. Virðið ótta þess
en gerið því á sama tíma ljóst
að þið trúið þvi' að fljótlega
muni það vinna bug á þessari
fælni. „Þú getur horft á hina
krakkana renna sér í dag og
svo reynir þú aftur á morgun.“
Óttalegar ímyndanir
Margir hafa sérstaklega gaman
af börnum á aldrinum þriggja
til sex ára þar sem þau hafa
mörg hver ótrúlega frjótt
ímyndunarafl. Vandamálið er
að enn hafa þau ekki lært að
greina á milli ímyndunar og
raunveruleikans og hræðast því
sínar eigin fantasíur. Það er á
þessum aldrei sem þau fullyrða
að skrímsli sé í skápnum eða
draugur undir rúmi.
Óttalegar myndir í sjónvarpi
kveikja gjarnan í ímyndunarafli
barna og því ættu foreldrar að
fylgjast með hvað börnin horfa
á. Misjafnt er hvað börnin þola
og ef eitthvað efni er á gráu
svæði er betra að horfa með
þeim því þá er hægt að fylgjast
með viðbrögðum barnsins.
Eldur, eldur!
Eldri börn hræðast raunveru-
legar hættur. Eldsvoði, flugslys,
fellibyljir, kjarnorkustyrjöld.
Þegar börnin eldast eru þau
ekki eins viljug að segja frá ótta
sínum og því er möguleiki að
þau burðist ein með ótta sinn
og skelfingu. Hér þurfa foreldr-
ar því að vera vakandi og
fylgjast með börnunum. Hlustið
á hvað þau hafa að segja og
gefið þeim upplýsingar um
hvernig hægt sé að draga úr
líkum á að slys eða hamfarir
eigi sér stað. Leggið áherslu á
varúð en dragið úr óþarfa ótta.
Pýtt og endursagt úr
tímaritinu Child.
Eldri börn hræðast ýmislegt sem gæti í raun og veru átt sér stað eins og
t.d. náttúruhamfarir.