Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 3
jDagur-Cffimtmt Miðvikudagur 7. maí 1997 - 15 LIFIÐ I LANDINU Sigrún þórólfsdóttir og Magnús Björnsson saman á góðri stundu. Þriggja ára sæludvöl þeirra á Hveravöllum er nú að Ijúka og við taka ný og spennandi verkefni erlendis. „Engin einangrun“ Flestar helgar er einhver umferð hér á Hveravöll- um, þannig að hér er eng- in einangrun eins og sumir myndu halda. Það er kannski helst að síðustu vikur fyrir jólin færist ró yfir ferðalög á há- lendinu, en í annan tíma er hér oftast mikið umleikis. Kjal- vegur er orðinn fær í júní og nú öllum bflum eft- ir að Seyðisá var brúuð fyrir fáum árum,“ segir Sigrún Pórólfsdóttir. Hún og Magnús Björnsson, sambýlismaður hennar, munu í sumar ljúka þriggja ára vist sinni sem veðurathugunarmenn á Hveravöllum. Nýlega var starfið auglýst laust til umsókn- ar og bárust íjölmargar um- sóknir, enda heillar hálendið. Á þriggja stunda fresti „Ég hef þá til- finningu að vetrarferðir um hálendið hafi verið heldur minni síðustu ár - en þar á undan. Að þær hafi náð einhverjum toppi, en svo dregist saman. En árin hér á Hveravöllum hafa verið skemmtileg og lærdóms- rík og höfum við fengið að kynnast góðu fólki sem lagt hef- ur leið sína á hálendið. Við komum hingað til starfa haustið 1994 og var starfsaldur veður- athugunarmanna að jafnaði tvö ár þótt lengst hafi fólk starfað hér í fimm ár samfellt. Síðast- liðin þrettán ár hefur fólk hins vegar verið hér í eitt og tvö ár, þannig að það var tími til kominn að sprengja þann múr,“ segir Sigrún. Hveravellir eru einn mikil- vægasti staður- inn í neti veð- urathugunar- stöðva lands- ins. Stöðin var sett á fót árið 1965, en þar fyrir utan eru Hveravellir vel þekktur staður í sögu landsins; bæði sem hreið- ur útilegumanna fyrr á öldum og einnig fyrir að þar eru sælu- hús Ferðafélags íslands. „Störf veðurathugunarfólks hér á Ilveravöllum felast í því að gera athuganir á þriggja stunda fresti allan sól- arhringinn; það er að at- huga hitastig, skýjafar, skyggni, vind- hraða- og stefnu, úrkomu og loftvog. Síð- an bætast við margskonar aðrar athugan- ir, svo sem tök- ur á snjósýnum yfir veturinn, ísingamælingar og daglegar mælingar á snjódýpt. AUar þessar upplýsingar eru síðan sendar reglulega á tölvutæku formi til Veðurstofu íslands í Reykjavík," segir Sigrún. í betra fjarskiptasambandi Að sögn Sigrúnar hafa síðustu tveir vetur verið fremur snjó- léttir, en nú í vetur vetur hafa óveður varað heldur lengur en veturna þar á undan. „Versta veður sem hefur komið á þess- um tæpu þremur árum sem við höfum verið hér var í janúar 1995. Þá var slegið vindhraða- met hér frá því mælingar hóf- ust, en meðalvindur fór í 88 hnúta eða 15 vindstig. Þetta er jafnframt í eina skiptið á þess- um Ilveravallaárum sem við höfum ekki treyst okkur út úr húsi til veðurathugana." Á síðustu árum hafa Hvera- vellir komist í mun betra sam- band við umheiminn. Þangað er nú beint símasamband með ör- bylgjusendingum, en áður var aðeins hægt að ná sambandi við staðinn í gegnum NMT farsíma, auk talstöðva. Hin nýja síma- tækni opnar síðan fyrir ýmsa aðra möguleika, svo sem beina tengingu staðarins við umheim- inn í gegnum Alnetið. Þá var á síðasta ári unnið að endurbót- um á móttöku sjónvarps þannig að sendingar útvarps og Sjón- varpsins nást þar nú með ágæt- um. „Að ná sjónvarpinu styttir kvöldin og það er gott að geta í það minnsta séð fréttir,“ segir Sigrún. Á leið úr landi Sem áður segir lýkur dvalar- tíma þeirra Sigrúnar og Magn- úsar á Hveravöllum í ágúst á þessu ári. Þau segja að eftir það muni leið þeirra að öllum lík- indum liggja út fyrir landstein- ana í leit að nýrri þekkingu og reynslu. - En eftir sitja góðar minningar um skemmtilega þriggja ára veru á þeim stað sem kannski má kalla hjarta hálendisins. -sbs. Sæluhús Ferðafélags íslands á Hveravöllum. Til Hveravalla er stöðugur straumur ferðamanna árið um kring. „Þd fór í 88 hnúta eða 15 vindstig. Það er í eina skipt- ið sem við höfum ekki treyst okkur út úr húsi til veð- urathugana. “ „Hér er engin ein- angrun. Það er kannski helst að síðustu vikur fyrir jól fcerist ró yfir ferðalög d hdlendinu.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.