Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Qupperneq 4
16 - Laugardagur 10. maí 1997 ®itgur-©mimt MENNING OG LISTIR Irmelin les upp fyrir börn og unglinga úr bókum sínum í Norræna húsinu kl. 12 í dag og heldur fyrirlestur á morgun kl. 16 á sama stað um nýjustu bók sína Hand i hand, sem hún skrifaði ásamt systur sinni en engin fjölmargra bóka hennar hefur komið út á íslensku. My„d: pök Vinur hennar sagði að þœr systur vœru óvanalega lánsam- ar. Þœr hefðu kynnst svo mörgu á erfiðum uppvaxtar- árum. Enda hefur œskan orðið Irmelin óþrjótandi innblást- ur alla tíð... Irmelin Sandman Lilius er fædd árið 1936 í Finnlandi og hefur gefíð út fjölda bóka fyrir börn og fullorðna. Þessi Utla kona (sem minnir helst á huldukonu þar sem hún situr í Norræna húsinu, horfir út í þokuna og skammast yfir ókurteisi íjallanna sem létu sig hverfa í mistrið loks þegar hún komst til sögueyjarinnar) er stödd hér á landi. „Mig hefur alltaf langað að koma til ís- lands. Ég las þessar gömlu sög- ur þegar ég var 8 ára. Ég bjó þá hjá ættingjum mínum. fs- lendingasögurnar voru á neðstu hillunni þannig að ég lagðist á gólfið og las. Ég skildi ekki af hverju fólkið var svona reitt og af hverju það þurfti að drepa hvort annað lflca. En það var eitthvað stórfenglegt umhverfis þetta fólk og mig langaði til að koma og sjá þetta landslag." Prjónuðu ekki Tove Janson (Múmínálfarnir) er þekktasti finnski barnabókahöf- undurinn hér á landi en sagt hefur verið að sé Tove meistari á sálfræðilega planinu þá sé Sandman Lilius meistari ljóð- rænunnar. „Ég byrjaði eiginlega að skrifa áður en ég kunni að skrifa. Mamma mín var rithöf- undur þannig að það þótti bara sjálfsagt að skrifa í íjölskyld- unni. I sumum fjölskyldum var dætrunum kennt að prjóna og sauma en okkur var kennt að skrifa." Fyrstu bókina, ljóðasafn, gaf hún út 19 ára gömul. Skömmu síðar kom út fyrsta bókin um hið únyndaða þorp Tulavall en þær hafa orðið Qölmargar. Þessi fyrsta gerist á síðari hluta 19. aldar en í öðrum er farið langt aftur í aldir þegar Tulavall var að byggjast. „Bonadea er lítil stelpa og hún er í raun minn betri helmingur. Þegar ég flutti til Hangö til að gifta mig var erfitt fyrir mig að festa nýjar rætur þar. Ég hafði manninn minn, húsið og tengdamömmu en þekkti ekkert annað. Þess vegna fór ég að skrifa um litla stelpu sem flutti frá munaðar- leysingjahæli til lítils þorps,“ segir Irmelin og skrifaði sig þannig frá einmanakenndinni í Hangö og hefur nú búið þar í 40 ár. Hönd í hönd Fyrsta barnabók Irmelin var lauslega byggð á eigin barn- æsku. Nýjasta bók hennar, Hand i hand, líka en hana skrif- uðu hún og systir hennar í sam- einingu enda Qallar bókin um erfiða æsku þeirra. Þær voru á töluverðu flandri milli foreldra, ætt- ingja, heimilis fyrir stríðsbörn o.s.frv. á yngri árum en for- eldrar þeirra skildu þegar Irmelin var um 8 ára. Mamma þeirra fluttist burt, kom svo aftur til að reyna að koma á sáttum en varð fársjúk. Hún reyndi að fá dæturnar til sín en þær systur vildu búa hjá föður sxnum. „Þegar ég skrifaði fyrstu bókina vildi ég ekki hafa neina foreldra á sveimi þannig að ég gerði út af við þá í fyrsta kaflanum og svo lifðu söguhetj- urnar hamingjusamlega til ævi- loka,“ segir Irmelin og rekur upp hlátur. Bókin er þykk og mikil og nær sögusviðið aftur til for- feðra- og mæðra. En æska systranna var líka viðburðarík og lauk á mjög sársaukafullan hátt þegar hún var fimmtán en systir hennar 13. „Pabbi okkar hafði gifst aftur og við elskuð- um stjúpmóður okkar mjög. Hún átti son með fyrri eigin- manni sínum og þau höfðu rifist mikið um forsjána á honum. Fyrri eiginmaður hennar var ekki alveg með sjálfum sér, menn segja að hann hafi farið „Þegar ég skrifaði fyrstu bókina vildi ég ekki hafa neina foreldra á sveimi þannig að ég gerði út afviðþá í fyrsta kaflanum og svo lifðu söguhetjurnar hamingjusamlega til ceviloka... “ illa á geði í stríðinu. Hann hafði byssu heima hjá sér. Faðir minn og stjúpmóðir fóru heim til hans að taka son hennar frá honum, því það var illa farið með hann, þá skaut fyrrum eigin- maðurinn hana, lögreglu- mann, strák- inn og sjálfan sig. Faðir miim var svona manneskja sem tjáði ekki tilfinmngar sínar og þarna lauk raunveru- legu h'fi föður míns þó hann lifði í mörg ár - og æsku okkar.“ Fantasían lýsir tilfinningum Barnabækur og fullorðinsbækur eru yfirleitt ekki settar undir sama hatt eins og sjá má á t.d. lengd dóma, meðhöndlun gagn- rýnenda og viðhorfum margra rithöfunda. Irmelin segist ekki skrifa með ákveðinn aldurshóp fyrir hugskotssjónum. „Ég skrifa sögurnar bara og svo er það útgefandinn sem ákveður eftirá hvort þær eru fyrir börn eða fullorðna. Ég lít svo á að fantasían sé leið til að lýsa til- finningum. Það er ekki hægt að sjá tilfinningar en þær eru mjög raunverulegar samt sem áður. Því verður maður að nota tákn (auðvitað ekki meðvitað, segir r hún og bandar höndunum) það eru sögurnar sem gerast og ég hleyp á eftir til að halda í við þær.“ Það eru svo þessar fant- astísku sögur sem útgefandinn markaðssetur iðulega fyrir börn. Hún segir vandasamt að gefa út nokkrar yfirlýsingar um barnabækur sem heild. Auðvit- að verði börn að langa til að lesa en hún setur sig greinilega ekki í stellingar fyrir lesendur á barnsaldri. Sögurnar komi allar frá annarsheims veruleika. „Þegar ég var lítil fannst mér að það væri lítil veröld aðeins til vinstri við mig. Mig langaði þangað en gat það ekki. Síðar komst ég að raun um að eina leiðin til að gera þessa veröld sýnilega var að skrifa hana eða teikna. Þaimig að ég gerði það.“ Tapað fyrir íslendingum Bækur Irmelin hafa tvisvar ver- ið tilnefndar til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. í bæði skiptin fóru verðlaunin til ís- lendinga, segir Irmelin kankvís á svip. Fyrst til Snorra Hjartar- sonar. „Þá sagði ég, jæja, hann er gamall maður og á þetta skilið frekar en ég.“ í seinna skiptið runnu þau til Einars Más Guðmundssonar. „Þá varð ég frekar örg því þakið á hús- inu okkar var í slæmu ásig- komulagi og ég hefði sett verð- launaféð í viðgerð. En síðan las ég viðtal við Einar þar sem hann talaði eitthvað um lekandi þak og þá hugsaði ég með mér, jæja góði, þú getur þá fengið þau.“ lóa

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.