Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Síða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Síða 12
24 - Laugardagur 10. maí 1997 Jl;tgur-®TOttmt ^Dagur-®mttmt {VLíitaxkrökur Sigríður María Bragadóttir, starfsmaður BSO á Akur- eyri, býður lesendum til veislu. Svínakótilettur bornar fram með ostasósu og fylltum sveppum ættu engan að svíkja og hrefnukjötið í sparifótunum er ekki síður spennandi. En lendir hún ekki í vandræðum með að útvega sér hvalkjöt? „Nei, ekki eftir að Gunni í flsk- búðinni hér á Akureyri fór að selja þetta,“ svarar hún að bragði. Næst í Matarkrók er systir Sigríðar, Rósa Bragadóttir, sem búsett er í Reykjavík. Hrefnukjöt í sparifótum 1 kg hrefnukjöt 1-2 bréf uxahalasúpa 3 msk. sveppasmurostur 200 g ferskir sveppir 1 poki frsonar gulrœtur /1 rjómi mjólk smjörlíki eða olía til steikingar Látið kjötið liggja í köldu vatni í 5-10 mínútur. Skerið í hæfilega bita, og berjið í þunn- ar sneiðar. Veltið upp úr uxa- halasúpu og látið kryddið fara vel inn í kjötið. Steikið á pönnu við góðan hita í 1-2 mínútur á hvorri hlið og setjið í eldfast mót. Sjóðið gulræturnar eftir leið- beiningum. Skerið sveppina niður og veltið upp úr afgangin- um af kryddinu (uxahaladuft- inu) og látið brúnast aðeins á pönnunni. Hellið smá mjólk og rjóma útá og hrærið smurostin- um saman við. Hellið afgangin- um af rjómanum og smá slatta af mjólk á pönnuna og látið þykkna aðeins. Setjið gulræt- urnar yfir kjötið og hellið sós- unni að síðustu yfir. Hitið í ofni á 200° C í 10-15 mínútur. Berið fram með soðn- um kartöflum, hrásalati og rauðkáli. Kvöldjukk 1 poki makkarónukökur / dós perur / dós blandaðir ávextir rauð vínber súkkulaðispœnir Z-Z l rjómi (eftir smekk) Myljið makkarónukökurnar í skál. Skerið perurnar í bita og setjið ásamt helmingnum af safanum, blönduðu ávöxtunum og vínberjunum (skornum í tvennt) yfir kökurnar. Stráið súkkulaðispónunum yfir (því meira því betra) og setjið þeytt- an rjóma ofan á allt saman. Sáldrið aðeins súkkulaðispón- um yfir rjómann til skrauts. Svínakótilettur kótilettur (ca. 4 stykki) ananashringir sveppir ostur svínakjötskrydd paprikukrydd salt og pipar smjörlíki eða olía til steikingar pilsner Steikið kótiletturnar á pönnu og kryddið. Setjið í ofnskúfíú ásamt smá af vatni og aðeins pilsner og látið steikjast í ofni í ca. 20 mínútur á 200° C. Takið úr ofninum og raðið ananas- hring á hverja kótilettu og setjið eins mikið og hægt er af smjör- steiktum sveppum á kjötið. Þek- ið síðan með osti. Setjið í ofninn aftur í ca. 10 mínútur og að síð- ustu stillið á grill í 3-5 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinn. Sigríður María Bragadóttir. Berist fram með ostasósu, fylltum sveppum, bökuðum kartöflum, maísbaunum og an- anashringjum. Ostasósa 1 dolla sveppasmurostur (teg- undin í minni pakkningunum) 1 svínakjötsteningur Z dós sveppir Bacon Pieces beikonbitar (ca. 1 dl) rjómi (má vera kaffirjómi) mjólk pilsner krydd eftir smekk (t.d. sítrónu- pipar, aromat, paprika, Season All og hvítlaukssalt) sósujafnari Setjið smáslatta af mjólk í pott og myljið 1 tening saman við. Bætið smurostinum útí og hrærið vel saman. Hellið svepp- unum ásamt safanum, beikon- bitunum, mjólk og rjóma (eins og hver vill) í pottinn og hrærið. Kryddið. Þykkið aðeins með sósujafnara. Að síðustu smá pilsner eða bjór (má sleppa). Fylltir sveppir sveppir ostur Mynd: GS gráðostur bjór hvítlaukssalt Skerið legginn úr sveppun- um. Setjið ost í botninn, síðan bita af gráðosti. Hellið í 2-3 dropum af bjór og stráið hvít- laukssalti yfir. Veíjið inn í ál- pappír og lokið vel. Hitið í ofni við 200° C í 10 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðinn. Þessa sveppi er einnig mjög gott að hafa með grilluðu kjöti, og með steinasteik eru þeir punkturinn yfir i-ið. Lasagne m/eggaldin og osti Lasagne er eins og sam- loka. Hægt er að setja næstum hvað sem er á milli en samt er það áfram la- sagne. Hér kemur ein uppskrift þar sem fyllingin samanstendur af eggaldin og osti. Ekta ítalskt! lasagne blöð 2 stk. eggaldin (skerið í 1 cm þykkar sneiðar) 1Z msk. salt 1 msk. olífuolía 3 bollar kotasœla 2 hvítlauksrif 2 tsk. maíssterkja '/ bolli ferskur basil Z bolli Parmesan ostur (rifinn) nýmalaður svartur pipar 2 bollar spagettísósa 1 dós niðursoðnir tómatar 2 tsk. rauðvínsedik 1 bolli mozzarellaostur (rifinn) Sjóðið lasagneblöð í saltvatni (ath! sum lasagneblöð þarf ekki að sjóða, sjá leiðbeiningar á umbúðum). Setjið eggaldinsneiðarnar í skál, setjið VA msk. af salti yfir og síðan vatn (nógu mikið til að hylja). Setjð aðra skál yfir og leyfið sneiðunum að sitja í bleyti í 5 mínútur. Sigtið síðan vatnið frá. Smyrjið tvær bökunarplötur og raðið eggaldinsneiðunum á. Bakið í 7-10 mínútur. Snúið sneiðunum við og bakið í aðrar 7 mínútur. Á meðan beðið er eftir að sneiðarnar bakist blandið sam- an í matvinnsluvél kotasælunni, hvítlauknum og maíssterkjunni. Setjið blönduna í skál og bætið basil og 2 msk. parmesan osti saman við. Kryddið með salti og pipar. Blandið saman í aðra skál spagettísósu, tómötum og ediki. Saltið og piprið. Þá er að byrja að raða í eld- fast mót. Fyrst er það 1/2 bolli af sósunni, þá eitt lag að la- sagneblöðum. Næst kemur helmingurinn af eggaldinsneið- unum, 3/4 bolli af sósu og 1 msk. parmesan ostur. Setjð aðra umferð af lasagneblöðum og síðan kotasælublönduna. Enn aftur lasagneblöð, þarnæst afganginn af eggaldinsneiðun- um og síðan 3/4 bollar af sósu. Setjið síðustu msk. af parmesan osti, aðra umferð af lasagne- blöðum og sósu og endið síðan á að setja mozzarella ost yfir allt saman. Setjð álpappír yfir og bakið í 30 mínútur. Takið álpappírinn af og bakið í 10-15 mínútur í viðbót. Látið standa í 10 mínút- ur áður en borið er fram.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.