Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Side 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Side 11
jDagur-SIímiitfr Miðvikudugur 4. júnt 1997’- 23 WOM 01 VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Vigdís svarar í símann í dag að venju, milli klukkan 9 og 10. Ertu með spurningu, viltu ráð eða viltu gefa, skipta eða ... láttu Vigdísi vita í síma 460 6100. Algjör trúnaðm- og nafnleynd ef þú vilt. Símbréf til Vigdísar? Þá er númerið 551 6270. Tölvupóstur til Vigdísar? Þá er netfangið vigdis@itn.is — ojajuM Hvað er í matinn? Fyrirtaks hafraborgarar 8 dl vatn 1 hakkaður stór laukur 2 msk. sólblómafrœ 3 msk. sojasósa 1 tsk. laukduft 1 tsk. salt 'Z tsk. basil 'A tsk. oregano ’A tsk. hvítlauksduft 8 dl gróft haframjöl Sjóðið saman lauk og vatn í 10 mín. Bætið öllu hinu útí og sjóðið í nokkrar mínútur í viðbót og hrærið vel í á með- an. Kælið og mótið hamborg- ara úr deiginu. Bakið á bök- unarpappír í ofni við 175°C í um 30 mín. Snúið við og bakið í 15 mín. í viðbót. Gott að pensla með smjöri fyrir bakstur. Með þessu er tilval- ið að borða mikið af græn- meti, setja í hamborgara- brauð, eða búa til sósu og hella yfir. Húsverk Mér Það er fátt jafn hund- leiðinlegt og húsverk. Sömu verkin daginn inn og daginn út. Og maður er ekki fyrr búin að skúra gólfið, þvo þvottinn, ryksuga húsgögnin eða þurrka af, en maður þarf að gera þetta allt aftur. Það er ekki einu sinni svo gott að maður hafi ný húsgögn eða ný föt hverju sinni. Ónei, sömu gömlu hús- gögnin og sömu gömlu fötin, æ ofan í æ. Því miður fyrir okkur kvenfólkið, þá virðist heldur erfitt að þjálfa hinn helminginn til þessara verka, þeir einfaldlega skilja alls ekki um hvað málið snýst. „Ha, þurrka af, en ég gerði það í síðustu viku“, eða „ég er búinn að þrífa klósett- ið, OG þvo vaskinn“. Þegar, það sem eiginkonan átti við þegar hún bað sinn elsku- lega um að þrífa baðher- bergið var auðvitað að gera það eins og hún gerir, þ.e. þurrka úr gluggasyllunni, pússa spegilinn, strjúka skápana að utan, kannski að innan líka ef þarf; þrífa bað- kerið/sturtuna, klósettið og vaskinn, skipta um hand- klæði og þvo gólfið. Og svo framvegis. Vinkona mín ein, sem er afskaplega skipulögð og dug- leg kona, fann góða lausn á sínum húsverkefnum. Ilún gerði lista yfir öll þau verk sem vinna þarf á einu heim- ili og skipti þeim niður á daga, vikur og mánaðarverk. Með því vannst ýmislegt. í stað þess að vera alla daga með nagandi samviskubit yf- ir því að eiga nú eftir að þvo datt það í hug! þetta eða skúra hitt, þá var það á hreinu að þetta verk var unnið á mánudögum og hitt verkið á fimmtudögum. Og alltaf einhver hluti húss- ins hreinn, og þó einhver annar hluti væri ekki alveg eins hreinn, þá var það þó aldrei meira en 6 daga skít- ur. Hinn kosturinn við þetta skipulag var sá, að hver sem er getur gengið í þessi störf, meira að segja eiginmenn, allt er niðurskrifað og skipu- lagt og enginn misskilningur á sér stað varðandi hvaða verk á að vinna hverju sinni. Það geta jú komið upp smádeilur um gæði eða standard, en það er minni- háttar og leysist yfirleitt fljótt, annaðhvort minnkar gæðastandardinn eða við- komandi tekur sig á. Utankvótaýsa með frábærri karrýsósu fyrir 4. 800 g ýsuflök 2 l vatn 2 msk. salt 1 msk. smjörlíki Z laukur Z tsk. kjötkraftur Hvað er í matinn? Z tsk. graslaukur Z tsk. persilja 1 tsk. karrý l'A tsk. hveiti smávegis af mjólk 2 msk. smjör Sjóðið fiskinn í saltvatninu í um 5 mín. Potturinn tekinn af hellunni og látinn standa í aðrar 5 mín. Smjörlíkið brætt á pönnu, smáttskorinn lauk- urinn steiktur þar til hann er mjúkur. Bætið kryddi og hveiti útí og hrærið vel í. Bætið við 1 bolla af vatni og svolitlu af mjólk eftir smekk. Setjið að lokum 2 msk. smjör samanvið og látið malla í 10 mín. og hrærið í af og til. Berið fram með soðnum kartöílum eða hrísgrjónum. TEITUR ÞORKELSSON skrifar Tvö faðmlög Lítum á tvö af rólegri faðm- lögum faðmlagafræðinnnar: í aftan frá faðmlaginu nálgast faðmarinn þann sem á að faðma aftan frá, leggur hand- leggina um mitti hans eða hennar og faðmar mjúkt og hlý- lega. Það er gott að gefa þeim sem stendur og flysjar kartöfl- ur, hnoðar brauð eða þvær pottana við eldhúsvaskinn. Þetta er nokkuð gamaldags faðmlag, enda notað mun meira áður en uppþvottavélar og heimilistæki komu til sög- unnar, en þó enn í fullu gildi. Að baki því liggur hamingjutil- finning og stuðningur sem má gera auðsjáanlegri með því að taka upp viskustykkið og þurrka. Þessi faðmlög eru fyrir allt fólk í sambúð, vini sem vinna við færiband eða eru gjaldkerar og póstflokkunarfólk og horfa mest í sömu átt í vinn- unni. Hlið við hlið faðmlag er sér- lega gott faðmlag að gefa eða þiggja þegar þið eruð á göngu. Þið röltið hlið við hlið með handlegginn um axlir eða mitti hvors annars og þrýstið honum svo þéttingsfast utan um hinn við og við. Þetta faðmlag á líka við þegar þú stendur í langri biðröð með vini þínum og það getur gert það vel þess virði að standa í röðinni. Illið við hlið faðmlagið skapar líka ánægju- leg augnablik þegar þið eruð að bíða eftir strætó eða í röð fyrir utan bíó eða skemmtistað. Flóamarkaður Barnaföt, gefins Ég vil gjarna gefa barnaföt, þau eru af mörgum stærðum og gerðum, frá nýfæddu upp í 4 ára. Margrét, sími 5667106. Nintendo-loftvifta Ég vil skipta á Nintendo tölvu með tveim leikjum og loftviftu. Ég heit Nonni og síminn hjá mér er 566 7106. Vantar Mig vantar garðáhöld, jarð- arberjakassa og tvíbreiðan svefnsófa ef einliver vill gefa slíkt. Síminn hjá mér er 566 8634. Málsháttastafróf úr gömlu stafrófskveri. Allt vill lagið hafa. Á misjöfnu þrífast börnin besl. Brennt barn forðast eldinn. Drjúg eru morgunverkin. Ekki er allt gull sem glóir. Frelsi erfé betra. Gefur góð móðir, þó hún geti ekki. Hálfnað er verk þá hajið er. Iðnin eykur alla mennt. í þörf skal vinar leita. Jafnan er hálfsögð sagan, ef einn segir. Kornið fyllir mœlinn. Litlu verður Vöggur feginn. Mjór er mikils vísir. Náið er nef augum. Oft má satt kyrrt liggja. Ótrú slœr sinn eigin herra. Prjál og skraut kemur mörgum í þraut. Raup er rags manns gaman. Sannleikurinn er sagna bestur. Tamur er barns vaninn. Ungur má, en gamall skal. Úti er þraut, þá unnin er. Viskan er allra landa Ijós. Yst við dyr skal óboðinn sitja. Ýmsir eiga högg í annars garði. Það verður hverjum að list, sem hann leikur. Ætíð hefur iðjumaður nóg að vinna. Öll él birtir upp um síðir. Heilsugæslustöðin á Akureyri Nýtt símanúmer: 460 4600 Þann 5. júní 1997 taka gildi ný símanúmcr í Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Aðalsímanúmer stöðvarinnar verður 460 4600, en hægt verður að hringja beint í flesta starfsmenn á símatímum þeirra. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi, sem dreift hefur verið til allra heimila í umdæmi stöðvarinnar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.