Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 16
|Dagþr-®mtim 28^-Laugardagur 10. maí 199/ LIF OG LAND Gunnar Sverrisson Ljósmyndari ýJS n JOHANNESARSPJALL Af hvalveiðum og kattaskinnaframleiðslu Jóhannes Sigurjónsson skrifar Um þetL hafa undanfar lær á að drepa hval hvenær á ekki að epa hval, þar er efinn. tonnþunga vandamál :m deilt fram og aftur fa mánuði og ár. (Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hvaða bókun ríkis- stjórnin gerði í málinu.) ’Vanda- málið yið hvalveiðarnar og ákvarðaimtöku í málinu er auðvitað sú að málið snýst e.t.v. fyrst og fremst um tiifinn- ingar og trúarbrögð en ekki um efnahagsleg rök eða skynsemi. Enda flýgur skynsemin einatt út um gluggann þegar tilfinn- ingar og trú eru annars vegar. Tilfinningarnar og trúar- brögðin í hvalamálum hafa hinsvegar gríðarleg áhrif á efnahagslega niðurstöðu þeirra þegar allir þættir eru metnir. Sjálfbær kattaskinna- framleiðsla Þetta er ekki ósvipað hinni frá- bæru hugmynd um sjálfbæra kattaskinnaframleiðslu. Hug- myndin gekk út á það að stofn- setja tvo búgarða og rækta rottur á öðrum og ketti á hin- um. Viðkoman á rottubúgarð- inu yrði slík að duga myndi til að halda öllum köttum á katta- búgarðinum sflspikuðum og sprækum. Rottunum væri sem sé slátrað í matinn hjá köttun- um og köttunum síðan slátrað og þeir flegnir til framleiðslu á kattaskinnpelsum, kattaskinn- töskum og öðrum slíkum varn- ingi. Kattahræin yrðu síðan uppistaðan í fæðu rottanna. Hagfræðilega er þetta brillj- ant hugmynd um sjálfbæran búskap með lágmarks hráefn- iskostnaði. En kattavinum finnst þessi hugmynd auðvitað viðurstyggileg og þar stendur hnífurinn auðvitað í hvalkúnni. Og af þessum sökum gengur hugmyndin ekki upp, tilfinning- ar fólks til katta gerir það að verkum að enginn markaður yrði fyrir framleiðslu katta- skinna. Hvalir eru gæludýr Staðreyndir hvalamálsins eru þær að fjöldi manns úti í hinum stóra heimi, og þar í hópi áhrifarfldr og fjársterkir aðilar, hafa sömu afstöðu til hvala og gæludýranna sinna, hundanna og heimiliskattanna. Þessu hef- ur einhliða áróður áorkað þar ytra. Vísindaleg rök og skyn- samlegur málflutningur smá- þjóða á borð við ísland vega þar aldrei upp á móti. Framhjá þessu verður ekki horft. Björgum amerískum nautgripum! Ef við hefðum nóga peninga, nægan tíma og t.d. stuðning Japana, þá gætum við ef til vill á næstu 30 árum eða svo, kom- ið því inn í kollinn á nógu mörgum áhrifamiklum vitleys- ingum í veröldinni að amerískir nautgripir væru gáfuðustu skepnur á jörð og gott ef ekki guðlegar verur. Þannig að hugsanlega yrði hægt að knýja Kana til að hætta sínu skefja- lausa nautgripadrápi og hama- borgaraáti, (sem auðvitað væri Bandaríkjamönnum fyrir bestu). En þessi leið er tæplega verulega raunsæ og því illfær. Við verðum því einfaldlega að meta allar aðstæður út frá efnahagslegum sjónarmiðum, annað er tímaeyðsla. Og í sjálfu sér virðist þetta ekki vera mik- ið mál, ekki síst fyrir þá sök að við eigum fullt af sprenglærð- um sérfræðingum, hagfræðing- um, sjávarlífíræðingum og markaðsfræðingum, sem fá borgað fyrir að leggja faglegt mat á svona mál. Þeir verða sem sé að áætla tekjur þjóðarbúsins af hval- veiðum og hugsanlega afla- aukningu í kjölfar þess að hvöl- um fækkar. Síðan þarf að bera hagnaðinn saman við herkostn- aðinn af því að hefja hvalveið- ar, missi markaða, fækkun ferðamanna í hvalaskoðunar- ferðir, osfrv. Síðan veljum við bara þá leið sem betur þjónar íslenskum heildarhagsmunum. Hvalavandamálið er sem sé leyst.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.