Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 7. september 1996 Æktgur-Œxmmtt HYRNA ehf BYGGiNGAVERKTAKI . TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 SmíÍum fatoskápa, baiinnréltingar, eldhósinnréttingar og innihuriir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra boðar til fundar miðvikudaginn 11. september stundvís- lega kl. 20.30 í Iðjulundi. Fundarefni: Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til Akureyrar- bæjar. Valgerður Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, Bjarni Kristjánsson, formaður Svæðisskrifstofu, og Þór- gnýr Dýrfjörð koma á fundinn. Allirþeir sem málið varðar eru hvattir til að koma. Stjórnin. Skrifstofustarf - afgreiðsla Óskum eftir að ráða starfsmann fyrir opinbera stofnun. Um er að ræða fullt starf. • Starfið felst í símavörslu, ritvinnslu og annarri tölvuvinnslu, almennri afgreiðslu o.fl. • Góð kunnátta í tölvunotkun og íslensku áskilin. Lögð er áhersla á góða framkomu og lipurð í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. september 1996. Umsóknareyðubiöð liggja frammi á skrifstofunni þar sem nánari upplýsingar eru veittar. RÁÐNINGAR p w/r Endurskoðun Akureyri hf. A t /Irí W löggiltir endurskoðendur Glerárgötu 24, Akureyri • Sími 462 6600 ■ Fax 462 6601 Endurskoðun • Skattaráðgjöf • Rekstrarráðgjöf • Bókhald Foreldraráðgjafi/ starfsmaður Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Akureyri, óskar eftir að ráða sem fyrst foreldraráðgjafa/starfsmann í 50% starf. Þekking á málefnum fatlaðra og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg, ásamt góðri grunnmennt- un og málakunnáttu. Starfið er fjölbreytt og gefandi og býður upp á tækifæri til skapandi vinnubragða. Skriflegar umsóknir ásamt náms- og starfsferli berist skrifstofu Þroskahjálpar í Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri, fyrir 15. sept. Nánari upplýsingar um starfið gefur formaður félags- ins, Lilja Guðmundsdóttir, í síma 462 6558. Að kryfja kött að er margt skrítið í kýr- hausnum og þó sérstak- lega í kýrhaus okkar ís- lendinga. í sinni merku bók um skemmtanir þjóðarinnar fyrr á öldum, sem rituð er 1889, lýsir Ólafur Davíðsson hjátrú og „kreddum" um það hvernig vinna eigi sigur í manntafli. „Ef hvítur köttur er krufinn lifandi, og setið á innyflunum þegar teflt er eða spilað, þá vinnst. Sumir segja að hann eigi að vera grár eða svartur." Óhætt er að segja að Fjalakattargildr- an í ítölskum leik blikni við hliðina á þessu íslenska kattar- afbrigði. Viðkvæmir kattavinir geta þó einnig fundið eitthvað við sitt hæíl í þjóðlegum fróð- leik, því af nógu er að taka: „Tak hjarta, hfur og lungu úr hrafni og herð það við vind, en ei sólarhitann, og lát það í líkn- arbelg og haf undir vinstri hendi þinni, þá þú spilar eða teflir.“ Undrar nú nokkurn að við íslendingar séum svo marg- rómaðir fyrir snilld okkar á skákborðinu? Hvaða önnur þjóð býr yfir Ieynivopnum sem slíkum? Margt annað fróðlegt kemur í ljós þegar söguleg sérstaða landans á sviði skáklistarinnar er skoðuð. Þar ber líklega hæst hin margföldu mát. Eggert Ól- afsson segir í Ferðabók sinni, sem rituð er á miðri 18. öld, að mesti vinningur íslenskur sé ní- falt mát. „Erlendis er einfalt mát látið vera leikslok,“ skrifar Eggert, „en á íslandi leitast hver við að hafa mátið svo margfalt sem honum er unnt.“ Eggert taldi það sýna „mikla taflleikni að geta að staðaldri gert margföld mát, því að það krefur mikillar umhugsunar og einbeitingar hugans," en varaði Systkinin Helgi Áss og Guðfríður Lilja Grétarsbörn skrifa um skák við því að þetta leiddi til ill- deilna. Það þótti hin mesta hneisa að tapa mörgum sinnum sömu skákinni, og þó sérstak- lega ef ákveðin gerð máta, sem kölluð voru „skammarmát", rakti önnur. Mátaröðin „tvö- faldur peðrífur með riddara- pissu, gleiðarmát með tvöfaldri riddarapissu, hornskítur með peðríf og riddarapissu o.s.frv." þótti til dæmis smánarleg. Lái því hver sem vill. Menn uppnefndu þannig hin- ar margvíslegu mátsaðferðir í háðungarskyni við andstæðinga sína. Hér hefði Sigmund gamli Freud komist í feitt í íslenskri þjóðarsál, því að háðsyrði þessi virðast aðallega hafa snúist um tvennt: annars vegar kynfæri kvendýra og hins vegar saur og hægðir. Allir kannast náttúrlega við hið Iýsandi orð „heimaskít- smát“. Færri vita að þetta til- tekna mát er aðeins eitt af mörgum fornum íslenskum „skíts“-mátum sem nú eru gleymd og grafin, svo sem „hornskíts- „ og „blóðskítsmát". Tilhneigingin til að klæmast í mátslýsingum hér fyrr á tíð er jafnvel enn athyglisverðari en hinn gegndarlausi niðurgangur. Það er jafnvel ekki laust við að einhverju Ijósi sé brugðið á landlæga karlrembu (sem sum- ir kalla víst „karlmennsku") ýmissa skákjöfra, þegar þess konar orðmælgi forfeðranna við skákborðið er könnuð. Allt um það í bili. Lítum nú á dæmi um karlmannlegt marg- falt mát. Hvítur fær að leika án afláts eftir að vera búinn að máta einu sinni: 1. Hh8 hróksmát; 2. Hal tvö- falt hróksmát; 3. Dhl flennisk- uð/gleiðarmát; 4. Bf3 biskups- mát; 5. Rc7 riddarapissa; 6. b7 peðsmát; 7. b8D útkomumát. Eftir öll þessi ósköp minnum við á að undanrásir í Atskák- móti íslands heflast í dag og þeim verður fram haldið á morgun. Á Akureyri verður teflt í skákheimilinu við Þingvalla- stræti kl. 14, en í Reykjavík að Faxafeni 12 kl. 13. Allir eru hvattir til að mæta, enda ætti stórglæsilegur sigur Jóhanns Hjartarsonar á alþjóðlegu stór- móti í Winterthur í Sviss nú fyr- ir skemmstu að blása mönnum anda í brjóst. Köttum landans er hins vegar bent á að halda sig innandyra. Ertu íjarskyggn? Eg trúi ekki að þetta sért þú, ég var einmitt að hugsa til þín,“ segir kon- an þegar hún heyrir í vinkonu sinni í símanum. „Ég hlýt bara að hafa sent þér hugskeyti,“ segir vinkonan og hlær. Flest höfum við upplifað senu svipaðara þessari en fæst- ir velta þó fyrir sér í alvöru hvort um hugskeyti hafi verið að ræða enda erfitt að komast að hinu eina sanna. Margt virð- ist þó benda til þess að til sé fólk sem sé fært um að senda eða taka á móti einhverskonar skilaboðum sem ekki er hægt að skýra með öðrum hætti en að um hugskeyti sé að ræða. Hér er einföld leið til að finna út hvort þú, lesandi góður, hafir þennan hæfileika til að bera. Til að finna út hvort þú ert fjarskyggn þarftu spilastokk með 40 spilum og tvær mann- eskjur auk þín. Ein sendir boð- in, önnur tekur á móti þeim og sú þriðja er dómari. Dómarinn, sem situr á móti sendandanum, stokkar spilin og raðar þeim á borð þannig að bakhliðin snúi upp. Síðan snýr hann við einu spili með 15 sekúndna millibili og skrifar niður af hvaða sort spilið er. Sendandinn á að horfa á hvert spil og reyna að koma skilaboðum til móttakandans, sem er í öðru herbergi, hver sortin sé. Sá sem tekur á móti skilaboðunum reynir að giska á sortina hverju sinni og skrifar ágiskun sína niður á blað. Ef um hreina ágiskun væri að ræða væri eðlilegt að u.þ.b. fjórðungur þeirra væri réttur en ef meira en helmingur ágiskanna er réttur er hugsan- legt að hugarorkan hafi hjálpað til. Þriðja emkasýning Þórejjar órey Eyþórsdóttir hefur nýlega opnað myndlistar- sýningu í Gallerí Allra- Handa í Listagilinu á Akureyri og mun sýningin standa til 23. september. Þórey hefur lengi fengist við myndlist og þá eink- um myndvefnað ásamt öðrum viðfangsefnum og er þetta þriðja einkasýning hennar. Að þessu sinni sýnir Þórey myndvefnað og textílverk sem hún hefur unnið að á þessu ári. Orka og jörð eru rauður þráður í verkum hennar en hvor tveggja stendur manninum nærri. Án orku skortir hann afl og án jarðar hefur hann enga fótfestu. Þessi tvö öfl mynda því og móta umhverfi mannsins og líf og um þetta umhverfi fjallar Þórey í verkum sínum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.