Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Qupperneq 19

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Qupperneq 19
ílagur-®tmhm Laugardagur 19. apríl 1997 - 31 SKAK Önnur nýleg verðlaunamynd, hin ástralska „Shine“, notar einnig skák til að upplýsa okkur um samband föður og sonar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar Stjörnurnar í Hollywood hafa ekki beinlínis á sér orð fyrir andlega íhugun og skákiðkun, en margar þeirra hafa þó setið einbeittar á svip fyrir framan skákborðið í kvik- myndum. Herramennirn- ir í myndinni frægu „Casa- blanca", með Humphrey Bogart í broddi fylkingar, virð- ast að minnsta kosti sjaldan hafa gert ann- að en að sitja yfir skákpæl- ingum, klæddir í hvítan smók- ing, með vín- glas í annarri hendi og sígar- ettu í hinni og hárið vel smurt. Hversu huggulegt það væri nú ef allir skákmenn væru svona ómótstæðilegir! Alec Guinness tekur sig og vel út yfir skák- borðinu í myndinni „Our Man in Havana". Þar notar hann litl- ar vínflöskur fyrir taflmenn og getur þannig öðru hvoru fengið sér sopa úr peðafylkingunni til að hressa upp á heilasellurnar. Þær eru óteljandi kvikmynd- irnar, bæði gamlar og nýjar, þar sem skák kemur við sögu á einn eða annan hátt. Af mý- mörgum slíkum nýlegum mynd- um má til dæmis nefna „Inde- pendence Day“. í byrjun mynd- arinnar er stutt atriði þar sem aðalsöguhetjan sest í smástund að tafli við föður sinn og mátar hann einbeittur á svip. Hvaða tilgangi þjónar þetta atriði í myndinni? Auk þess að kynna betur viðkomandi sögupersónur í gegnum létt spjall yfir skák, sendir þetta at- riði áhorfend- um ákveðin skilaboð um til- vonandi hetju myndarinnar. Ef maðurinn mátar pabba sinn svona ör- ugglega, og set- ur upp meðfylgjandi svip fliugunar, þá hlýtur hann að vera þó nokkuð greind- ur, ekki satt?! Enda kemur náttúrulega á daginn að hann bjargar mann- kyni frá glötun. Við sjáum nú léttilega í gegn- um Hollywood í þessum málum! Önnur nýleg verðlaimamynd, hin ástralska „Shine“, notar einnig skák til að upplýsa okkur um samband föður og sonar. Föðurinn dreymir um að gera son sinn að píanósnillingi og rekur hann áfram af mikilli hörku. Ein af fyrstu vísbending- um sem við fáum um þessa hörku er þegar þeir feðgar tefla. Sonurinn hugsar sig vel og lengi um en leikur röngum leik. Faðirinn heldur þá yfir honum hvassyrta ræðu um hvernig slíkt megi aldrei koma fyrir aftur og segir aðeins eitt takmark eiga að ráð för í lífinu: sigur. Þetta litla atriði yfir skák- borðinu gefur okkur þannig smjörþefinn af því sem koma skal. Teflt við dauðann „Independence Day“ og „Shine“ eru dæmi um myndir þar sem skák leikur mjög lítið hlutverk. í gegnum þetta litla hlutverk kemur skákin hins vegar til skila ákveðinni sögu sem fellur að myndinni í heild. í ýmsum öðrum kvikmyndum leikur skák mun stærra og íburðarmeira hlutverk. Einna frægust slíkra mynda er líklega eitt meistara- verka Ingmar Bergman, „Sjö- unda innsighð“ frá árinu 1957. Plága hefur herjað á Evrópu og alls staðar rfldr ótti og óvissa. Riddarinn Antonious kemur heim kvalinn af efa um tilvist Guðs og haldinn vonleysi yfir óréttlæti heimsins. Hann skorar á sjálfan Dauðann, sem í mynd- inni er dularfullur ráfari hulinn svörtum klæðum, til að tefla við sig. Antonious leggur líf sitt að veði ef hann tapar, en ef hann sigrar vonast hann til að Dauð- inn veiti honum einhver svör við efasemdum sínum og spurningum. Það er óþarfi að gefa meira upp um það sem á gengur í skákinni þeirra á milli, en því meiri ástæða til að mæla með myndinni. „Skákástríða" sovéska leik- stjórans Pudovkin er einnig for- vitnileg, enda ein af allra fyrstu myndum sem gerðar hafa verið með skák að megin viðfangs- efni. Myndin var gerð á sama tíma og alþjóðlegt stórmót fór fram í Moskvu árið 1925 þar sem Capablanca var aðalstjarn- an. Mótið vakti mikla athygli á meðal borgarbúa. Fólk fór yfir skákir frá mótinu á götum úti og á almennum samkomum var frammistaða keppenda stöðugt umræðuefni. Pudovkin nýtti sér þetta ástand til að búa til gam- ansama mynd um þá ástríðu- fullu „skákdeilu" sem þarna gróf um sig. Capablanca sjálfur lét svo lítið að koma fram í myndinni og þar er því vel við hæfi að Ijúka pistlinum í dag á því að sýna skák með honum: Hvítt: J.R. Capablanca Svart: S. Tartakover HoUensk vörn 1. d4 f5 2. RÍ3 e6 3. c4 Rf6 4. Bg5 Be7 5. Rc3 0-0 6. e3 b6 7. Bd3 Bb7 8. 0-0 De8 9. De2 Re4 10. Bxe7 Rxc3 11. bxc3 Dxe7 12. a4 Bxf3?! 13. Dxf3 Rc6 14. Hfbl Hae8 15. Dh3 Hf6 16. f4 Ra5 17. Df3 d6 18. Hel Dd7 19. e4 fxe4 20. Dxe4 g6 21. g3 Kf8 22. Kg2 Hf7 23. h4 d5 24. cxd5 exd5 25. Dxe8+ Dxe8 26. Hxe8+ Kxe8 27. h5! Hf6 28. hxg6 hxg6 29. Hhl Kf8 30. Hh7 Hc6 31. g4! Rc4 32. g5 Re3+ 33. Kf3 Rf5 34. Bxf5! gxf5 35. Kg3! Hxc3+ 36. Kh4 Hf3 37. g6 Hxf4+ 38. Kg5 He4 39. Kf6 Kg8 40. Hg7+ Kh8 41. Hxc7 He8 42. Kxf5 He4 43. Kf6 Hf4+ 44. Ke5 Hg4 45. g7+ Kg8 46. Hxa7 Hgl 47. Kxd5 Hcl 48. Kd6 Hc2 49. d5 Hcl 50. Hc7 Hal 51. Ke6 Hxa4 52. d6 1-0 Efmaðurinn mdt- ar pabba sinn svona örugglega, og setur upp meðfylgjandi svip íhugunar, þd hlyt- ur hann að vera þó nokkuð greindur, ekki satt?! Enda kemur náttúrulega d daginn að hann bjargar mannkyni frd glótun. Björn Þorláksson skrifar Anna Þóra Jónsdóttir og Ragnar Hermannsson urðu íslandsmeistarar í paratvímenningi um síðustu helgi en mótið fór fram í hús- næði BSÍ, Þönglabakka. Þau voru lengstum í toppsætinu og voru vel að sigrinum komin, hlutu 362 stig. Ljósbrá Baldurs- dóttir-Björn Eysteinsson þjörm- uðu að þeim í lokin og enduðu með 342 stig. Björn hafði sína skýringu á að Ragnar-Anna Þóra höfðu betur. Anna Þóra er nefnilega langt gengin með og Björn ku hafa sagt að þriðji að- ilinn í parinu hefði náð að hala inn þessi 20 stig sem skildu á milli. Bryndís Þorsteinsdóttir- Sigfús Örn Árnason urðu svo í þriðja sæti en alls tóku 46 pör þátt í mótinu. Ragnar og Anna Þóra eru gift en hafa ekki gert mjög mik- ið af því að spila saman nema þá helst heima fyrir og einn og einn tvímenning. „Við höfum forðast að spila lengri mót, það tekur einfaldlega fullmikið á, þannig að það var stór ákvörð- un að spila þetta mót en far- sæl,“ segir Ragnar bæði í gríni BRIDGE r Anna Þóra og Ragnar Islandsmeistarar og alvöru en hann hefur einu sinni áður tekið þátt í þessu móti og hafði þá líka sigur með Kristjönu Steingrímsdóttur. Helsti keppninauturinn þá, var einmitt Anna Þóra! Topparnir voru margir hjá Ragnari og Önnu Þóru og hér fylgir einn einfaldur sem snýst dálítið um „innri rök spilsins eins og Valur hefði sagt,“ segir Ragnar. 4 ÁDG53 * 63 4 ÁKDG * K4 N v msm ♦ s 4 K * T98754 * 72 * Á875 Ragnar var í fyrstu með spil suðurs og passaði í stað þess að opna á veikum tveimur í hjarta eins og margir gerðu í salnum. Þannig þróuðust sagnir: Suður Vestur Norður Austur pass pass lspaði pass 2hjörtu pass 3grönd pass pass pass Tvær farsælar ákvarðanir, fyrst passið hjá Ragnari sem mótast af því að hann á hugs- anlega tvo varnarslagi en eng- an punkt í litnum og síðan kem- ur taktísk sögn Önnu Þóru sem segir einfaldlega 3 grönd. Þar fengust 11 slagir og fást alltaf nema með hjartaútspili sem er nánast vonlaust eftir sagnir. 38 stig af 42 mögulegum komu í hlut íslandsmeistaranna. Út um allan sal voru menn að spila ijögur hjörtu og allmargir kom- ust í slemmu! „Við spiluðum mjög agað og fengum oftast nær töluna. Hún er sérlega mikilvæg í svona móti og í raun og veru miklu meira virði en en í ílestum öðr- um tvímenningskeppnum sem maður tekur þátt í,“ segir Ragnar. Opna Edenmótið í dag fer fram stórmót Bridge- félags Hvera- gerðis, Opna Ed- enmótið í suð- rænu umhverfi Eden í Hvera- gerði og hefst kl. 10.00. Lfldegt er að hámarksíjöldi, 32 pör, hafi þeg- ar skráð sig til leiks en ef óvænt forföll hafa orðið, geta morgunhan- ar reynt að afla upplýsinga í síma 483-4191 hjá Þórði. Hjónakornin Anna Þóra Jónsdóttir og Ragnar Her- mansson á sigurstundu. Sumarkomu fagnað Silfurstigamót Bridgefélags Reykjavíkur til að fagna sumar- komu verður haldið „sumardaginn þriðja“ nk. laugardag, 26. aprfl. Spilað verður í Þönglabakka 1 og hefst mótið kl. 11.00. Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson og verða spiluð 45 forgefin spil eft- ir Monrad-kerfi. Keppnisgjald kr. 1.500 á spilara. Peningaverðlaun verða veitt, 18.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 12.00 fyrir 2. sætið, 8.000 fyrir 3. sætið, 5.000 fyrir 4. sætið og 3.000 fyrir 5. sætið. Skráning hjá BSÍ í síma 5879360.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.