Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 7
jDagurÆItutum
Miðvikudagur 7- maí-19-97 -19
MENNING OG LISTIR
Sæluvikutónleikar 1997
Sýningar:
Föstudaginn
9. maí kl. 20.30.
Laugardaginn
10. maí kl. 20.30.
Síðustu sýningar
Það ætla allir að sjá
Vefarann!
Leikstjórn: Halldór E. Laxness
Sýningin er ekki við hæfi barna
Ekki er hægt aS hleypa
gestum inn í salinn eftir
aS sýningin hefst.
Sýnt er á Renniverk-
stæðinu, Strandgötu 49.
Miöasalan er opin alla
virka daga nema mánudaga
frákl. 13-17.
Miöasalan er í Sam-
komuhúsinu, Hafnarstræti 57
Sími i miðasölu
er 462 1400.
Jlagur-'ffiímtmt
- besti tími dagsins!
Haukur
Ágústsson
skrifar
Laugardaginn 3 maí var
efnt til hinna árlegu Sælu-
vikutónleika í Miðgarði í
Skagafirði. Fyrir tónleikunum
stóðu heimakórarnir tveir,
Karlakórinn Heimir, stjórnandi
Stefán R. Gíslason, undirleikari
Thomas Higgerson, og Rökkur-
kórinn, stjórnandi Sveinn Árna-
son, undirleikari Pál Szabó.
Gestakórar að þessu sinni voru
Skagfirska söngsveitin í Reykja-
vík, stjórnandi Rjörgvin
Valdimarsson, undirleikari Vil-
helmína Ólafsdóttir, og Karla-
kórinn Jökull, Hornafirði,
stjórnandi Jóhann Morávek,
undirleikari Guðlaug Hestnes.
Skagfirska söngsveitin hóf
tónleikana. Flutningur hennar
var afar agaður og vel af hendi
leystur og bar lítið á milli í
þeim sjö lögum, sem voru á
söngskrá sveitarinnar. Jafnvægi
radda var í góðu lagi og einnig
vald á innkomum og styrk-
breytingum. Kórinn er fágaður
og glæsilegt hljóðfæri í höndum
söngstjórans, Björgvins Þ.
Valdimarssonar, sem hefur
mjög gott samband við kórinn.
Sérlega má nefna lögin Sefur
sól hjá ægi eftir Sigfús Einars-
son við ljóð Sigurðar Sigurðs-
sonar, sem var afar fínlegt í
flutningi kórsins, og í gleðinni,
sem er eftir Jón Ásgeirsson við
erindi úr Tímarímu Jóns Dala-
kolls, þar sem kórinn gerði
stórvel.
Jaðraði
stundum við væmni
Fyrir kom, að lög væru nálega
ofmótuð í túlkun söngsveitar-
innar, svo sem lagið Minning
eftir Markús Kristjánsson við
ljóð eftir Davíð Stefánsson, þar
sem flutningur
var heldur
hægur og verk-
aði nálega
væminn.
Karlakórinn Heimir var einn kóranna sem söng á tónleikunum.
Þar náðist góður hljómur og
talsvert ekta bragur. Einsöngv-
ari í þessu lagi var Björn Ims-
land. Rödd hans skilaði sér vel,
en hefði mátt hafa meiri vídd til
þess að samsama laginu og
brag kórsins. Einnig var vel
ílutt lagið Öræfasveit eftir Jó-
hann Morávek við ljóð eftir Að-
alstein Aðalsteinsson og Svein-
björgu Eiríksdóttur. Einsöngv-
ari í laginu Sem lindin tær var
Friðrik Snorrason. Hann gerði
talsvert vel, en kórinn var
nokkuð þungur.
Þéttar bakraddir
Karlakórinn Heimir var næstur
á dagskrá. Hann hafði sex lög á
efnisskrá sinni. Agi í kórnum er
í góðu lagi og samband gott við
söngstjórann. Innkomur voru
jafnan ákveðnar og hreinar.
Eins voru túlkunaratriði, svo
sem styrkbreytingar í góðu lagi.
Eftirtektar-
Einsöngvar-
ar með Skag-
firsku söng-
sveitinni voru
Krístín Sigurð-
ardóttir og
Guðmundur
Sigurðsson.
Bæði gerðu vel
í söng sínum.
Raddir þeirra
féllu vel saman
og túlkun þeirra var tilgerðar-
laus en innileg.
Annar kórinn á svið var
Karlakórinn Jökull. Hann hafði
sex lög á efnisskrá sinni. Hljóm-
ur kórsins er tajsvert góður, en
mætti á stundum vera heldur
fyllri og breiðari. Agi í kórnum
er góður og hefur söngstjórinn
gott samband við kórinn, sem
svarar vel bendingum hans. Þó
þyrfti að ná heldur meiri
ákveðni í flutningi í nokkrum
laganna, sem voru á efnisskrá
kórsins.
Kórnum tókst vel í flutningi
negrasálmsins Ride the Chariot.
, verður er hinn
Hinir arlegn Scelu- mjúki biær,
vikutónleikar eru
mikil hátíð og hún
tilhlökkunarverð.
Þeir, sem haldnir
voru aðþessu
sinni, gáfu hinum
fyrri ekki eftir.
sem kórinn
nær í bakrödd-
um með ein-
söng.
Kórinn gerði
lögum sínum
góð skil. Nefna
má lögin Þú
álfu vorrar
yngsta land eft-
ir Sigfús Ein-
arsson við ljóð
Hannesar Haf-
steins og Á
Sprengisandi eftir Sigvalda
Kaldalóns við ljóð Gríms Thom-
sens. Bæði þessi lög flutti kór-
inn án undirleiks og var flutn-
ingur mjög vel af hendi leystur.
í síðara laginu söng Einar Hall-
dórsson einsöng og gerði vel.
Þá má nefna Sjá dagar koma,
þar sem Pétur Pétursson söng
einsöng af mikilli smekkvísi, en
kórinn var sérlega þéttur í bak-
röddum sínum.
Aðrir einsöngvarar með
kórnum voru Sigfús Pétursson,
sem söng lagið Sólskinsbarn
eftir Björgvin Þ. Valdimarsson
við ljóð Jóns frá Ljárskógum, og
Óskar Pétursson, sem söng iag-
ið Skál, skál eftir Sigmund
Romberg við ljóð Hjartar Þrá-
inssonar. Báðir gerðu vel, en þó
var líkt og þreyta á rödd Ósk-
ars.
Tilhlökkunarefni
Lokakórinn á tónleikum var
Rökkurkórinn. Agi í kórnum er
harla góður og raddir skila al-
mennt vel sínu. Þó bar lítillega
á þvingun og sárum tónum í
sópran, svo sem í Ég hvísla út í
nóttina eftir Friðrik Jónsson við
ljóð Valdimars Hólms Hallstaðs.
Þá voru sópransóló í hendinga-
byrjunum í laginu Við Vatns-
mýrina eftir Sigfús Halldórsson
við ljóð Tómasar Guðmunds-
sonar voru nokkuð hljómlítil.
Hvað best gerði kórinn í Á
bak við heiðar eftir Mikis Tlieo-
dorakis við ljóð Friðriks Guðna
Þórleifssonar, þar sem til dæmis
bassinn kom fallega fram.
Einnig í laginu Ég fann þig, þar
sem bakraddir og innkomur
kórsins voru vel af hendi leyst-
ar. Einsöng í þessu lagi söng
Hallfríður Hafsteinsdóttir og
gerði vel, en þó kom nokkur
gjallandi blær á rödd hennar
einkum í þróttugum tónum of-
arlega á raddsviðinu.
Hinir árlegu Sæluvikutón-
leikar eru mikil hátíð og hún
tilhlökkunarverð. Þeir, sem
haldnir voru að þessu sinni,
gáfu hinum fyrri ekki eftir í því
sem að ílutningi lýtur. Það tæki-
færi sem gefst til smanburðar
ár af ári er mikils virði, en ekki
síður er eftisóknarverð sú
stemmning, sem ríkir á þessum
miklu kórasamkomum þeirra
Skagfirðinga. Hún lyftir og gerir
samveruna eftirminnilega og
ætíð ánægjulega.
<1*
ÞJÓÐLEIKHÚSD)
Stóra sviðið kl. 20.00
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
13. sýn. I kvöld, miðvikd. 7. maí.
14. sýn. sunnud. 11. maí.
15. sýn. fimmtud. 15. maí.
FIÐLARINN Á ÞAKINU
eftir Boch/Stein/Harnick
8. sýn. Á morgun, fimmtud. 8. maí. Uppselt.
9. sýn. laugard. 10. mai. Uppselt.
10. sýn. föstud. 16. maf. Uppselt.
11. sýn. mánud. 19. maí.
(annar i hvítasunnu) Uppselt.
12. sýn. föstud. 30. maí. Uppselt.
13. sýn. laugard. 31. maí. Uppselt.
14. sýn. sunnud. 1. júní.
15. sýn. miövikud. 4. júní.
14. sýn. föstud. 6. júní.
14. sýn. laugard. 7. júni.
VILLIÖNDIN
eftir Henrik Ibsen
Föstud. 9. mai
N æstsíðasta sýning
Miðvikud. 14. maí.
Siðasla sýning
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
Sunnud. 11. maí kl. 14.00. Nokkur sæti laus
Siðasta sýning
Tungskinseyjuhópurinn
í samvinnu við Þjóðleikhúsið
Óperan TUNGLSKINSEYJAN
eftirAtla Heimir Sveinsson
Frumsýning miðvikud. 21. maí
2. sýn, föstud. 23. mai
3. sýn. laugard. 24. maí
Litla sviðið ki. 20.30
LISTAVERKIÐ
eftir Yazmina Reza
Föstud. 9 maí. Uppselt.
Laugard. 10. mai. Uppselt
Föstud. 16. mai. Uppselt.
Mánud. 19. maí. Uppselt
Sunnud. 25. maí. Uppselt
Föstud. 30. mai.
Laugard. 31. maí. Örfá sæti laus.
Miðasalan er opin mánudaga og
þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi
til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30
þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti
símapöntunum frá kl. 10 virka daga.