Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 5
IDagur-Œtmhm Fimmtudagur 7. maí 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Gáfur erfast í stærðfræði Dr. Amalía Björns- dóttir, hjá Kennara- háskóla íslands, hefurrannsakað hvort gáfur til að lœra stœrðfrœði erfist og komist að þeirri niðurstöðu að svo er, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sú kenning hefur gengið manna á milli gegnum tíð- ina að sumir geti lært stærðfræði og aðrir geti það bara alls ekki. Nú hefur rann- sókn Amalx'u Björnsdóttur, lekt- ors í Kennaraháskólanum, rennt stoðum undir þetta því að hún sýrúr að þessar námsgáfur erfast. Þar með má segja að af- sökunin sé komin því að þá hugsa náttúrulega sumir krakk- ar: Fínt, þá þarf ég ekki að læra stærðfræði. Meðan aðrir hugsa: Nú? Þá verð ég bara að leggja harðar að mér. Það er ekki spurningin. En foreldrar ör- væntið ekki því að umhverfið skiptir líka miklu máli. Doktorsritgerð Amalíu íjallar um áhrif mismunandi umhverf- is og erfða á námsárangur í stærðfræði og er byggð á stóru bandarísku gagnasafni þar sem mikið er af systkinum 15-21 árs, tvíburum og hálfsystkinum, sem alin eru upp á sama heim- ili. Þó að gagnasafnið sé banda- rískt á það þó fyllilega við um íslendinga enda segir Amalía að gengið sé út frá því að erfða- áhrifin séu svipuð milli samfé- laga, til dæmis sé erfðastuðull- inn fyrir hæð sá sami í Japan og Bandaríkjunum þó að með- altalsmunurinn sé annar. BREF FRA REYKJAVIK Amalía Björnsdóttir hefur gert rannsókn á því hvort hæfileikar til að læra stærðfræði erfist. Hún telur að ástæðan fyrir því að íslendingar séu aftarlega á merinni hvað stærðfræðina varðar sé ekki sú að „stærðfræðigen" vanti. „Við skulum vona ekki,“ segir hún. Meira jafnvægi hjá stelpunum Amah'a hefur notað tölfræðileg- ar aðferðir við að meta hve svipaður árangur systkinanna er í stærðfræði og segir alveg ljóst að greind erfist að einhverju Ieyti og þar með tald- ar gáfur til að læra stærðfræði. Umhverfi skipti þó meira máli en erfðirnar - það fari þó svolít- ið eftir getustigi krakkanna. Umhverfi virðist skipta strák- ana meira máli en stelpurnar. - En hvernig skyldi standa á því? „Ef ég vissi nú svarið við því. Fetta veit enginn. Stelpurnar virðast bara vera nokkuð stöð- ugar í því að vera aðeins verri en strákarnir í stærðfræði. Það er ekki mikill meðaltalsmunur en það eru fáar stelpur sem skara fram úr í stærðfræði,“ svarar hún og bætir við að um- hverfi sem stelpur búi við sé kannski svipaðra en það sem strákar og stelpur búi við þó þau séu alin upp á sama heimili ef gengið sé út frá því að ólík viðhorf séu til kynjanna. Þegar Amalía talar um um- hverfi á hún við sameiginlegt umhverfi, til dæmis ljölskyld- una og skólann, og einkaum- hverfi og á þá við hluti sem séu einstaklingsbundnir í umhverf- inu. Hxin segir að sameiginlega umhverfið og erfðirnar virðist raða krökkum í grófa flokka hvað varðar getu, síðan séu það einstaklingsbundnir þættir sem raða þeim innan þessara flokka. Erfðir og umhverfi skipi einstaklingi í efsta fjórðungi í getu en síðan ákvarði einstak- lingsbundnir þættir hvort ein- staklingarnir verða í efstu fimm eða tíu prósentunum. Þá gæti til dæmis skipt máli að hafa góðan kennara. - Nú hefur verið heilmikil umræða um það að íslendingar væru svo aftarlega á merinni í sambandi við stærðfræði miðað við aðrar þjóðir. Getur verið að íslendingar séu hreint og beint lélegri stærðfræðiþjóð en aðr- ar? „Það held ég ekki. Ég held að erfðirnar skýri meira mun á milli einstaklinga innan sama hóps,“ svarar hún og bendir á að erfðaáhrifin geti breyst. Hæð á fólki hafi til dæmis verið mun minni áður en er í dag. „En ég held að það vanti ekki stærð- fræðigen í okkur. Við skulum vona ekki.“ -GHS Kennslufiræði til kennsluréttinda aBerglind Steinsdóttir s fyrravetur bauðst mér að gerast íslenskukennari í stórreykvískum grunnskóla. Ég tók því með þökkum þótt ég væri logandi hrædd við tilhugs- unina. Að ala upp börn og ung- linga, kenna þeim og hjálpa til þroska er ábyrgðarstarf sem maður prófar sig ekki áfram í, ekki heldur þótt aðrir eigi þau. Eftir veturinn var ég örþreytt og fannst að ég ætti ansi margt ólært en á móti hafði mér áskotnast heilmikil reynsla, og þekking á sjálfri mér. Ég sótti um í kennslufræði til kennsluréttinda (áður uppeldis- og kennslufræði) og var innrit- uð. Fyrir jól las ég og lærði um gerð og gildi markmiða í kennslu, kynntist íjölbreyttum kennsluaðferð- um og prófaði þær í vernduð- um hópi ann- arra kennara- nema, las um þroska ung- linga, vænting- ar þeirra og viðhorf, lærði hrafl í tölfræði og hvaða gagn má hafa af henni í skóla- starfi, fór í grunnskóla og kenndi þar í al- vöru og lærði um hvernig sér- staklega ís- lenskan skuli kennd. Mér fannst margt kunnuglegt og varð eiginlega mest hissa á því hvað ég virtist þrátt fyrir allt hafa hitt á margt skynsamlegt í minni eigin kennslu. Það var þægilegt að fá svona staðfest- ingu á sjálfum sér. En svo var auðvitað sumt dálítið nýstár- legra. Viðhorf manna til náms skipta býsna miklu máli. Mér fannst strax gaman í haust og nógu margt gagnlegt til að námið væri á vetur setjandi. Áhugi minn var til staðar og honum var viðhaldið (þó með athyglishléum og frávik- um). Mér fannst ég eiga erindi en það ætti ég ekki í t.d. smíða-, snyrtifræði- eða viðskiptafræði- nám, einfaldlega af því að það höfðar ekki til mín. Hins vegar dettur mér ekki í hug að bera á móti að eitt og annað mætti betur fara. Hvernig er líka hægt að leggja upp nám fyrir 50 afar ólíka einstaklinga úr ýmsum áttum þannig að öllum líki? Ég reikna með að sjá praktíkina í sumum atriðum seinna. Ég tel mig eiga sjóð sem ég gæti sótt í. Gæti, ef ég ákvæði að leggja þetta starf fyrir mig. Og get, af því að þessi menntun er gagn- leg fleirum en kennurum. Ég hefði gjarnan og allra helst viljað fá meiri verklega kennslu, þ.e. vera lengur í æf- ingakennslunni og þurfa að halda úti lengra prógramnú. Best þætti mér að hafa kandi- datsár með leiðsögn. Budda menntamála hefur hins vegar ekki efni á því þótt kennara- stéttin hafi ekki efni á að sleppa því. Þess í stað er viðbúið að kennaraefni þurfi hvert og eitt að gera sömu mistökin og for- verar þeirra hafa gert, mistök sem kosta kennarana sjálfa órnælda vinnu og nemendur þeirra hugsanlega líka. Núna líður að lokum. Ég er bxxin að lesa um einelti, kynja- mismun, kosti og galla röðunar í bekki, gerð prófa, námsmöt (og þið vitið hvernig fer þegar maður ætlar rétt að tæpa á því helsta í upptalningu) auk þess að kenna í framhaldsskóla. Mér finnst ég muni vera langtum hæfari til að sinna þessu starfi núna en áður. Annars er ég auðvitað ekkert viss um að verða kennari, eða réttara sagt: ég er eiginlega viss um að verða ekki kennari. Ég veit nefnilega ekki hvenær ég verð til í að eyða öllum vökustundum mínum í vinnunni - ég á önnur áhugamál líka. Samt á ég aldrei eftir að sjá eftir þessu ári. Það var alveg svakalega skemmti- legt. Að ala upp hórn og unglinga, kenna þeim og hjdlpa til þroska er dbyrgðar- starf sem maður prófar sig ekki dfram í, ekki held- ur þótt aðrir eigi þau.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.