Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Qupperneq 4
16- Laugardagur 19. apríl 1997 4Dctgur-®nnitm MENNING OG UISTIR Jóhann Sigurðarson er glettilega gyðing- legur í hlutverki mjólkurpóstsins Tevje. VíltD tosna við óhreiniDA- hi úr nhndvnunni támiP Rúmdýnan þín getur verið full af allskonar óhreinindum, s.s. rykmaurum sem lifa á húðflög- um þínum. En það er saurinn sem þeir skilja eftir sig sem getur valdið ofnæmi. Talið er að um 4% íslendinga sé með rykmauraofnæmi og eru börn og unglingar þar í meirihluta. Tilboösverö í apríl Nú er vor í lofti og Fjölhreinsun Norður- lands vill minna á fjölbreytilega þjónustu fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki. Húsgagnahreinsun Teppahreinsanir (allar gerðir) Þvottur á rimlagardínum Bónum og bónleysum Stórhreingerningar Gluggaþvottur Háþrýstiþvottur á ruslageymslum Kísilhreinsun á flísum og baðtækjum Vönduö vinna & besta verðið Fjölhreinsun Norðurlands - Alhliða hreingerningaþjónusta - Dalsbraut 1 Sími 896 6812 Gyðinglegt stapp og rússneskir dansar undir taktmikilli tónlist söngleiksins sívinsœla Fiðlarinn á þakinufalla ís- lendingum ábyggi- lega vel í geð. En hver er bakgrunnur þessa samfélags þar sem þettafólk hoppar, stappar, hlœr, þverskallast, grœtur og gólar? Lífskrafturinn í dansinum og söngnum, hvort sem hann er nú Broadway-út- gáfa á skemmtanahaldi þessa fólks í Rússlandi undir lok keis- aratímans árið 1905 eða ekki, hrífur Vesturlandabúa með sér ef marka má vinsældir söng- leiksins sem frumsýndur var á Broadway 1964 og hélt út í 8 ár samfleytt. Þjóðleikhúsið frum- sýndi Fiðlarann í gærkvöld. Söngleikurinn byggist á sögum Sholom Aleichem um gyðinga- samfélag í þorpinu Anatevka í Rússlandi rétt fyrir byltinguna árið 1905. Þá voru miklar hræringar í tilveru gyðinga í Rússlandi og fylgir söguþráður- inn breytingunum sem verða á högum margra þeirra. Krossfestu hann Krist okkar Mörgum blöskrar yfirgangur gyðinga í ísrael og oft heyrast raddir um að búið sé að gera píslarvætti gyðinga vegna út- rýminganna á Hitlerstímanum feykinógu góð skil í bókmennt- um og bíómyndum. Þjóðarmorð hafi átt sér stað víðar í heimin- um. En eins og menn vita eiga gyðingaofsóknir sér langa sögu og áttu sér m.a. stað í Rúss- landi í byrjun aldarinnar þar sem Fiðlarinn gerist. Ofsóknir sem á einfaldaðan hátt eru raktar til að þetta var „fólkið sem hafnaði Kristi. Þeir höfðu krossfest hann Krist okkar," eins og segir í sýningarskrá. Teyje mjólkurpóstur býr í Anatevka ásamt eiginkonu og 5 dætrum. Alþýðusögur sagna- mannsins Sholom Aleichem bárust m.a. með innflytjendum af gyðingaættum til Ameríku og Vestur-Evrópu (og höfundar söngleiksins eru afkomendur amerískra innflytjenda) en þangað fluttu gyðingar í stórum stil til að flýja harðræðið og hömlurnar sem rússneska keis- arastjórnin beitti þá. Fjöldi gyð- inga hafði búsetu á yfirráða- svæði Rússa, einkum frá því á 18. öld. Rússakeisarar litu á þennan þjóðflokk sem vanda- mál og beittu ýmsum brögðum til að flæma þá úr landi. Líkt og indíánar í Ameríku var þeim gert að búa á afmörkuðum landssvæðum og máttu ekki ferðast milli staða nema með sérstöku leyfum. Þeim var meinaður aðgangur að mörgum starfsgreinum, flestum embætt- um og í þeim skólum, sem á annað borð tóku við gyðingum, mátti hlutfall gyðinga ekki verða meira en 3%. Ekki nóg með þetta heldur áttu gyðingar stöðugt yfir höfði sér árásir - pogrom - með dráp- um, barsmíðum og nauðgunum. Rússnesk yfirvöld egndu lands- menn sjálfa gegn gyðingum með því að skipuleggja haturs- herferðir í bföðum, nota þá sem sökudólga o.s.frv. Menningin blómstraði Þrátt fyrir þetta var menning gyðinga með miklum blóma kringum síðustu aldamót og urðu þá til bókmenntir á jidd- ísku sem sumar hafa lifað. Sholem Aleichem er talinn einn af þremur helstu rithöfundum gyðinga á jiddísku og sá þeirra sem hefur orðið langlífastur enda þykir hann koma reisn og æðruleysi, harmleik og fyndni gyðinga einstaklega vel til skila. Tæp 30 ár eru síðan Þjóð- leikhúsið sýndi fyrst Fiðlarann og hafa menn heyrst tauta í hornum að það geti nú enginn leikið Tevje mjólkurpóst eins og Róbert Arnfinnsson gerði á sín- um tíma. Með burði sína og rödd er þó ekki ósennilegt að fólk sættist við Jóhann Sigurð- arson í hlutverki Tevje. Edda Heiðrún Backman leikur eigin- konu Tevje og leikkonurnar Sig- rún Edda Björnsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Aníta Briem og Álfrún H. Örnólfsdóttir bregða sér í gervi dætranna fimm sem baka foreldrum sínum eilífar áhyggjur enda ekki einfalt mál að koma fimm dætrum, heima- mundarlausum, í öruggt hjóna- band ekki síst þegar þær þrjóskast við og leggja ætíð ást á „ranga“ mannsefnið. Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir grúpp- unni sem er býsna stór enda telur hún dansara, hljómsveit og fjölda leikara. lóa

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.