Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Side 5
.ÍDagrar-'ðJmxmn MENNING OG LISTIR FótboltaMúbbur á netinu Heimsklúbbur áhugamanna um knattspyrnu er heitið á klúbbi sem Islendingurinn Halldór Einarsson er að koma á lagg- irnar á Internetinu. Ekki er vitað til að sambœrilegur klúbbur sé starfandi og því er um frumherjastarf að rœða. etta er komið á rietið en á eftir að vinna aðeins meiri netvinnu," segir Halldór og telur að eftir viku til tíu daga verði heimasíðan komin í sína endanlegu mynd. „Hugmyndin fæddist á síð- asta ári, 22. ágúst, klukkan sjö að morgni," segir Ifalldór um upphaf ævintýrisins. „Ég er bú- inn að lifa og hrærast í knatt- spyrnu allt mitt Iíf og hef einnig verið í miklum tengslum við út- lönd,“ bætir hann við en Hall- dór starfar hjá Henson umboð- inu á íslandi. Hans fyrsta verk var að hafa samband við fólk erlendis og kanna hvort sambærilegur klúbbur væri til. Pegar hann hafði sannfærst um að svo væri ekki fór undirbúningsvinnan af stað og er Halldór þess fullviss að klúbbur sem byggir á þessu tvennu: fótboltaáhuga og áhuga á Internetinu, hafi alla burði til að verða vinsæll. Upplýsingamiðlun Hlutverk klúbbsins verður að miðla upplýsingum um allt mögulegt sem viðkemur knatt- spyrnu. Þarna munu leikmenn t.d. geta komið sjálfum sér á framfæri, hópar sem hafa áhuga á að ferðast geta sent fyrirspurnir og kannað hvort einhver sé til í að taka á móti þeim og vera þeim innan hand- ar og framvegis. Annað sem er fyrirhugað er að velja „Áhugamann mánaðar- ins“ og einnig er á stefnuskrá að gera sanminga við fótbolta- félög um miða fyrir félagsmenn. „Fyrst um sinn verður þetta opið en síðan má búast við að sett verði eitthvað leyniorð þannig að aðeins þeir sem ger- ist félagar hafi aðgang,“ segir Halldór. Enn er of snemmt að gefa upp slóð klúbbsins en á næstu dögum má eiga von á að málið verði í höfn. „Pað líða ekki margir dagar þar til kynn- ingin fer af stað um allan heim og í kjölfarið skipulegt mark- aðsstarf í helstu löndunum," segir Halldór. AI Efnt verður til hátíðardag- skrár á Eyrarbakka þann 18. maí næstkomandi í til- efni þess að þann dag er Eyrar- bakkahreppur 100 ára. Þennan sama mánaðardag árið 1897 gaf landshöfðinginn á íslandi út staðfestingarbréf um skiptingu Eyrarbakka út úr Stokkseyrar- hreppi hinum forna - og er þeirra tímamóta nú minnst. „Við hugsum þetta sem hátíð byggðarlagsins og fólksins sem hér býr,“ sagði Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrar- bakka, í samtali við Dag-Tím- ann. Hann segir að á aðalhátíð- inni þann 18. maí, á hvíta- sunnudag, verði hátíðarsam- koma í samkomuhúsinu að Stað, en meðal gesta þar verður forseti fslands, hr. Ólafur Ragn- ar Grímsson og eiginkona hans. Um kvöldið verður svo dansleikur að Stað, með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Þann 4. maí verður opnuð sýning Völu Dóru Jónsdóttur frá Eyrarbakka, nú ljósmynda- nema í Edinborg, á myndum úr byggðarlaginu. Margt í þeim dúr að rifja upp sögu byggðar- lagsins er áformað á Eyrar- bakka á árinu og má þar nefna fræðslufund Sögufélags Árnes- inga, þar sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur, mun flytja er- indindi um Eyr- bekkinginn Bjarna Her- jólfsson og fund hans á megin- landi Norður- Ameríku. Fjölmargt annað er einnig áformað á Eyrarbakka í ár og má þar sérstaklega tiltaka út- gáfu bókarinnar Eyrarbakki í 100 ár, sem hefur að geyma ýmsar svipmyndir úr sögu byggðarlagsins. -sbs. „Hátíð byggðar- lagsins og fólksins sem hér býr. “ 7 Laugardagur 10. maí 1997 -17 — AKUREYRARBÆR Lóðir fyrir iðnað og þjónustu við Frostagötu og Fjölnisgötu Lausar eru til umsóknar iðnaðar- og þjónustulóðir við Frostagötu 4 og Fjölnisgötu 6. Lóðirnar verða veittar með eftirfarandi skilmálum: Leyft verður að byggja létt hús á lóðunum. Leyft verður að byggja hús í áföngum. Undirstöður skulu vera forsteyptir niðurreknir staur- ar eða súlur sem skal bora fyrir og steypa á staðn- um. Greiða skal gatnagerðargjald tengt lóðarveitingu. Gatnagerðargjald tengt veitingu byggingaleyfis verður fellt niður. Tengigjöld vatns- og hitaveitu greiðast. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa, Geisla- götu 9, fyrir 25. maí 1997. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick 9. sýn. í kvöld, laugard. 10. maí. Uppselt. 10. sýn. föstud. 16. maí. Uppselt. 11. sýn. mánud. 19. maí. (annar í hvítasunnu) Uppselt. 12. sýn. föstud. 30. maí. Uppselt. 13. sýn. laugard. 31. m_aí. Uppselt. 14. sýn. sunnud. 1. júní. Örfá sæti laus. 15. sýn. miðvikud. 4. júní. Nokkur sæti laus. 16. sýn. föstud. 6. júní. Nokkur sæti laus. 17. sýn. laugard. 7. júní. Nokkur sæti laus. Næstu sýningar í júní verða teknar i sölu þriðjud. 13. maí KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 14. sýn. á morgun, sunnud. 11. maí. 15. sýn. fimmtud. 15. maí. 16. sýn.fimmtud. 29. maí. Sýningum fer að fækka VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Miðvikud. 14. maí. - Síðasla sýning LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Á morgun, sunnud. 11. maí kl. 14.00. Nokkur sæti laus - Siðasta sýning Tungskinseyjuhópurinn í samvinnu við Þjóðleikhúsið Óperan TUNGLSKINSEYJAN eftirAtla Heimir Sveinsson Frumsýning miðvikud. 21. maí 2. sýn. föstud. 23. maí 3. sýn. laugard. 24. maí Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza í kvöld, laugard. 10. maí. Uppselt Föstud. 16. maí. Uppselt. Mánud. 19. maí. Uppselt. Sunnud. 25. maí. Uppselt. Föstud. 30. maí. Uppselt Laugard. 31. maí. Nokkur sæti laus. Sunnud. 31. maí. Nokkur sæti laus. Laugard. 1. júní. - Föstud. 6. júní - Laugard. 7. júní Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánud. 12. maí. „Frátekið borð“ eltir Jónínu Leósdóttur. Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir. Leikendur: Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir. Húsið opnað kl. 20.30. Sýningin hefst kl. 21.00, Miðasala við inngang. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Sýningar: Laugardaginn 10. maí kl. 20.30. Síbasta sýning Það ætla allir að sjá Vefarann! Leikstjórn: Halldór E. Laxness Sýningin er ekki við hæfi barna Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýningin hefst. Sýnt er á Renniverk- stæðinu, Strandgötu 49. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Miöasalan er í Sam- komuhúsinu, Hafnarstræti 57 Sími í miðasölu er 462 1400. Dagitr-fcmn - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.