Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Side 1
LIFIÐ I LANDINU
Miðvikudagur 4. júní 1997 - 80. og 81. árgangur -102. tölublað
Blað
sprækur
Jón Oddsson frjáls-
íþróttamaður kepp-
ir í langstökki og
þrístökki á Smá-
þjóðaleikunum.
Tuttugu ár eru frá
því hann varfyrst
valinn í landsliðið.
etta er svolítið spurning
um andlegu hliðina, að
vera sprækur og hafa
gaman af þessu, vera ekki að
stressa sig of mikið yfir þessu
en vera samt nógu spenntur
með adrenalínið í gangi. Mönn-
um er misvel gefið að ná þess-
um hlutum fram á réttum tíma.
Sumir virðast alltaf geta fram-
kallað þetta í keppni en aðrir
eiga erfiðara með það,“ segir
frjálsíþróttamaðurinn ijölhæfi
Jón Oddsson.
Jón heitir fullu nafni Jón
Halldór Oddsson, fæddur 1958
á ísafirði og al-
inn þar upp við
íþróttaiðkun
frá fyrstu tíð.
Hann er
íþróttamaður
góður, hefur
komið nálægt
mörgum
íþróttagreinum,
keppt í knatt-
spyrnu með
ísafirði og KR
og leikið með
landsliðinu í
fótbolta. Hann
hefur náð langt
í frjálsum íþróttum og ætlar að
halda merki íslendinga á lofti á
Smáþjóðaleikunum ásamt hin-
um frjálsíþróttamönnunum í
landshðinu.
Jón hefur verið vahnn í
landsUðið í frjálsum íþróttum
frá 1977 fyrir utan nokkur ár
eftir slæm meiðsl árið 1984.
Hann hélt áfram í fótboltanum
en varð að endingu að hætta
vegna meiðslanna og hellti sér
út í frjálsar. Hann sækir æfingar
síðdegis og á kvöldin og þjálfar
tvo imga og efnilega íþrótta-
menn, Bjarna Þór Traustason í
langstökki og Rakel Tryggva-
dóttur í þrístökki. Hann býr
með hlauparanum frækna,
Mörtu Ernstdóttur. Marta og
Jón eiga von á barni í haust og
tekur hún því ekki þátt í Smá-
þjóðaleikunum.
Gerðu lukku
Jón fluttist tii Reykjavíkur um
tvítugt, fór í Háskóla íslands og
fór að æfa knattspyrnu með KR
og körfu með íþróttafélagi stúd-
enta. Hann náði meira að segja
svo langt að fara til Barcelona
að spUa í Evrópukeppni bikar-
hafa og er talsvert montinn af.
Hann kom fyrst nálægt fijálsum
árið 1976 þegar þeir fóru
nokkrir fótboltastrákar á árlegt
héraðsmót á Núpi í Dýrafirði.
Þeir mættu aftur og gerðu
stormandi lukku.
Haustið 1980 ákvað Jón að
snúa sér alfarið að frjálsum en
hann var í KR á þessum tíma og
segir að það hafi verið „mór-
alskt leiðinlegt
ár. Síðan kitlaði
alltaf að maður
var búinn að
ná ágætis ár-
angri í frjáls-
um,“ segir
hann. Hann
keppti þó í
knattspyrnu
með ísfirðing-
unum sumarið
1981 og kom-
ust þeir upp í
fyrstu deild.
Hann æfði
frjálsar á vet-
urna, keppti
innanhúss og fór á fullu í fót-
boltann á sumrin allt þar til
hann lagði knattspyrnuskóna
alfarið á hiUuna.
„Árið 1987 var mér boðið á
mót og það var um leið úrtöku-
mót fyrir landskeppni þannig
að ég datt óvart inn í landsliðið
aftur," segir Jón.
Úr magni í gæði
Jón keppir í langstökki og þrí-
„Árið 1987 var
mér boðið á mót og
það var um leið úr-
tókumót fyrir
landskeppni þann-
ig að ég datt óvart
inn í landsliðið
aftur.“
Jón Oddsson frjálsíþróttamaður keppir í langstökki og þrístökki á Smáþjóðaleikunum. Hann keppti með lands-
liðinu í knattspyrnu í tveimur leikjum á árum áður en var fyrst valinn í landsliðið í frjálsum fyrir 20 árum. Myn&.E.ót.
stökki í dag og á morgun en
tekur sér ekkert frí frá vinnu.
Hann segir að það sé margt
sem hafi áhrif á þjálfunina og
árangurinn. Hann hafi æfing-
arnar í miklu magni á ákveðnu
tímabiU. Þeim sé síðan fækkað
og meira hugsað um gæðin,
tæknin sé fínpússuð og þá sé
farið að „hvila og létta og reyna
að vera léttur og ferskur þegar
þar að kemur. Síðan er alltaf
spurning hvernig til tekst, hvort
maður hittir á það. Stundum er
maður of seinn og þá er maður
frekar þungur á sér,“ útskýrir
hann.
Jóni líst vel á leikana og von-
ar að veðrið vérði skaplegt
meðan þeir standa. Keppnin
verði ábyggilega hörð í lang-
stökkinu en í þrístökkinu sé það
einn keppandi frá Kýpur sem
beri af. Hann telur að ekki hafi
verið nógu vel búið að íslensku
keppendimum enda hafi endur-
bygging Laugardalsvallar kom-
ið niður á þeim. Völlurinn hafi
verið lokaður stóran hluta vetr-
arins og mórallinn því ekki
nógu góður.
Móralskt erfitt
„Þetta hefur verið erfitt, bæði
aðstaðan sem slík og stemmn-
ingin. Helmingurinn af æfing-
unum er það að hittast, æfa
saman og peppa hvort annað
upp. Stemmningin hefur verið
mjög döpur en það hefur batn-
að síðustu tvær vikurnar. Það er
ágætis stemmning núna. Það
þarf að byggja spennuna upp
gegnum langan tíma til að liðið
nái sem bestum árangri. Okkur
finnst hálfpartinn hafa gleymst
að undirbúa íþróttamennina,'
segir hann. -GHS