Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Síða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Síða 11
^igiaj-Srínmm Laugardagur 10. maí L997*--23< Heilsuhomið á Akureyri hefur unnið sér fastan sess í hugum bæjarbúa. Síðustu fjögur árin hefur rekst- urinn verið í höndum þeirra Þóru Guðlaugar Ásgeirsdóttur og Hermanns H. Huijbens. í Heilsuhorninu fæst ýmislegt sem ekki er hægt að kaupa í hefðbundnum matvöruverslun- um. Þóra nefnir lífrænt ræktað- ar vörur og eins matvörur sem eru án sykurs, án glútens eða án gers en margir þurfa á vör- um af þessu tagi að halda vegna ofnæmis eða sykursýki. Skyndibrjálæði Þóra segir að hvorki hún né Hermann hafi velt heilsufæði sérstaklega fyrir sér áður en þau keypu Heilsuhornið þó bæði hafi haft áhuga á matar- gerð og Hermann reyndar menntaður kokkur. En hvað leiddi þau út í þennan rekstur. „Skyndibrjálæði," svarar Þóra að bragði. Þetta skyndibrjálæði hefur ekki aðeins haft áhrif á starfsvettvang heldin- einnig daglegt h'f því Þóra segir að eft- ir að þau tóku við búðinni hafi þau gjörbreytt matarræði sínu og hugsunarhætti gagnvart mat. Þóra og Hermann flytja mik- ið af sínum vörum beint inn og koma vörurnar frá Hollandi, sem er heimaland Hermanns. Meðal þess sem hinn nýkomni tekur eftir þegar hann lítur inn í Heilsuhornið eru óteljandi teg- imdir af baunum. „Fólk hugsar gjarnan um baunir sem grænar baunir með hangikjötinu eða gular baunir í baunasúpuna en það er hægt að gera svo ótrú- lega margt úr baunum. T.d. álegg, hægt að nota þær í rétti í staðinn fyrir kjöt og fleira," seg- ir Þóra. Hér á eftir koma tvær hollar og góðar uppskriftir úr eldhúsi þeirra Þóru og Hermanns. Nýrnabauna Chilli fyrir sex manns 1 flaska sigtaðir tómatar (eða 1 dós) 4 rauðir chilli 3 hvítlauksgeirar 1 búnt ferskur kóriander (eða 1 tsk. malað) ’/ tsk. sykur '/ tsk. salt 4 msk. jurtaolía 1 meðalstór laukur, skorinn í Þóra Guðlaug Ásgeirsdóttir og Hermann H. Huijbens. teninga 4 meðalstórar kartöflur, hreinsaðar og grófskornar 'á blómkálshaus (sicipt í litlar greinar) 550 g soðnar, sigtaðar nýrna- baunir (ath! geymið soðvatn- ið) svartur pipar sýrður rjómi (til skrauts) Tómatar, chilli, hvítlaukur, kóriander, sykur og salt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Setjið 2 msk. af olíu á pönnu og hellið maukinu í og látið sjóða í u.þ.b. 5 mínútur. Hitið í stórum potti afganginn af olíunni. Steikið fyrst laukinn þar til hann er meyr, bætið svo kart- öflum, blómkáli og baunum útí. Sjóðið í 1 mínútu. Hellið mauk- inu ofan á baunirnar ásamt baunasoði þar tfl rétt flýtur yfir. Sjóðið við vægan hita þar til blómkálið og kartöflurnar eru meyrar. Borið fram með sýrðum rjóma. Hollt og gott snakk Þurrristið sólblómafrœ og graskersfrœ á þurri pönnu eða í ofni. Eftir ristun er hellt örlitlu aftamari eða ekta sojasósu yfir og hrœrt saman meðan frœin kólna. Notist sem snakk og er einnig mjög gott í salöt og með grœnmetisréttum. Heimsókn í Heilsuhomið llatiiifiilii) fj/f) ittei eimilis- homið Sunnudagskakan 4 egg 120 g sykur 80 g hveiti 50 g kartöflumjöl. 1 tsk. lyftiduft 2 msk. kakó 100 g saxaðar möndlur 75 g brœtt smjör Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjafroðu. Sigtið saman hveiti, kartöflumjöl, kakó og lyftiduft og blandið því saman við eggjahræruna. Söxuðum möndlunum og smjörinu hrært saman við deigið. Bakað í vel smurðu raspi stráðu formi ca. 35 mín. Prófið með prjóni hvort kakan er bökuð. Kakan látin kólna áður en henni er hvolft úr forminu. Kakan er svo klofin í tvo botna. Þá er hún sett sam- an með ávöxtum og þeyttum rjóma. Brætt súkkulaði yfir. Formkaka 150 g smjör 250gsykur 3 egg 225 g hveiti 2 tsk. hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 1 tsk. negull 1 tsk. engifer 1 dl rjómi 3 msk. appelsínumarmelaði 15 stk. saxaðar möndlur Smjörið er hrært létt og ljóst með sykrinum, eggjunum hrært út í einu í senn, hrært vel á milli. Hveitinu, kryddinu, rjóm- anum, appelsínumarmelaðinu og möndlunum hrært saman við. Deigið sett í vel smurt form sem er raspi stráð. Kakan bök- uð neðarlega í ofninum við 175° í ca 1 klst. Kökunum hvolft úr forminu á meðan kakan er volg. Ávaxtasalat í ananasávexti 2 ananasávextir 2 appelsínur 200 g vínber 2 bananar rjómi Skerið ananas ávextina í tvennt. Skerið innan úr þeim með hníf svo úr verði 4 skálar. Skerið ananasinn í smábita. Skerið banana í sneiðar, vínber- in til helminga og takið kjarn- ana úr. Skræhð appelsínurnar og skerið þær í smábita. Bland- ið öllum ávöxtunum saman og látið þá í ananas skálarnar. Þeyttur rjómi settur ofan á, eða borinn með í sér skál. Rúsínubrauð 50 g smjör/smjörlíki 3 dl mjólk l'/ tsk. salt 2 msk. sykur 25 g ger ca 475 g hveiti mjólk til að pensla yfir brauðið Smjörið brætt, mjólkinni bætt út í, haft ylvolgt, þá er geri, salti og sykri blandað saman við og sett í skál. Hveitið sett út í smátt og smátt og hrært í á meðan. Deigið hnoðað saman í mjúkt deig. Látið hef- ast í 45 mín. á volgum stað með stykki breitt yfir. Deigið tekið upp á borð og þrýst í 2 sm. þykka lengju. Rúsínunum sstráð yfir lengjuna og henni rúllað þétt saman. Brauðið sett í vel smurt aflangt form og látið hefast í ca. 30 mín. Penslið yfir brauðið með mjólk og bakið það við 225° í ca 25 mín. Fiskibollur f fjóra 600 g hakkað ýsuflak 1 lítill laukur 1 tsk. salt / tsk. pipar 3 egg 2 msk. kartöflumjöl 1 dl kaffirjómi smjör og olía til að steikja úr Hrærið fiskhakkið með salt- inu og piparnum. Ilakkið lauk- inn og hrærið honum ásamt eggjunum, rjómanum og kart- öflumjölinu saman við fisk- hakkið. Látið þetta bíða í 1 klst. í kæliskápnum. hitið smjörið og olíuna á pönnu, formið bollur úr farsinu með skeið og steikið bollurnar við miðlungshita, ekki of mikinn, ca. 7-8 mín. á hvorri hlið, snúið þeim á pönnunni þar til þær eru gegnum steiktar. Það besta sem maður gerir við góð ráð er að gefa þau öðrum. Þau duga hvort eð er aldrei manni sjálfum. Oscar Wilde Sunnudagskjúklingur 500 g niðursoðnir sveppir (sveppasoð eða kjúklingasoð) 3 msk. hveiti 3 msk. smjör 2 dl rjómaskyr Salt og pipar Rifinn ostur Kjúklingurinn kryddaður með salti og pipar. Steiktur í ofni við 200° í ca. 50 mín. Skor- inn í bita, beinin tekin úr, og raðað í eldfast mót. Soðið síað af sveppunum, það er geymt í sósuna. Sveppirnir skornir í minni sneiðar og stráð yfir kjöt- ið. Sósan bökuð upp úr smjöri, hveiti, sveppasoðinu og kjúkl- ingasoði (skolað úr ofnskúff- unni sem kjúklingurinn var steiktur í). Rjómaskyrinu bætt út í og hrært vel saman við sós- una. Hellið sósunni yfir kjötið og stráið rifnum osti yfir. Bakað við 200° í 20 mín. borið fram með hrásalati/kartöflum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.