Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 6
18 - Miðvikudagur 7. maí 1997 IDagui-Œímmn Hermann Pálsson sérfræðingur í miðaldabókmenntum og fyrrverandi pró- fessor við Edinborgarháskóla er einn þeirra sem skemmtir mönnum á Listasumri. AAkureyri kemur ekki bara sumar heldur Lista- sumar og nú er undir- búningur fyrir þau herlegheit á fullu. Það er Listasumar númer fimm sem verið er að undirbúa og segir framkvæmdastjdrinn, Ragnheiður Ólafsdóttir, að það verði dagskrá nánast upp á hvern einasta dag frá Jóns- messu, 24. júní til 29. ágúst sem er afmælisdagur Akureyr- arbæjar. „Við erum enn að auglýsa eftir myndlistarmönnum en að- alsýningin verður opnunarsýn- ing þar sem akureyrskir lista- menn sýna saman. Vinnuheiti sýningarinnar er 50x50 en það er sú stærð sem listaverkin eiga að vera.“ Og auðvitað mega burtfluttir Akureyringar vera með. Ragnheiður segir að stefnan sé að virkja heimamenn en eins og menn muna voru nokkrir sem kvörtuðu undan of lítilli þátttöku Akureyringa á síðasta Listasuihri. „Það sem stjórn Listasumars gerir í raun er að raða dagskráratriðunum sam- an, sjá um að ekkert rekist á og gefa út upplýsingabæklinga. Gilfélagið leggur líka til hús- næði. - En dagskrárliðirnir eru ekki allir í umsjá Listasumars heldur koma þar að fleiri aðilar eins og Sumartónleikar á Norð- uriandi, Minjasafnið og Jazz- klúbbur Akureyrar." Jazzstemmning Listamenn hafa verið meira en Manúela Wiesler er eitt trompið, hún mun einungis leika á Akureyri að þessu sinni. MENNING OG LISTIR Listasumar að skella á tiibúnir tif að koma til Akur- eyrar á Lista- sumri og segir Ragnheiður að jazzistar fari þar fremstir í flokki en þeir eru mun fleiri sem sækja um en komast að. „Stemmningin á jasstónieik- um hér hefur verið einstök og nú hefur jazzklúbbur Akureyrar tek- ið að sér að skipuleggja jazzinn." Framkvæmdastjórn Listasumars 1997. Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Pálína Guðmundsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir. Á myndina vantar Gunnar Frímannsson og Þórgný Dýrfjörð. Myndlistin og tónlistin 24. júní hefst Listasumar með samsýn- ingu myndlist- armanna á Ak- ureyri í Ketil- húsi en fyrir- hugað er að halda um 10 myndlistarsýn- ingar í Deiglu og Ketilhúsi. Þar verða á ferð listamenn frá Akureyri, Reykjavík, Gautaborg, Sviss og Hol- landi. Á meðal þeirra sem sýna eru Hlyn- ur Helgason, Joris Radema- ker, Marianne Schoiswohl, Arna G. Vals- dóttir og Guð- ný Kristmanns- dóttir. Einir sex klassískir tónleikar eru komnir á blað. Þar má fyrsta fræga telja Manúelu Wi- esler sem er væntanleg hingað í ágúst í tengslum við flautunám- skeið Kristínar Cardew. Sin- fóníuhlj ómsveit íslands kemur norður í júm' og leikur ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Norður- lands. Þá eru Laufey Sigurð- ardóttir, Páll Eyjólfsson, Guðrún Jóns- dóttir og Ólafur Vignir Alberts- son á meðal þeirra sem halda tónleika í Deiglunni í sumar. Auk þess verða fimm tónleikar á vegum Sumartónleika á Norðurlandi í Akureyrarkirkju. Þar koma fram m.a. Björn Steinar Sól- bergsson, Hafliði Hallgrímsson, Arnaldur Arnarsson, Schola Cantorum og Hörður Áskelsson. Jazzinn verður á sínum stað, í Deiglunni á fimmtudagskvöld- um. Jazzklúbbur Akureyrar sér um hann eins og áður sagði og er Tuborg helsti stuðningsaðil- inn. Tónlist með börnum verður í ágúst. Þar vinnur Jaque- line FitzGibbon með þema um fugla og býr til tónlist með börnunum. Söngvaka verður tvisvar í viku á þriðju- dags- og fimmtudags- kvöldum í Minjasafnskirkjunni en þar flytja þau Þórarinn Hjartarson og Rósa Kristín Baldursdóttir íslenska tónlist, gamla og nýja með sögulegu ívafi. Leiklistin Leikklúbburinn Saga frumsýnir Mynd: GS leikverk sem unglingar frá Ak- ureyri ásamt vinabæjunum Randers, Lahti, Vesterás og Álesund hafa unnið að. Hingað koma 50 unglingar í tengslum við verkefnið. Færeyingurinn Christian Blak er tónlistarstjóri og hann mun halda tónleika í Deiglunni í júlí. Gestir Davíðshúss munu verða sýnilegri en oft áður, því þeir halda fyrirlestra í Deigl- unni. Hermann Pálsson sér- fræðingur í miðaldabókmennt- um og fyrrverandi prófessor við Edinborgarháskóla er einn þeirra. Bókmenntir Ragnheiður segir að reynt verði að halda bókmenntum á lofti á Listasumri. Lítið er enn vitað um dagskráratriðin en hugsan- lega verður haldið námskeið í skapandi skrifum og í fram- haldi af því ritlistarvaka. „Við erum að leggja drög að þessu ásamt Rithöfundasambandinu." - mar Dagskrd ndnast upp d hvern ein- asta dag frd Jóns- messu, 24. júní, til 29. dgúst sem er afmœlisdagur Akureyrarbœjar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.