Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 17

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 17
Jbtgur-®mTtrat Laugardágur í0. maY¥$97 -29 LÍF OG LAND Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. Við stöðuvatn í Kjós er mikil sumar- húsabyggð. Hvert er vatnið? 2. Af hvaða fallega fossi í Borgarfirði er myndin hér efst á síðunni? 3. Skömmu fyrir aldamótin reisti Bogi Sigurðsson verslunarhús í Búðar- dal. Sumarið 1919 var húsið flutt í vaxandi þéttbýli annarsstaðar á landinu, og var í húsinu um ára- tugaskeið afgreiðsla Landsbankans. Á þeim stað stendur húsið enn og er vel við haldið. Hver er staðurinn? 4. í kringum aldamót starfrækti Torfi Bjarnason búnaðarskóla á bæ ein- um í Dalasýslu. Hvar var hann? 5. Við Ósahóla við Bolungarvík, standa merkileg mannvirki. Hver eru þau? ar og Bakkafjarðar? 14. í Streitishvarfi við Beruijörð er ör- nefnið Tyrkjaurð. Af hverju er það dregið? 15. í Skaftáreldunum árið 1783 fór undir hraun kirkjustaðurinn í Með- allandi. Hvað hét staðurinn og hver er núverandi kirkustaður sveitar- innar? 16. Á myndinni hér að neðan sést Vest- mannaeyjabær í flugsýn. Hver er bæjarstjóri þar og hvaða flokkur er í meirihluta í bæjarstjórn? 17. Við bæinn Drangshlíð undir Austur- Eyjafjöllum voru tekin upp mörg at- riði í einni kvikmynda Hrafns Gunn- laugssonar. Hver er myndin? 18.Spurt er um bæ í Villingaholts- hreppi í Flóa. Hann dregur nafnið af láguni fossi í Þjórsá, sem er í landi jarðarinnar, en foss þennan hafði Einar Benediktsson fyrirætl- anir um að virkja snemma á öld- inni. Hver er bærinn? 6. Tvö bæjarblöð á ísafirði koma út með reglulegum hætti þar. Hver eru þau? 7. Vegurinn um ísafjarðardjúp þykir langur, leiðinlegur og torfær. Þvi' velja margir að taka Djúpbátinn. Hvað heitir hann og hver er við- komustaður hans, innst í Djúpinu? 8. Um þessar mundir sýnir Leikfélag Blönduóss leikrit um upphaf versl- unar á staðnum fyrir 126 árum. Hvað heitir leikritið og eftir hvern er það? 9. Hvar var það sem Grettir Ásmunds- son er sagður hafa tekið land eftir sitt frækilega Drangeyjarsund? lO.Spurt um Grímsey. Hvað heitir kirkjustaðurinn þar og hvað heitir nyrsta hús eyjunnar, sem heim- skautsbaugur er sagður kljúfa í tvennt? 11. Með tilliti til íþróttaiðkana er Akur- eyrarbær tvískiptur, á milli Þórs og KA. Hver er sú landafræðilega lína sem oftast dregur mörk milli áhag- enda þessara tveggja liða? 12. í Laufási við Eyjafjörð fæddist mað- ur um miðja síðustu öld, sem er m.a. þekktur fyrir að hafa komið upp garði þeim sem stendur að baki Alþingishúsinu. Hver var maður- inn? 13. Hvað heitir heiðin milli Vopnaijarð- SSOJBQUJn '81 •jníWn uniujBJH ' Ll •snnou -sigætsjiBfs Bjniqutom tnjj||nj uuttq ja 3o ‘uossjtaiJojH uol'ynn jo utnf/íg t uofjsjufæg g j ■JI0ii3utti Jijtati ipui![ -|T>yoj\' i jnyi.>jsnf5(ji>( ipuBjaAnjy unBJii ji -pun joj uias uuunQBjsnfj(j;>( jba iasBui[pH 'Sl •QJUBf>(JjíX l QBQJU §0 BIIB B(j Qldojp ‘Uinddg|>|JBABrs B ipuBjos bBui -uæjofs bjjsoujjjXj upfjB Qipunj ipuoq ijuq JBCj QB IJJIOlj uSpSQpfíj JB QlSojp J0 QjUJBN (rl !Q!0qjn>[iApuBS £1 uossjBuunn jaSíUjj, zi BJ0I9 n 'jnjj[>i uu[jnSnBq So rauifa b bjsjáu jnpuojs uias Qjsnq J0 JBSBg 3o uuunQBjsnf>|j!>[ .ujiaq jt>qjbSq![\ oi SnB[S!jjaj9 Qnnpj ja nu uias uj[0(j SnB| j S[s QBQBq ijBq uuBq qb jSbs jo jbc( So - pupjjSBf>[Áag b !>|Áog q;a puB| qoj Jijjajg 6 uuBuisiSmtjiB ‘sp[BUjy jBuSug J[jj0 ja So sjuBjqaiim spn Jpioq Qiqjqiaq g [QjaSjBJÁaujy jo [dnffj i jstiui um -jnQBjsnfjaj 80 ‘soubjSt,’.] jo uuunjBqdnfQ L qjjsa\ So Bjsaq suuBfæg Bj[oq mn ja jjnds mas mQO|g 9 jOAsp Jjqoq ujBSBfiuuipfs Bjjaq [HBfq So mnsnqjjoj qoui QnqjaA 80 bqbjsqbjbSuipuoi inmoS QSSÁq.inpuo qijoa jnjaq B[oqBsp Q|,\ g IBpsjBipi 1 •ssojios £ •jBssojunBJH '?. •UJBAS[|OJ[BQO[\ I uoas Fluguveiðar að sumri (18) Nauðsynlegar flugur Stefán Jón Hafstein skrifar að var skemmtilegt að sjá bleikjuna í Elliðavatni bylta sér í vatnsskorpunni þegar lygndi 1. maí, á stöku stað vakti fiskur, en ekki tók hann mikið. Ekkert hjá mér, satt að segja. Þetta verður skemmti- legt veiðisumar. Sjálfur er ég með svo mikið af nýj- ungum uppi í erminni að ég get varla beðið. Hef verið ónýtur að hnýta svo nú er hver kvöldstund dýrmæt. Ég mun láta ykk- ur vita hvernig fer með allar þessar nýjungar. Það er fyllllega tíma- bært að huga að gömlu góðu vinunum í boxinu. Ég ætlað að nefna eina flugu sérstaklega, sem all- ir silungsveiðimenn verða að hafa. Pheasant tail. En byrjum á Skues. Tveir frægustu nymfuhönnuðir Bretlands eru G.E.M. Sku- es, og Frank Sawyer. Sku- es bjó til eftirlíkingu af skordýri sem hann sá að silungurinn í bresku smá- ánum var að gæða sér á. Nymfan hans er fjarri öllu hefðbundnu flugnalagi, htín líkist hvorki þurrflug- um snillinganna né hefð- bundnum votflugum hinna klassísku fræða. (Sjá mynd). Og Skues inn- leiddi þá tækni að kasta þessu kvikindi andstreym- is, og láta það sökkva nið- ur til silungs sem hann sá að var í æti undir yfir- borði. Aðferðin sem Skues innleiddi var sem sagt ólík þurrfluguveiði, þegar fisk- urinn tekur í yfirborðinu, eða venjulegri votflugu- veiði, þar sem kastað er þvert eða skáhallt niður fyrir sig. Og nymfan hans ólík öðru. Hreinstefnu- menn í þurrfluguveiði hrylltu sig! Það var svo Sawyer sem þróaði þessa aðferð og breytti nymf- unni í eitthvert frægasta kvikindi samanlagðrar sil- ungsveiði: Pheasant tail nymfuna. (Sjá mynd). Pheasant tail Sawyers er ein af uppáhaldsflugum mínum og má reyna nán- ast alls staðar þar sem er silungur. (Held ég). Hún er fín í stærðum 14-16 þegar fiskurinn er að nærast rétt undir yfirborði. En hún er boðberi válegra tíðinda fyrir fiskinn þegar maður sekkur henni þyngdri niður þar sem hann liggur. Það var framlag Sawyers til heimsmenningarinnar að finna þessa nánast algildu lögun, og þyngja hana. Pheasant tail Sawyers er venjulega þyngd með vír, og stundum vafin með koparþræði að auki. Hnýt- ingin er sú einfaldasta í heimi (á eftir Peacock!). Veljið blýi eða koparvír fratnan við miðju á öngli, búið til smá þykkildi þar sem búkurinn gildnar. Þetta er þyngingin. Efnið er fanir úr fjöður fasana. Endinn á fönunum mynd- ar stélið, (skiljið þær að), þá eru þær vafðar fram saman til að mynda grannan afturbúk, og svo áfram yfir þykkildið sem vírinn myndar og alveg fram að auga. Ekkert ger- ir til þótt glitti í vírinn undir, það er jafnvel betra. Sams konar fanir eru lagðar yfir til að mynda vænghús. (Heil- ræði: farið í uppskriftabók til að sjá þetta útskýrt bet- ur ef þarf. Meira að segja ég get hnýtt vænghús.) Fegurðin við uppgötvun Sawyers er ekki bara lög- unin, sem er snilld, heldur sú staðreynd að hún SEKKUR niður. Til sil- ungsins. Fiskur sem er ekki beinhnis að hamast við að éta um allt vatn, hreyfir sig oft alls ekki upp til að ná í flugu. Flug- an verður að koma til hans. Og það er þá sem maður notar Pheasant ta- il. Það góða við þessa flugu er að maður þarf alls ekki að vanda sig við hana, ótal afbrigði eru fyllilega viðurkennd, og þitt eigið klaufaafbrigði mun virka vel. Og nú eru menn farnir að hnýta hana með kúluhaus! Hún á bara ekki að vera of hlussuleg. Og hlutföllin eins og myndin sýnir. Vænghúsið á að vera ljós- ara en búkurinn, finnst mér. Eða dekkra! Stund- um vef ég grannan kopar- vír fram búkinn eftir að ég vef fanirnar, stundum ekki, en ég reyni oftast að láta glitta í vírverjur þar sem búkurinn gildnar. Svo veiðir maður. Eins og Sawyer, með því að kasta andstreymis og láta fluguna reka frjálst án þess að línan togi í hana. Og svo notar maður fræg- asta herbragð Sawyers, (sumar heimildir segja að lærisveinn hans hafi kom- ið með þetta herbragð), sem kom honum á spjöld sögunnar sem eins mesta andans manns sem uppi hefur verið. Hann kallaði það á sínu máli: „induced take“. Þar sem hann kast- aði á fiska sem hann sá í vatninu lét hann fluguna reka á réttu dýpi fram fyr- ir þá. Þetta á að duga. Ef ekki, kemur bragðið. Þeg- ar Pheasant tail nálgast fiskinn lyftir maður stang- arendanum lítillega, flug- an hækkar sig skyndilega aðeins í vatninu og fiskur- inn bregður við. Þetta heitir að laða fram tök- una! Aðferðin virkar alveg ljómandi þótt maður sjái ekki fiskana. Oft þegar nymfan mín er á reki yfir kunna fiskislóð lyfti ég stönginni til að fá hreyf- inguna sem laðar fram töku. í fyrsta skipti sem þetta virkaði hjá mér var það óvart. Ég var að sýna veiðifélaga hvernig ætti að kasta þyndri mymfu á streng og láta hana reka frjálsa niður með botni. Eftir tvö eða þrjú slík rek kastaði ég, og þegar flug- an var komin hálfa leið niður rétti ég honum stöngina. Um leið kom takan! Ég hafði óafvitandi beitt hinni sögufrægu að- ferð Franks Sawyers: induced take, eða laðað fram töku hjá annars tregum fiski. Nú rétti ég oft ímynduðum veiðifé- laga stöngina ef dauft er yfir fiskum! P.S. Látið vita af vor- veiði, allar fréttir vel þegnar. P.p.s. Nymfa er ungviði skordýra sem ekki hafa púpustig! Mr. Sawyer nymfan: engir fætur, enginn vængur eða kragi. Hlutföllin eru mikilvæg.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.