Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 3
jBagnr-ÍEmthm Laugardagur 7. september 1996 - 15 n .. ii FERÐAPJONUSTA Lengi verið heillaður af Norðrinu Stan Rasamson hefur komið fjórum sinnum til íslands vegna ferðakaupstefnunnar Vestnorden. Hann er alltaf jafn heillaður af landinu og telur sig geta fjölgað svissneskum ferðamönnum til íslands. Svissneskum ferðamönnum, sem fara í gegnum okkar ferðaskrifstofu, íjölgar ár frá ári. í sumar voru þeir um tvö hundruð en við áætlum að fjölga þeim um 50% á næsta ári, segir Stan Rasamson frá A.P.N. Voyages í Sviss. Þetta er í íjórða skiptið sem Stan heim- sækir ferðakaupstefnuna Vest- norden. Sjálfur er Stan heillað- ur af íslandi og hefur ferðast um landið í hvert sinn sem hann kemur á ferðakaupstefn- una. Síðasta ár fór hann um Suðurland, frá Reykjavík að Vatnajökli, en nú er hann ný- kominn úr ferð um Vestfirði og var ákaflega uppnuminn af feg- urðinni. Stan er frá Mada- gaskar og starfaði þar við ferðaþjónustu, sem leiðsögu- maður sérhæfður í náttúru- skoðun. Madagaskar og ísland eru gjöróhk lönd en ég hef lengi verið heillaður af Norðrinu. Kannski vegna þess að ég finn hérna allt annað en heima hjá mér. Fyrir tíu árum flutti hann til Sviss og hóf störf við ferðaþjón- ustu þar. í stað þess að taka á móti ferðamönnum breyttist starfsvið hans í að senda ferða- menn á nýjar slóðir. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúruskoðun og það var mitt sérfag í ferðaþjónust- unni í heimalandi mínu. ísland er paradís náttúruunnenda og einnig Grænland og Færeyjar. Áhugamenn um fuglaskoðun hafa á fáum stöðum eins mikið að skoða og hér á íslandi. Hann segir að viðskiptamenn hans séu almennt vel upplýstir um land og þjóð þegar þeir koma til að kaupa ferð. Flestir hafi séð þátt um ísland í sjónvarpinu eða hafi lesið sér vel til. Allir viðskiptamennirnir séu að leita eftir náttúrfarinu fyrst og fremst, ekki lúxúshótelum. Hans vinna felist að mestu í því að ganga frá bókunum og benda fólki á ferðaleiðir. Tollverðir óska mér ánægjulegrar dvalar íslensk náttúra er mjög við- kvæm og því leiðbeinum við fólki um landið án þess að stýra því hvert það fer. Flestir vilja ferðast á eigin vegum á bfla- leigubflum. Mitt starf er að panta hótel, benda á tjaldstæði og sérstaklega að vara fólk við að tjalda hvar sem er, bóka skoðunarferðir og þar fram eft- ir götunum. Einnig höfum við milligöngu um hópferðir frá Sviss, segir Stan. Aðspurður um mat hans á ferðakaupstefnunni segir hann að sífellt fleiri ferða- möguleikar séu í boði hér á landi. Flestir þeirra sem koma frá ferðaskrifstofu Stans eru frönskumælandi en margir skilja þó ensku eða þýsku. Það er hörkuvinna að sinna ferða- kaupstefnu, segir Stan. Hann hefur bókað sig í viðtöl frá morgni til kvölds og spjallar við tugi aðila á dag. Samstarfsmað- ur hans er hér einnig og sinnir öðru eins af viðtölum. Mér er alltaf sönn ánægja að koma til íslands vegna þess að hér hef ég mætt góðu viðmóti. Ég hef ferðast um allan heim og hvergi kynnst því annars staðar en hér að tollverðir óski manni ánægjulegrar dvalar í landinu. Annars staðar er stimplað í vegabréfið án þess að líta fram- an í mann,“ segir Stan og hlær. Góðar samgöngur vandamál Þau Heiðdís Magnúsdóttir, Kolbeinn Þór Bragason og Steindór R. Haraldsson voru á Vestnorden kaupstefn- unni til að kynna Ferðamála- samtök Norðurlands vestra. Samtökin hafa innanborðs þrjú ferðamálafélög, eitt í Vestur- Húnavatnssýslu, eitt á Skaga- strönd og eitt í Skagafirði. „Þetta eru samtök ferðaþjón- ustuaðila á svæðinu sem eru að reyna að leggja saman krafta sína og mynda eina heild,“ seg- ir Kolbeinn. Margir landshlutar hafa myndað svipuð samtök til að vinna að sameiginlegum hagsmunum og nefna þre- menningarnir ferðamálasamtök Suðurlands og Vestíjarða sem dæmi. En hvernig skyldi ganga að draga ferðamennina til Norðurlands vestra? „Við höfum átt svolítið undir högg að sækja því við höfum eiginlega of góðar samgöngur. Það er nóg umferð en við þurf- um bara að fá hana til að stoppa. Fólk brunar í gegnum allar þrjár sýslurnar á svona 120 km hraða, gefur sér ekki einu sinni tíma til að pissa, og stoppar svo á Akureyri," segir Kolbeinn og þau Steindór og Heiðdís taka undir. Eitt helsta verkefni samtakanna er því að fá fólk til að hægja á sér og skoða sig um. „Svæðið hefur upp á feikilega mikið að bjóða," bætir Steindór við og nú tekur við upptalning á ýmiskonar þjónustu. Góðar veiðiár, selaskoðun, hestaferðir, Vestur- farasafnið á Hofsósi og svo það nýjasta, bátaferðir, sem hafa verið mjög vinsælar í sumar. Að komast á kortið Algengt er að íslendingar leiti til Norðurlandanna um sam- vinnu í ýmsum málum og því ekki endilega augljós kostur að kjósa fremur að vinna með Færeyingum og Grænlending- um þegar kemur að ferðaþjón- ustu. Þau Steinsdór, Kolbeinn og Heiðdís eru þó sammála um að Vestnorden samstarfið sé á réttri leið því ísland, Færeyjar og Grænland eigi ýmissa sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. „Öll löndin þrjú eiga sér sam- eiginlegt vandamál sem er að koma sér inn á kortið," segir Kolbeinn og telur því ákjósan- legt að þau vinni saman á þennan hátt þó svo að einhver samkeppni kunni að vera um þann litla hluta ferðamanna sem koma til þessara landa. AI Steindór R. Haraldsson (t.v.), Heiðdís Magnúsdóttir og Kolbeinn Þór Bragason. Með á myndinni er Jan Lundbladh, sænskur ferðamálafrömuður, sem var að kynna sér starfsemi samtakanna. uyna jhf

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.