Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 7. september 1996 JDa0Ur-®tlttttttl iDcigur-ÍEumthtn aí) ittei eimilis- hamið Graflax 1 kg lax 3 msk. salt 2 msk. sykur 2 tsk. nýmalaður pipar 3 msk. þurrkað dill Nýtt dill Laxinn er flakaður, pillið öll bein úr honum, gott er að nota pinsettu til þess. Togið beinin út í þeirri átt sem þau liggja. Þerr- ið laxflakið og leggið það á fat. Kryddinu er blandað saman og því stráð yfir laxinn ásamt nýju dillinu. Þrýstið kryddinu ofan í fiskinn. Álpappír settur yfir fat- ið og það sett inn í ísskáp í tvo sólarhringa. Þegar borða á lax- inn, er kryddið tekið af flakinu og það skorið á ská í þunnar sneiðar. Borið fram með ristuðu brauði og góðri sinnepssósu. Frönsk eggjakaka (,,omeletta“) 5 egg 5-6 msk. rjómi eða vatn 3 msk. smjör Örlítill pipar Eggin hrærð saman með gaffli, án þess að þeyta þau. Bætið vökvanum í. Hitið pönnu með smjörinu, látið það ekki brún- ast. Deigið (eggjahræran) sett á pönnuna; stingið af og til í, svo það komi nýtt niður á pönnuna og allt stífni. Þegar eggjakakan ‘/Vlatarkrókur Sjávarréttir, svínalundir og súkkulaðibaka Jóns Símtöl frá vinum og kunningjum dundu yfir mig eftir að Jóhann skoraði á mig í síðustu viku. Þau vildu vita hvort ég kynni virkilega að elda eða hvort þetta vœri grín, segir Jón M. Ragnarsson, verslunarstjóri tískuverslunarinnar Joe’s á Akureyri. Ég er ekki þekktur af matarsnilld en hef sérlegan ráðgjafa í þeim málurn sem er konan mín, Þórunn Jónsdóttir. Ég er góður aðstoðarmaður í uppvask- inu. Ég hef hins vegar ákaflega gaman af því að borða góðan mat og mæli með þessum réttum, sérstaklega pecanhnetubökunni sem er algjört sœlgœtl Þrátt fyrir grínið hans Jóhanns tók Jón hlutverk sitt alvarlega og mœtti á ritstjórn blaðsins með uppskriftir sem koma vatninu fram í munninn. Jón skorar á Aðalheiði Eiríksdóttur, fjármálastjóra Slippstöðvarinnar, til að koma með sínar bestu uppskriftir í nœstu viku. Sjávarréttaforréttur með camenbertosti Fyrir 6-8 300 g rœkjur 1 poki hörpuskelfiskur 1 dós (8oz) ananasbitar 1 vel þroskaður camenbertostur Sósa: / lítil dós majones ananassafi nokkrir dropar sítrónusafi Skiptið rækjunum, hörpuskel- inni, ananasbitunum og ostbit- um í 6-8 forréttadiska. Blandið varlega saman og geymið á köldum stað fram að fram- reiðslu. Hrærið majonesið út með ananassafanum og sítr- ónusafanum þar til sósan er á þykkt við súrmjólk. Hellið sós- unni yfir réttinn og skreytið með gúrku og melónu. Berið fram með ristuðu brauði. Fylltar svínalundir Fyrir 4 2 svínalundir 600 g 100 g gráðostur 1 tsk. salt pipar 2 msk. smjör 100 g heilir sveppir, ferskir eða úr dós 1/-2 dl rjómi 1-2 msk. hveiti 1 dós (450 g) heilir tómatar kínversk soja steinselja Skerið djúpa rauf í lundirnar, stappið gráðostinn og setjið í raufarnar. Vefjið lundirnar með sláturgarni, saltið og piprið. Bræðið smjörið. Brúnið lund- irnar með á öllum hliðum. Setj- ið sveppina á pönnuna. Lokið henni og steikið áfram í u.þ.b. 15 mín. við vægan hita. Hellið rjómanum yfir og sjóðið í 5 mínútur. Takið kjötið upp, þykkið sósuna með hveitinu hrærðu út í safa af tómötunum. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Bragðbætið með sojasósu. Látið tómatana á pönnuna. Skerið kjötið 1-2 sm þykkar sneiðar. Raðið sneiðunum á pönnuna, hellið sósunni út á og stráið steinselju yfir. Berið fram á pönnunni með soðnum hrís- grjónum, salati og bakaðri kart- öflu. Súkkulaði- pecanhnetubaka Botn: 100 g smjör 180 g hveiti 1 eggjarauða / tsk. salt 3 tsk. vatn Hnoðið deigið, fletjið út og setj- ið í botn og upp með börmum á eldföstu móti. Fylling: 190 g sykur 220 g síróp 3 stk. egg 50 g smjör 125 g Síríus suðusúkkulaði 150 g pecan hnetur (fást í Heilsuhorninu) Þeytið vel sykur og smjör og bætið sírópi í. Setjið eitt og eitt egg í einu í hræruna. Brytjið hneturnar og súkkulaðið smátt og setjið saman við. Hellið yfir botninn í forminu og bakið á 175°C í 40 mínútur. Gott er að láta bökuna aðeins standa áður en hún er borin fram. Berið fram með ís eða rjóma. (Lokið augunum fyrir hitaein- ingaQöIdanum, maður má nú stundum) er orðin gullbrún á botninum og stífnuð að ofan, er hún tilbú- in.. Baksturinn tekur ca. 5-6 mín. Kökunni er svo rennt ofan á disk, sett á hana fylling og brotin saman til hálfs. Fyllingin getur verið margvísleg, t.d. skinka í strimlum, sveppir eða tómatar. Efnið til hennar hefur verið látið krauma aðeins í smjöri, svo það sé heitt. Fljótlegt og gott Ristið stóra franskbrauðsneið. Smyrjið sinnepi yfir, látið þar næst skinkusneið á og svo góða, þykka ostsneið þar yfir. Sett á grill eða í vel heitan ofn í ca. 10 mín. eða þar til osturinn er bráðnaður en ekki brúnaður. Sunnudagsdesertinn 1 dós ananas í sneiðum 1 dós ferskjur 2/ dl þeyttur rjómi Raðið ananassneiðunum á flatt fat, látið ferskju með kúptu hliðina upp ofan á ananassneið- ina. Hellið smávegis safa yfir og stráið smátt söxuðum möndlum eða hnetum yfir. Borið fram með þeyttum rjóma. Gulrótarmarmelaði 1 kg gulrœtur 1 kg strásykur Safi og rasp utan af 3 sítrónum Hreinsið gulræturnar og rífið þær niður. Sjóðið í ca. 15 mín. með sykrinum, sítrónusafanum og röspuðu sítrónuhýðinu. Þetta er svo sett í hreinar hvítar gler- krukkur og lok sett strax á. Aprikósumarmelaði 250 gr aprikósur 2 appelsínur 1 sítróna Ca. 250 gr sykur Aprikósurnar skolaðar, settar í vatn tU næsta dags, hakkaðar með appelsínunum og sítrón- unni. Þær eru hafðar með hýð- inu, skornar í bita og kjarnar teknir úr. Þetta er svo hrært vel saman með sykrinum og er til- búið til notkunar. Ávaxtabolla Z vatnsmelóna Z hunangsmelóna 1 sítróna 1 flaska hálfsœtt hvítvín 200 gr jarðarber l/l eplamjöður Látið melónurnar vera í kæli- skáp yfir nótt. Skrælið þær og Þrír litlir guttar voru að grobba af feðrum sínum. „Pabbi minn á svo flott- an bíl að hann er enga stund á leiðinni heim,“ sagði sá fyrsti. „Pabbi minn er flugmað- ur og hann er alltaf fljótur á leiðinni heim,“ var fram- lag þess næsta. En sá þriðji sagði borg- inmannlegur: „Pabbi minn vinnur á bæjarskrifstofunni og á að vinna til kl. 4 á daginn, en hann er alltaf kominn heim kl. 3!“ Læðan og fressið hittust fyrir utan fjölbýlishúsið. Fressið spurði læðuna: „Eigum við að trúlofa okkur í rólegheitum eða eigum við að vekja alla blokkina?" skerið í teninga, hreinsið burt kjarna. Melónubitarnir settir í stóra skál, sítrónusafi kreistur yfir. Hvítvíninu hellt yfir og þetta látið bíða í kæliskáp ca. 1 klst. Jarðarberin skorin í sneið- ar og þeim bætt út í ásamt ölinu og ísmolum rétt áður en þetta er borið fram. Gott og svalandi í sumarhitanum úti í garðinum. Við brosum

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.