Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 2
14 - Laugardagur 7. september 1996 iDagm-Cmmtn FERÐAÞJONUSTA Ellefta ferðakaupstefna Vestnorden var haldin í íþrótta- höllinni á Akureyri í vikunni. Yfir 600 manns víðsvegar að úr heim- inum voru á staðnum og íþrótta- höllin þvífull af tífi. Fulltrúar ferðaskrifstofa og ferðaheildsala röltu um milli óteljandi bása sem íslensk, grœnslensk ogfœreyrsk ferðaþjónustufyrirtœki höfðu stillt upp til að kynna þjónustu sína. Dagur-Tíminn var á staðn- um, kíkti inn í nokkra bása og spjallaði við gesti á kaupstefnunni. margir. Pessi vígalegi víkingur er frá Hafnarfirði og var á sýningunni til að kynna víkingahátíð, sem Hafnfirðingar ætla að halda næsta sumar. Mynd: jhf þega sem millilentu á Græn- landi og þurftu að bíða fram á næsta dag eftir tengiflugi, eða fyrir farþega sem voru fastir vegna veðurs. Upp úr 1980 fór hinsvegar að verða algengara að ferðamenn kæmu til Græn- lands og sumir þeirra stoppa á Hótel Narsarsuaq í nokkra daga. Þó í Narsarsuaq búi ekki annað fólk en það sem vinnur í tengslum við flugvöllinn og hótelið er ýmislegt í boði fyrir ferðamenn á staðnum eins og t.d. bátsferðir og ferðir upp á jökul. „Aðallega fáum við fólk frá Evrópu og Japan,“ segir Martin. „Almennt má segja að ferða- menn sem koma til Grænlands séu komnir yfir miðjan aldur og hafl ferðast víða. Algengt er að þeir hafi farið mörgum sinnum til suðrænna landa og hafi áhuga á einhverju nýju og öðruvísi. Fæstir ferðamenn lesa sér til um Spán áður en þeir fara í frí þangað en þeir sem hingað koma hafa flestir lesið sér eitthvað til og eru áhuga- samir um landið." Martin segir ferðaþjónustu sífellt mikilvægari atvinnugrein í Grænlandi og við hana séu miklar vonir bundnar. Hann er mjög ánægður með samstarfið við Island og Færeyjar. Vestnor- den kaupstefnan sé góður vett- vangur til að hitta fólk augliti til auglitis sem hann hafi annars aðeins samskipti við í gegnum síma og þetta treysti tengslin. „Jú, svo erum við hér auðvitað til að ná í ný viðskipti. Um það snýst þetta víst allt.“ AI Martin Toft er Dani en hefur búið á Grænlandi undanfarna sex mánuði þar sem hann er hótelstjóri á Hótel Narsarsuaq. Hann segir flesta Dani sem hann þekki í Grænlandi kunna vel við sig, sumir hafi verið þar í áratugi, og sjálfur geti hann vel hugsað sér að búa þar til lengri tíma. „Það er fyrst og fremst fólk- ið. Þarna býr vingjarnlegt og heiðarlegt fólk,“ svarar Martin þegar spurt er að því hvað það sé við landið, sem heilli hann. Hótel Narsarsuaq, þar sem Martin vinnur, er staðsett í Suð- vestur Grænlandi, nálægt Narsarsuaq flugvelli, sem Bandaríkjamenn byggðu í seinni heimsstyrjöldinni. Upp- haflega var hótelið ekki byggt fyrir ferðamenn heldur ætlað sem gististaður fyrir flugfar- „Almennt má segja að ferðamenn sem komi til Grænlands séu komnir yfir miðjan aldur og hafi ferðast víða,“ segir Martin Toft m.a. í viðtalinu. Mynd: JHF Sörine Bertelsen var einn fulltrúa frá Hotel Narsarsuaq á kaupstefnunni og óhætt að segja að hún hafi verið þjóðlega klædd. Mynd:

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.