Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Qupperneq 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Qupperneq 10
22 - Laugardagur 10. maí 1997 ^Dagur-®mmm UFIÐ I LANDINU Katrín Eymundsdóttir í eldhúsinu heima með 500 milljóna krukkuna sína. 100 milljónir í krukkusjóði um aldamótin? Ihugum margra, ekki síst af yngri kynslóðinni, eru kven- felög svona heldur hallæris- leg iyrirbæri. Og þegar rætt er um kvenfélög þá dettur ýmsum fyrst og fremst í hug hópur mið- aldra kvenna í peysufötum að halda kökubasar eða tombólu til styrktar einhverju góðu mál- efhi. Og sumir jafiivel hvá og spyrja: kvenfélög, eru þau enn við lýði, ég hélt að þau hefðu liðið undir lok um miðja öldina. En svo er reyndar alls ekki, þó kvenfélagskonur hafi sjálfar um árabil haft áhyggjur af lítilli endurnýjun í félögunum og hækkandi meðalaldri. Ungum konum hefur einfaldlega ekki þótt spennandi að ganga í kvenfélög eða talið sig hafa öðr- um merkilegri hnöppum að hneppa. Framtíðin í okkar höndum Kvenfélag Húsavíkur fagnaði 100 ára afmæli sínu 13. febrúar 1995. í framhaldi af því fór Katrín Eymundsdóttir, bæjar- fulltrúi á Húsavík og formaður Kvenfélags Húsavíkur, að velta fyrir sér næstu 100 árum fé- lagsins og framtíð kvenfélag- anna í landinu yfirleitt. Verður einhver þörf fyrir félagsskap sem þennan á næstu öld? Munu ungar konur í dag vilja starfa í svona félagsskap? Hverju hafa kvenfélögin í landinu skilað til samfélagsins s.l. 100 ár? Hverju geta þau skilað næstu 100 árin? Og hvert verður hlut- verk félaganna á nýrri öld? Þessum spurningum fór Katrín að velta fyrir sér og nið- urstaðan varð sú að efna til málþings á Húsavík undir yfir- skriftinni: Kvenfélögin á 21. öldinni - Framtíðin í okkar höndum. Málþingið hófst á Húsavík í gær og stendur yfir í dag einnig og er margt forvitni- legt á dagskránni. Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra, ávarpaði samkund- una í gær. Margrét Guðmunds- dóttir, sagnfræðingur, flutti er- indið Hljóðláta byltingin og Jó- hanna Á. Steingrímsdóttir var með erindi sem nefndist Daga- munur, en þær fjölluðu báðar um fortíðina í starfi kvenfélag- anna. Drífa Hjartardóttir, for- maður Kvenfélagasambands ís- lands ræddi um nútíðina og Hrannar Pétursson, fréttamað- ur og Soffía Gísladóttir, félags- málastjóri, veltu fyrir sér spurningunni: Höfða kvenfélög- in til ungs fólks? Háskólarektor mætir til leiks í dag er framtíðin viðfangsefni málþingsins. Hansína B. Ein- arsdóttir flytur erindi sem hún nefnir Konur með framtíðina í farteskinu og Sigríður Guðna- dóttir, sóknarprestur, spyr: Er líknin úr leik? Páll Skúlason heimspekingur og Háskólarekt- or flytur erindið: Hvernig má greina framtíðina, og Katrín Fjelsted, læknir, ræðir sömu- leiðis um framtíðina. Kl. 15.30 verða klukkutíma pallborðsum- ræður um hlutverk kvenfélag- anna á 21. öldinni og að því loknu mun Hansína B. Einars- dóttir taka saman niðurstöður málþingsins. Málþinginu lýkur svo formlega í kvöld með Vor- fagnaði á Hörpu. vissulega áhyggjur af framtíð- inni, þá væri staðreyndin sú að kvenfélög innan vébanda Kven- félagasambands íslands væru 240 að tölu með 20 þúsund fé- lagskonur. í þessum hópi eru kvenfélög háskólakvenna, kirkjusafnaða, verkalýðsfélaga og stjórnmálasamtaka, auk hefðbundinna kvenfélaga. Þarna væri því mikið afl saman komið sem hægt væri að beita til góðs ef samstaða er næg. Kvenfélögin gætu því haft mikil áhrif í þjóðfélaginu og í krafti Qölda félaga sem í framtíð inni á eftir að „Viðhöldum svo dfram að spara til ársins 2010 og er- safnað umtals- verðum ijár- munum til líknar- og góð- gerðarmnála. 500 20.000 konur í kvenfé- lögum Annnað höfuð- mál málþings- ins er stofnun öílugs um þd komnar með milljónir árið koma mörgum ö ' ^ ~ ~ J 2010? tíl hjálpar. ónif. Þd erU drlegir Hugmyndin er Katrin Ey- ° su að hver fe- mundsdóttir vextir orðnir um la-gskona legg* mun í dag gera 100 krónur í grein fyrir hug- JQ mMjónÍr krÓna. á mynd að stofn- •' Og t.d. hentugt un styrktar- sjóðs undir for- merkjunum „Margt smátt gerir eitt stórt.“ Katrín sagði í sam- tali við Dag-Tímann að þrátt fyrir að talað væri um hnignun kvenfélaganna, litla endurnýjun og kvenfélagskonur hefðu Og t.d. hentugt að hver félags- kona hafi litla krukku í eldhúsinu til að setja 100 kallinn í. Ef 20 þúsund fé- lagskonur gera þetta samvisku- samlega eru komnar 2 milljónir á sameiginlegan reikning eftir einn mánuð. Eftir árið verða þetta því 25 milljónir. Og á aldamótaárinu yrði sjóðurinn kominn yfir 100 miHjónir. Þá væri tilefni til að veita styrki úr sjóðnum og vekja um leið at- hygli á styrk kvenna og sam- takamætti. „Við höldum svo áfram að spara til ársins 2010 og erum þá komnar með nálægt 500 milljónir. Þá eru árlegir vextir orðnir um 30 milljónir króna. Auðvitað er varla við því að bú- ast að það takist að virkja allar kvenfélagskonur í þessu máli, en þó ekki nemi helmingur þeirra setti 100 krónur í krukk- una sína mánaðarlega, þá erum við enn að tala um tugi og hundruð milljóna." Þegar er búið að opna bankareikning vegna krukku- sjóðsins, og konur byrjaðar að leggja spesíur í eldhúskrukkur sínar. Og Katrín hristi hróðug sína eldhúskrukku fyrir framan nefið á blaðamanni og khngdi glaðlega í krukkunni, hljóð sem hefði ugglaust fengið Jóakim frænda til að sperra eyrun ef hann hefði verið á næstu grös- um. Á krukku Katrínar stendur talan 500 milljónir og þó slík upphæð komist að sjálfsögðu aldrei í þessa einu krukku, þá rúma kannski 20.000 slíkar krukkur í eldhúsum kvenfélags- kvenna 500.000 milljónir árið 2010. js

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.