Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 6
18 -Laugardagur 7. september 1996 ,®agur-®mrám Sálarró með tilsögn að handan Andleg miðstöð á Akureyri. s Furuvöllum 13 Akureyri hefur verið opnuð and- leg miðstöð er nefnist Þríhyrningurinn. Skúli Viðar Lórenzson, miðill, er ábyrgðar- maður miðstöðvarinnar en hann er að sögn líklega eini innfæddi Akureyringurinn sem starfar sem miðill. Auk hans mun Lára Halla Snæfells, sem búsett er á Akureyri, starfa við miðstöðina og miðlar hvaðan- æva af landinu munu halda fundi. Þríhyrningurinn verður með bænahringi, heilun, miðlun og ráðgjöf og þar verða í vetur um 13 miðlar með fundi. Skúli seg- ir Þríhyrninginn stofnaðan til að gefa fólki kost á því að rækta sinn innri mann og til að ná þroska á andlegu sviði. „Við verðum með hugleiðslu- og bænahringi þar sem fólk getur komið og beðið og eins geta einstaklingar komið og hugleitt einir og sér. Hér verða miðlar með aðstöðu en einnig vonumst við til þess að heimsækja litla staði út á landi sem eiga oft í vök að verjast að fá til sín miðla og fólk sem starfar að andleg- um málefnum." „Að veita því fólki hugarró sem líður illa“ Skúli hefur verið formaður Sál- arrannsóknafélags Akureyrar í 7 ár en hætti störfum þar í vor. Hann segir Þríhyrninginn ekki klofning frá Sálarrannsóknafé- laginu og vonast til þess að bæði félögin dafni í friði og eigi eftir að eiga ánægjulegt sam- starf í framtíðinni. „Ég hef unnið mikið að and- legum málefnum og í Þríhyrn- ingnum fær fólk að kynnast því sem við erum að gera. Við leggjxnn allt kapp á að þeir sem koma hér inn til okkar fari betri mannverur út aftur. Það er markmið okkar að reyna að veita því fólki hugarró sem líð- ur illa og alls staðar er fólk sem á í eríiðleikum. Við munum t.d. bjóða upp á heilunarnámskeið, námskeið í næmni og hlut- skyggni og miðilsfundi.“ Hlutskyggni felst í því að fólk kemur með hluti sem það raðar á bakka og síðan les Skúli út hvernig mannveru viðkomandi hefur að geyma og einnig sögu hlutanna. „Þannig má segja að ég fari inn í innstu sálarlýti manneskjunnar því þar eru oft Skúli Viðar Lórenzson og Lára Halla Snæfells i bænaherbergi andiegu miðstöðvarinnar, sem nýlega hefur verið opnuð á Akureyri. hlutir sem geyma tilíinninga- ástand persónunnar. Það verða margir hissa á hvað hægt er að lesa úr þessu.“ Skúli segir miðilsfundina vin- sæla enda sé fólk forvitið bæði um sjálft sig og aðra. „Fólk leit- ar inn á þessar brautir til að fá skilaboð frá sínum nánustu og einnig helst uppgangur í miðils- fundum í hendur við erfiðleik- ana í þjóðfélaginu. Þegar við eigum eríltt og leitum eftir sál- aruppbyggingu þá sækjum við á þær slóðir sem eru kannski ekki fyrir augum okkar á hverjum degi. Það er sálarró sem fólkið er að leita eftir með tilsögninni að handan." „Ég tók þá ákvörðun að þetta myndi ég aldrei gera“ Skúli segist snemma hafa fund- ið fyrir andlegum hæílleikum en sem krakki og unglingur hafi hann viljað halda þeim frá sér. „Ég tók þá ákvörðun að þetta myndi ég aldrei gera. Við segj- um oft setningar sem við sjáum eftir þegar við verðum fullorðin og ég lét undan þegar stjórn- endur mínir og velunnarar fóru að ýta á mig. Eins var ég hepp- inn því í kringum mig var fólk sem var tilbúið að aðstoða mig við að hjálpa mér að rækta þá eiginleika sem innra með mér voru. Það er dýrmætt fyrir hvern og einn sem hefur þessa hæfileika að hafa góðar mann- eskjur með sér sem gefa manni þær frístundir sem þær hafa til þess að standa á bak við þjálfun manns á miðilsskap. Þjálfunin er ströng, við lærum alltaf eitt- hvað nýtt á hverjum degi og við þurfum alltaf að vera að taka á málum sem við skiljum ekki hvers vegna koma upp.“ Skúli segir Elínu Sigtryggs- dóttur hafa hjálpað sér mikið fyrstu árin sem hann var við miðilsskap. „Það er mikilvægt að hafa góðan stjórnanda sem vakir yfir því sem er að koma í gegn á hverjum tíma. Þegar EI- ín féll frá fannst mér ég vera munaðarlaus í þessum málum. Þjálfunin tekur langan tíma og þegar við fáum leiðbeinendur okkar í gegn tekur langan tíma að kynnast þeim og vita hvað þeir ætla sér.“ Leiðbeinendur Skúla að handan eru þrír Indíánar, munkur, nunna, langamma hans og fræðari sem heitir Kristján og er frá Skagaströnd. „John, einn Indíáninn, leiðir mig inn í það sem ég er að gera dags daglega en langamma mín, Aldís, passar upp á strák- inn ef svo má að orði komast og að ég sé í því formi sem ég verð að vera. Ég treysti leiðbeinend- um mínum og er þeim þakklát- ur fyrir að vernda mig. Ég er líka þakklátur fyrir að fá tæki- færi til að vinna við þau störf sem ég vinn í dag. Við gætum ekki gert þessa hluti ef við hefð- um ekki bænina okkar og trúna vegna þess að í kringum ljósið sem er í kringum okkur er fyrst og fremst ljós Krists sem við trúum á og treystum." mgh FótboVtagolí Háskólinn á Akureyri Laus er til umsóknar staða deildarfull- trúa heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Starfið er í mótun og krefst tölvufærni, ná- kvæmni og sjálfstæðis. Stúdentspróf eða sam- bærileg menntun áskilin. Háskólamenntun æski- leg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 27. september nk. og um- sóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðumaður heilbrigðisdeildar, Sigríður Halldórsdóttir, í vs. 463 0900 og 463 0902 og hs. 462 7676. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI. HÁSKÓLINIM Á AKUHEYHI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.