Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 13
íDagur-ÍEtnrám
AL-ANON
Samtök ættingja og vina
alkohólista.
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Ef svo er getur þú i gegnum samtökin:
- Hitt aðra sem glíma við
samskonar vandamál
- byggt upp sjálfstraust þitt.
- bætt ástandið innan fjölskyldunnar.
- fundið betri líðan
Fundarstaður:
AA húsið, Strandgötu 21, Akureyri,
sími 462 2373.
Fundir í Al-Anon deildum eru:
Miðvikudaga kl. 21.00 og
laugardaga kl. 11.00
(nýliðar boðnir velkomnir kl. 10.30)
Árnað heilla
Húsnæði óskast
Starfsmenn Dags-Tímans auglýsa eftir
einbýlishúsi eöa stórri íbúö á Akureyri
til leigu frá 1. júní.
Fyrirframgreiösla hugsanleg, traustur
flárhagur.
Áhugasamir sendi bréflega inn upplýs-
ingar merktar „Húsnæöi XXX“ til höfuö-
stööva Dags-Tímans, Strandgötu 31,
eða hringi I síma 460 6124 á vinnutíma.
Húsnæði til leigu
Til leigu 2-3ja herb. íbúö í Giljahverfi.
íbúðin er stórglæsileg og á góöum staö.
Isskápur og þvottavél geta fylgt.
Uppl. f síma 462 6815.
Sala
Til sölu æfingatæki; Power Rider, Body
By Jake AB and Back Plus, skiöagöngu-
tæki, ný og ónotuð.
Uppl. í síma 462 3663.
Hestar
Nokkrir folar á tamningaraldrl, 2 vetra,
vindóttir, geltir, til sölu.
Uppl. í síma 435 1402.
Sumarhúsalóðir
Til leigu nokkrar lóöir undir sumarhús á
skipulögöu svæöi í landi Ærlækjar í Öx-
arfiröi.
Svæöiö er vaxiö birkikjarri. Rafmagn og
vatn er komiö á svæöiö.
Uppl. f sfma 465 2235, Jón.
70 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag, mið-
vikudaginn 7. maí, hjónin Margrct
Magnúsdóttir og Ágúst Jónsson, Reyni-
völlum 6, Akurevri.
Þau fagna þessum tímamótum í dag ásamt
fjölskyldum barna- og bamabarna sinna.
Margrét er 92 ára og Ágúst 94 ára, bæði við
góða heilsu og búa á heimili sínu þar sem
þessi mynd var tekin fyrir skemmstu.
(Ath. Tilkynning þessi birtist fyrir mistök í
blaðinu f gær, þ.e.a.s. einum degi of
snemma, og em viðkomandi beðnir innilega
afsökunar vegna þess.)
Píanóstillingar
Verö viö píanóstillingar á Akureyri dag-
ana 8.-15. maí.
Fer í Skagafjörð ef þörf krefur.
Uppl. í símum 462 5785, 551 1980 og
895 1090.
ísólfur Pálmarsson,
píanósmiöur.
Messur
Ólafsfjarðarkirkja.
Fimmtudagur 8. maí, uppstign-
ingardagur - kirkjudagur eldri
borgara.
Messa kl. 14. Kirkjukaffi í húsi eldri borg-
ara, Ólafsfirði, eftir messu til fjáröflunar
starft eldri borgara.
Þessi piltur, Brynjólfur Jónsson, verður
50 ára í dag, miðvikudaginn 7. maí.
Agúst Sveinbjörn Bjarnason, Víkurbraut
8, Grindavík, verður fertugur fimmtu-
daginn 8. maí.
Hann tekur á nióti vinum og vandamönnum
á heimili sínu á afmælisdaginn milli kl. 18
og 22.
Messur
Glerárkirkja.
Fimmtudagur 8. maí, upp-
stigningardagur - dagur aldr~
aðra. Messa verður í kirkjunni
kl. 14. Kvenfélagið Baldursbrá annast kaffi-
veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að athöfn
lokinni. Félagar úr Kór Glerárkirkju munu
þar syngja nokkur lög.
Allir velkomnir. Eldri borgarar eru sérstak-
lega hvattir til að mæta.
Sóknarprestur.
Hólskirkja í Bolungarvík.
Sunnudagur 18. maí, hvítasunnudagur.
Ferm;ngarmessa kl. 14. Prestur sr. Gunn-
ar Björnsson.
Fermdir verða: Hjörtur Amþórsson, Geira-
stöðum, og ívar Kristinn Arnarsson, Hjalla-
stræti 38. ^
DENNI DÆMALAUSI
5--Z5-
•i'l'
(S)NAS/Di*tr. BUUS
Vá, Margrét kann fleiri orð en tvö eyru ráða við.
Messur
Holtsprcstakall í Önundarfirði.
Sunnudagur 18. maí, hvítasunnudagur.
Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Gunnar
Bjömsson.
Fermdar verða: Guðbjörg Konráðsdóttir,
Hjallavegi 7, Flateyri, og Steinunn Guðný
Einarsdóttir, Drafnargötu 6, Flateyri.
Hafnarfjarðarkirkja
Svo sem tíðkast hefur undanfarin ár er
öldruðum boðið sérstaklega til guðsþjón-
ustu í Hafnarfjarðarkirkju á uppstign-
ingardegi og hefst hún kl. 14.
Eftir hana er kaffisamsæti í Veitingahúsinu
Gaflinum. Séra Þórhildur Ólafs verður
prestur í guðsþjónustunni og hún verður
líka veislustjóri í Gaflinum ásamt Sveini
Guðbjartssyni forstjóra. Natalía Chow sópr-
an syngur einsöng við undirleik Helga Pét-
urssonar.
Rúta kemur að Hrafnistu kl. 13.15, Höfn kl.
13.25, Sólvangi um kl. 13.30 og Sólvangs-
húsum um kl. 13.40 og ekur þaðan að kirkju
og þangað aftur síðar. Einkabílar verða líka
í fömm. Þeir sem óska eftir bílferð geta haft
samband við kirkjuþjóna í kirkjunni eða
safnaðarheimili í s. 555 1295 kl. 10-12 á
uppstigningardag.
Árnað heilla
Sigurður Benediktsson, bóndi og spari-
sjóðsstjóri, er sjötugur í dag, miðvikudag-
inn 7. maí. Hann og kona hans Kristjana Ing-
ólfsdóttir munu taka á móti gestum á afmæl-
isdaginn í Café Riis, Hólmavík, kl. 20-22.
Samkomur
HvímsutmumKJAti ^kmbshub
Fimmtud. 8. maí, uppstigningardagur. Al-
menn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður
verður Vörður L. Traustason.
Á föstudags- og laugardagskvöld kl.
20.30, og sunnudagskvöld kl. 20 (ath.
breyttan tíma) verða almennar samkomur
og þá verða ræðumenn Samuel Kaniaki,
sem er forstöðumaður yfir 10.000 manna
söfnuði í Zaire í Afríku, og Mike Bellamy,
forstöðumaður Vinyard kirkjunnar á Kefla-
víkurflugvelli.
Mikill og Qölbreyttur söngur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Bænastundir eru mánudags-, miðviku-
dags- og föstudagsmorgna kl. 6 til 7.
Vonarlínan, sími 462 1210, símsvari allan
sólarhringinn með orð úr ritningunni sem
gefa huggun og von.
Athugið
Samhygð - samtök um sorg og
sorgarviðbrögð á Akureyri og
nágrenni verða með opið hús í
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 20. Gestur
fundarins verður Björg Bjamadóttir, sál-
fræðingur. Athugið breyttan fundartíma.
Allir velkomnir.
Stjórnarfundur samtakanna verður á sama
stað kl. 19.
Fyrsta skóflustungan að minningarreit um
týnda, verður tekin sunnudaginn 11. maí kl.
16. Athöfnin hefst í Höfða, nýju kapellunni
við kirkjugarðinn, þar sem þeirra verður
minnst sem týnst hafa. Að því loknu verður
gengið að fráteknum stað fyrir minningar-
reitinn og fyrsta skóflustungan tekin.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga, að koma
og taka þátt í þessu verkefni með okkur.
Þríhyrningurinn
- andlcg miðstöð.
Miðlarnir Skúli Viðar Lórenz-
son og Ingibjörg Þengilsdóttir
verða með skyggnilýsingarfund í Hamri
v/Skarðshlíð, Félagsmiðstöð Þórs, sunnu-
daginn 11. maí kl. 20.30.
Allir velkomnir, miðaverð kr. 1000,-
Þríhyrningurinn
- andleg miðstöð,
Furuvöllum 13, 2. hæð, sími 461 1264.
Ingibjörg verður með .einkafundi 12. maí og
13. maí, tímapantanir í síma 461 1264.
j* Guðspekifélagið á Akureyri.
Lótusfundur verður haldinn á
J morgun, fimmtudaginn 8. maí,
kl. 20.30 í húsi félagsins að
Glerárgötu 32, 4. hæð. Karl Frímannsson
sér um efni fundarins. Tónlist, umræður,
bækur um andleg efni.
Allir velkomnir, athugið að aðgangur er
ókeypis.
Stjórnin.
Athugið
Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðis-
legu ofbeldi. Símatími til kl. 19.00 í síma
5626868.______________________________
Minningarkort Gigtarfélags Islands fást í
Bókabúð Jónasar.
Iþróttafélagið Akur vill minna á minning-
arkort félagsins. Þau fást á eftirtöldum stöð-
um: Bjargi Bugðusíðu 1 Akureyri og versl-
uninni Bókval við Skipagötu Akureyri.
Samúðar- og heillaóskakort
Gideonfélagsins.
Samúðar- og heillaóskakort Gi-
deonfélagsins liggja frammi í
flestum kirkjum landsins, einnig hjá öðrum
kristnum söfnuðum.
Ágóðinn rennur til kaupa á Biblíum og
nýjatestamentum til dreifingar hérlendis og
erlendis.
Útbreiðum Guðs heilaga orð.
Minningarkort Glerárkirkju fást á eftir-
töldum stöðum: í Glerárkirkju, hjá Ásrúnu
Pálsdóttur Skarðshlíð 16a, Guðrúnu Sigurð-
ardóttur Langholti 13 (Rammagerðinni), í
Möppudýrinu Sunnuhlíð og versluninni
Bókval.
Athugið
Minningarkort Akureyrarkirkju fást í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, Blóma-
búðinni Akri og Bókvali.
Frá Náttúrulækningafélagi Akureyrar.
Félagar og aðrir velunnarar eru vinsamlega
minntir á minningakort félagsins sem fást í
Blómabúðinni Akri, Amaro og Bókvali.
Minningar- og tækifæriskort Styrktarfé-
lags krabbameinssjúkra barna fást hjá fé-
laginu í síma 588 7555. Enn fremur hjá
Garðsapóteki, sími 568 0990 og víðar um
land.
Minningarkort Umhyggju, félags til
stuðnings sjúkum börnum, fást í síma 553
2288 og hjá Body Shop, sími 588 7299
(Kringlan)/561 7299 (Laugavegur 51).
Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit.
Opið hús í Punktinum alla mið-
vikudaga frá kl. 15-17.
Kaffiveitingar í boði, dagblöð
liggja frammi og prestur mætir á staðinn til
skrafs og ráðagerða.
Sérstök dagskrá auglýst ef svo ber undir.
Akureyrarkirkja.
Miðvikudagur 7. maí 1997 - 25
mi
e* a ó
Akureyri
Jazz á Hótel KEA
Jazzklúbbur Akureyrar mun standa
fyrir tónleikum á Hótel KEA í kvöld kl.
20.30. Þar koma fram Pétur 0stlund á
tromniur, Fredrik Ljungkvist á tenór-
og sópransaxófón, Eyþór Gunnarsson
á píanó og Þórður Högnason á
kontrabassa. Pétur 0stlund þarf vart
að kynna fyrir jazzáhugafólki en hann
hefur í um þrjá áratugi verið í allra
fremstu röð jazztrommara og leikið
með fjölda þekktra tónlistarmanna.
Fredrik I.jungkvist er án efa einn at-
hyglisverðasti jazztónlistarmaður Svía
í dag og þá Eyþór og Þórð þarf ekki
að kynna nánar - báðir þungaviktar-
menn í íslensku tónlistarlífi til margra
ára. Þetta er einstakt tækifæri til að
sjá jazz í hæsta gæðaflokki. Miðasala
við innganginn og tónleikarnir hefjast
stundvíslega kl. 21.3.0.
Tónleikar Mánakórsins
Mánakórinn heldur tónleika í Deigl-
unni föstudaginn 9. maí kl. 20.30. A
söngskrá eru m.a. lög úr Oklahoma.
Söngstjóri er Michael Jdn Clarke og
undirleikari Richard Simm. Ath. að-
eins þessir einu tónleikar.
Kirkjan og lífsskrefin
Á vegum safnaðaruppbyggingar-
nefndar verður haldið málþing um
fræðslu kirkjunnar og hvernig hún
tengist æviferli einstaklinganna.
Málþingið verður haldið 12. maí í
Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, Akur-
eyri, og hefst kl. 17 og lýkur um kl.
23. Málþingið er öllum opið.
Hvað er JC?
Junior Chamber Akureyri (JC) held-
ur kynningarfund sunnudagskvöldið
11. maí kl. 20.30 að Óseyri 6. Þar
verður reynt að gefa innsýn í hvað
Junior Chamber er og hvernig starf-
semi fer þar fram. Allir áhugasamir
á aldrinum 18-40 ára velkomnir.
Vortónleikar Tónlistaskóla
Eyjafjarðar
Maímánuður er ávallt vettvangur
mikilla tónlistarviðburða, þá ljúka
tónlistaskólarnir m.a. starfinu með
nemendatdnleikum, þeir sem út-
skrifast halda sína brottfarartón-
leika, kdrar halda sína vortónleika
og oftar en ekki koma góðir gestir
sem „halda í víking" með sitt pró-
gram úr heimabyggð.
Tónlistaskóli Liyjafjarðar verður
með fyrstu vortónleika skólans á
uppstigningardag, 8. maí, en þá verða
tónloikar söngdeildar skólans í Frey-
vangi klukkan 20.30. Laugardaginn
10. maí klukkan 14.00 verða nem-
ondatónleikar í Camla skólahúsinu á
Grenivík og daginn eftir, sunnudaginn
11. maí, verða nemendatónleikar í
Freyvangi klukkan 14.00 og tónleik-
unum lýkur svo með nemendatónleik-
um í Þelamerkurskóla klukkan 20.30
á mánudagskvöldið 12. maí. Á tón-
leikunum verður flutt fjölbreytt efnis-
skrá og verða flytjendur á ýmsum
aldri. Vart þarf að taka fram að allir
eru velkomnir og ökeypis aðgangur.
Höfuðborgarsvæðið
Vorhátíð 1997!
Fimmtudaginn 8. maí (uppstigningar-
dag) kl. 14-16, verður haldin vorhátíð
á vegum foreldrafélags Rimaskóla á
skólalóðinni. Dagskráin hefst kl. 14.
Gengið á milli áningastaða
Á miðvikudagskvöldið 7. maí gengur
Hafnagönguhópurinn á milli áninga-
staða fornra og nýrra. Farið verður
frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með Al-
menningsvögnum suður að Nesti í
Fossvogi. Einnig er hægt að mæta þar
kl. 20.30 en sjálf gangan hefst við
Tjarnarból sem var nálægt vestur-
enda göngubrúarinnar yfir Kringlu-
mýrarbraut.
Báðum megin
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir mynd-
höggvari opnar sýningu á skúlptúr-
um í Gallerti Sævars Karls á upps-
tigningardag kl. 15. Sýninguna kall-
ar hún „Báðum megin“ og lýsir það
hugleiðingum hennar um þennan
heim eða einhvern annan. Sýningin
stendur til 28. maí.
Spurningar fyrir meistara
Miðvikudaginn 7. maí kl. 20 verður
sýndur í Alliance Francaise, Austur-
stræti 3, síðasti þáttur af spurninga-
keppni frönsku sjónvarpsstöðvarinn-
ar France 3, „Spurningar fyrir
meistara". í þessum úrslitaþætti
keppir Egill Arnarson, 23 ára gamall
heimspekinemi, gegn þátttakendum
frá níu öðrum löndum.
Vortónleikar í
Hvítasunnukirkjunni
Að venju verða vortónleikar á upps-
tigningardag i' Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu, Ilátúni 2, og þeir hefjast
kl. 20. Aðgangseyrir er 500 krónur.
Fuglaskoðunarferð
Hin árloga fuglaskoðunarferð llins ís-
lenska náttúrufræðifélags og Ferðafé-
lags íslands suður á Garðskaga og
víðar um Reykjanesskaga verður farin
laugardaginn 10. maí nk. Lagt verður
upp frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.
Leiðsögumenn verða að vanda þeir
fuglafræðingarnir Gunnlaugur Péturs-
son og Cunnlaugur Þráinsson.
Gömlu dansarnir
Lionsklúbburinn Muninn stendur
fyrir harmonikuballi föstudaginn 9.
maí nk. í Lionshoimilinu Lundi, Auö-
brekku 2, Kópavogi. Húsið verður
opnað kl. 21. Aðgangseyrir verður
1000 krónur.
Samsýning í Nýlistasafninu
Nú stendur yfir samsýning átta
myndlistarmanna í Nýlistasafninu
við Vatnsstíginn. Verk á sýningunni
eiga: Arie Berkulin, Theo Kuypers,
Kees Verschuren og Willem Jakobs
frá Hollandi; Ellen Jezz lrá Þýska-
landi; Beate Rathmayr og Franz Su-
ess frá Austurríki og G.R. Lúðvíksson
frá fslandi.