Dagur - Tíminn Reykjavík - 07.05.1997, Blaðsíða 8
20 - Miðvikudagur 7. maí 1997
Jlagur-®mróm
FOLK
Pau gera það gott!
Skinnastofan á Akureyri er að sprengja allt utan af
sér með vaxandi velgengni. „Þetta er ítalska aðferðin, “
segja hjónin Steindór Kárason og Jóna Þorðardóttir, sem
nú eru staðsett í hinum sögufrœga „gamla banka“ á Ak-
ureyri. Lofthœðin í kjallaranum er ekki í neinu samrœmi
við háleit áformin. Þau hanna, sníða og framleiða lújfur,
skó og húfur sem þau selja til Japans og Þýskalands.
Salan er í gegnum póstbœkling þar sem margar íslensk-
ar framleiðsluvörur eru falboðnar erlendis. Þau vonast
nú eftir viðskiptum við rússneskan heildsala. ítalska að-
ferðin er að hanna og sníða, en fá saumakonur til
starfa. Þœr vinna t. d. heima hjá sér úti á Grenivík og
víðar. Þannig skapast störf fyrir heimavinnandi og sýnt
að bœta verður við á nœstunni. Þetta er alíslensk fram-
leiðsla, skinnin koma frá Skinnaiðnaði á Akureyri,
hönnun og hugvit er hjónanna, saumafólkið er hingað
og þangað við störf sín, og salan fer fram í íslenskum
bœklingi. Og nýjasta afurðin? Smíðavesti með hettu fyr-
ir uppfinningamann sem þarf að hafa tœki og tól hang-
andi utan á sér og fá skjól fyrir veðrum og vindum líka!
Myndir: GS
Þórður „Doddi“ Steindórsson sonur Jónu og Steindórs með hlýlega húfu. Þórður
starfar hjá foreldrum sínum þegar tækifæri gefst frá námi.
—— -------....___________ . • taka saumavél heim til sín og
SrffiSSÆSST,- iaríÍ'1 1* Þ* «" •»“ "”'r‘
tíma með fjölskyldu sinm.
ÞaðE^^®saumhen5
egar il|a viðrar i
Þessum lúffum.
Dúllulegt, ekki satt.
Þessir barnaskór voru saumaðir fyrir fimmtán árum