Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 19
IDctgur-ClImTtmt
Laugardagur 7. september 1996 - 31
Satanistar eða saklausir rokkarar?
Umsjónarmaður
Magnús Geir Guðmundsson
á uppleið
Kenny Wayne Shepherd
Ungherji
Allt frá því blúsgítarhetjan
mikla Stevie Ray Vaug-
han fórst fyrir nokkrum
árum í hörmulegu þyrluslysi
eftir tónleika með Eric Clapton,
hafa menn leitað með logandi
ljósi ef svo má segja eftir arf-
taka hans. Hafa margir reynt
að komast í þá aðstöðu, en ekki
náð þótt þeir vissulega margir
hafi haft ýmislegt til brunns að
bera. Á þessu ári hefur hins
vegar komið fram á sjónarsvið-
ið ungur gítarleikari, sem ekki
aðeins hefur sótt í smiðju til
meistarans og haft af honum
kynni frá barnsaldri, heldur
þykir meira en líklegur, hvað
svo sem úr verður, til að öðlast
svipaðan sess og Vaughan.
Heitir drengurinn sem hér á í
hlut Kenny Wayne Sheperd, 18
ára gamall unglingur frá borg-
inni Shreveport í Louisiana,
sem með sinni fyrstu plötu,
Ledbetter Heights, er nú nefnd-
ur sem arftaki Stevie Rays
Vaughan.
Eins og uppskrift af
Hollywoodhandriti
í stuttu máli má segja að saga
Kenny Waynes sé eins og ævin-
týri, eða öllu heldur eins og
sæmileg Hollywoodsúpa um
blús. Sex-sjö ára strákur fer á
tónleika hjá hetjunni (Stevie
Ray), fær að sitja upp á hátal-
arakassa baksviðs og heillast
svo mjög að hann ákveður sjálf-
ur að feta sömu braut. Nokkr-
Gæti orðið hinn
„nýi Stevie
Ray Vaughan“
um árum síðar deyr „gamla“
hetjan hins vegar eftir að hafa
unnið sig upp úr viðjum víns og
eiturlyíja, en ungi drengurinn
kemur íljótlega í hans stað og
er Iofaður og prísaður sem
sannur eftirmaður. Þetta hljóm-
ar óneilanlega „trúlega", en er
samt í hnotskurn sannleikurinn
um Kenny Wayne Shepherd.
Faðirinn
tónleikahaldari
Faðir Kennys hefur á sínum
starfsferli lengst af unnið í tón-
listargeiranum, sem útvarps-
maður, umboðsmaður tónlistar-
manna og unnið að framkvæmd
tónleika í Shreveport. Það var
því oft sem Kenny var með föð-
ur sínum á tónleikastöðum og
kynntist þannig ungur mörgum
af helstu hetjum t.d. blússins og
rokksins. Þeirra á meðal voru
James Brown, ZZ Top og svo
auðvitað Stevie Ray Vaughan.
Nú er heimaborg þeirra feðga,
Shreveport ekki stór á banda-
rískan mælikvarða, íbúar um
150.000, en vegna þess hversu
vel hún liggur, t.a.m. aðeins um
25-30 km. frá Texas og einnig í
námunda við New Orleans og
Memphis, voru stjörnurnar ekki
langt undan og komu tíðum til
borgarinnar. Það var því við eitt
slíkt tækifæri sem Kenny Wayne
hitti Stevie Ray, þá um sjö ára
gamall. Leyfði gítargoðið hon-
um að fylgjast með tónleikun-
um baksviðs og var eftir það
ekki aftur snúið.
Alfarið
sjálfmenntaður
Kenny Wayne hefur starfrækt
hljómsveitina sem spilar með
honum á Ledbetter Heights frá
því að hann var aðeins 14 ára
gamall. Upphafið að henni var
þegar Kenny Wayne hitti hinn
gítarleikara sveitarinnar, Joe,
sem síðan hefur verið hans
mesti máti og samið með hon-
um flest lögin á Ledbetter
Heiglits. Á þessum um Qórum
árum hefur hljómsveitin spilað
víða um Louisiana, Texas og
víðar og vakið sífellt meiri at-
hygli. Öfugt við marga af hans
kynslóð og reyndar eldri gítar-
leikara, er Kenny Wayne alveg
laus við að vera undir áhrifum
frá rokki eða þungarokki ein-
hverskonar og það sem meira
er, hann hefur aldrei notið til-
sagnar á gítarinn. Þrotlausar
æfingar og hlustun hefur fyrst
og fremst mótað stil hans, en
auk Stevie Rays, hafa menn á
borð við B.B. King, Albert King
og Albert Colhns, haft mikil
áhrif á hann. Vakti þessi sér-
staki ungi maður áhuga margra
plötuútgefenda, en það varð
loks Giantútgáfan sem hreppti
Kenny Wayne og félaga. Eftir
útkomu Ledbetter Heights hef-
ur svo tónlistarpressan, sér-
staklega í Bandaríkjunum,
keppst við að heija gítarleikar-
ann unga upp til skýjanna og
ganga margir svo langt, sem
fyrr sagði, að nefna hann sem
hinn nýja Stevie Ray. Skiptir þá
ekki máli, að hann syngur ekki
eins og meistarinn, en hver veit
nema að það komi síðar með
aldrinum og meiri reynslu
(„okkar Stevie Ray“, Guðmund-
ur Pétursson, er t.d. rétt byrj-
aður að syngja að einhverju
marki og gerir það með glans).
Kenny Wayne Shepherd. Á góðri leið með að verða gítarjöfur tii jafns við
átrúnaðargoðið Stevie Ray Vaughan. Eða svo vilja margir meina.
Fjandinn laus
ungarokks/dauðarokks-
sveitin Slayer hefur notið
mikilla vinsælda á síðustu
árum og er ein af þeim fáu úr
þeirri deildinni, sem nokkurn
veginn hefur náð að halda sínu.
Á plötum eins og Ilell Awaits og
Reign In Blodd, var Slayer með
nokkra Satansímynd á sér, sem
síðar kom svo í ljós, eins og
reyndar hjá flestum öðrum sem
líka gefa sig út fyrir shkt, að lítil
alvara var á bak við. Þessi
ímynd, sem auðvitað var til
þess gerð að selja hljómsveitina
á sínum tíma, virðist nú hins
vegar mörgum árum seinna
koma harkalega í bakið á þeim
Tom Araya og félögum, eftir því
sem nýlegar fregnir herma.
Hefur hljómsveitinni, einstök-
um meðlimum og útgáfufyrir-
tæki hennar, American Record-
ings, nú verið stefnt fyrir dóm,
sem óbeinir áhrifavaldar á
morð á 15 ára unglingsstúlku í
Kaliforníu á síðasta ári. Var
henni nauðgað, hún pyntuð og
síðan stungin til bana. Eru það
foreldrar fórnarlambsins sem
stefna Slayer. Ástæðan fyrir
stefnunni er svo byggð á því að
hinir þrír meintu morðingjar,
unglingspiltar á aldrinum 15 til
17 ára, voru sjálfir í dauða-
rokkssveit, sem á að hafa verið
undir sterkum áhrifum frá
Slayer. Það telst hins vegar ekki
líklegt, frekar en áður þegar
ýmsum rokktónlistarmönnum
hefur verið borið á brýn að
vera „hinn stóri orsakavaldur",
að Slayer eða útgáfufyrirtæki
þeirra fái dóm. Spilar þar víst
ekki síst lögmálið um tjáningar-
frelsið stóra rullu, en það er
mjög í hávegum haft hjá Kön-
um, auk þess sem eflaust verð-
ur erfitt að kenna utanaðkom-
andi við bæði orsök og afleið-
ingu.
■m v v nrT’ twm’if mrfif hw wr'rfl’'i’,nr
P O P P
H
Wr
i m
Wv
v
■r»
V*V ’ffSá
• Heidi Berry, dóttir rokk-
kóngsins einstaka, Chuck
Berry, hefur að mestu getið
sér frægð fyrir bíómyndaleik.
Hún hefur hins vegar líka
fengið tónlistarhæfileika í arf
frá pabbanum og syngur víst
bara ljómandi vel. Er nú ný-
komin á markað plata með
stúlkunni, sem nefnist ein-
faldlega Miracle, Kraftaverk.
Ekki er gott að segja hvað
þetta nafn á að merkja, en
víst er að Heidi er fín söng-
kona og þarf ekkert krafta-
verk sér til hjálpar í þeim
efnum.
• Cardigans, Svíþjóðarsveitin
sérstaka, sem gerðist „fs-
landsvinur" snemma á þessu
ári og heimsótti bæði Reykja-
vík og Akureyri, er nú rétt í
þann mund að senda frá sér
sína aðra plötu á alþjóðlegan
markað. Kallast platan því
skemmtilega nafni First Band
On The Moon og má örugg-
lega slá því föstu að margir
aðdáendur liljómsveitarinnar
hér bíða spenntir eftir gripn-
um.
Meistari Megas á tvær endurút-
gefnar plötur nú í september.
• Skífan hefur síðustu tvö ár-
in eða svo staðið að því góða
verki að endurútgefa plötur
Meistara Megasar, Magnúsar
Þórs Jónssonar. Nýjasta út-
gáfan stendur nú fyrir dyrum
í þessum mánuði og er þar á
ferðinni ein af skemmtilegri
plötum Megasar og um leið
ein af þeim umdeildari (og er
þá ef til vill mikið sagt). Þetta
er barnaplatan sígilda, Nú er
ég klæddur og kominn á ról,
sem kappinn gerði með að-
stoð Guðnýjar Guðmunds-
dóttur konsertmeistara árið
1978. Fagnaðarefni fyrir
marga, en miður fyrir suma
aðra.
• í kjölfar Nú er ég klæddur
og kominn á ról mun svo
fylgja, í góðri trú, sem Megas
sendi frá sér í félagi við Sig-
trygg Baldursson Sykurmola
með meiru, Þorstein Magnús-
son og fleiri árið 1988. Var
þarna á ferðinni ef rétt er
munað, tónlist sem Megas
samdi fyrir leikhús.