Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Page 8
20 - Laugardagur 7. september 1996 jDagnr-ÍDmmn
Blindur eftir slys á íslandi fyrir sjö árum
Útskrifaðist með
hundinum sínum frá
Háskólanum í Dundee
Fyrir rúmum sjö árum slas-
aðist Skoti nokkur í bfl-
slysi skammt frá Akureyri.
Hann heitir Derek Vaughn og
var í heimsókn hjá ættingjum
íslenskrar eiginkonu sinnar, El-
ínar Bjarnadóttur, þegar bfll
keyrði á hann þar sem hann
stóð á gönguskíðum úti á þjóð-
vegi. Meiðsl Dereks voru mjög
alvarleg, hann var meðvitund-
arlaus í sex vikur eftir slysið og
lá á sjúkrahúsi í níu mánuði.
Smátt og smátt náði hann sér
að fullu, nema að einu leyti.
Sjón hans var horfin að fullu og
öllu; Derek Vaughn er blindur á
báðum augum.
Ýmsir hefðu lagt árar í bát
við þetta áfall, en Derek varð
þetta hvatning til nýrra dáða.
Hann var með öllu ómenntaður
en síðustu fimm árin hefur
hann stundað nám í heimspeki
við háskólann í Dundee og út-
skrifaðist með láði nú í vor. Og
ekki nóg með það, heldur fékk
fylgdarhundur Dereks, labrador
að nafni Alf, sérstaka viður-
kenningu frá háskólanum fyrir
góða ástundun og sérstaka
hjálpsemi við eiganda sinn.
Derek Vaughn fæddist í
Dundee og ólst þar upp en lagð-
ist snemma í ferðalög. Pað
hvarflaði ekki að honum að
halda áfram námi eftir að
skólaskyldu lauk, svo mjög sem
honum lá á að njóta lífsins og
skoða sig um í veröldinni. í
nokkur ár vann hann á olíubor-
pöllunum í Norðursjó en flakk-
aði síðan víða um Evrópu og
Afríku, fór meðal annars ein-
samall yfir Sahara eyðimörkina.
Það var við komuna frá Afríku
sem Derek kynntist Ehnu
Bjarnadóttur frá Hofi í Eyjafirði.
Hún var ásamt vinkonu sinni að
tína vínber í Carcassonne í
Frakklandi og þangað kom
Derek að hitta svissneskan
kunningja sinn. Þau Ehn felldu
hugi saman en við lá að sam-
bandi þeirra lyki snögglega af
tómum misskilningi.
Biturleiki hefði ekki
hitt neinn fyrir nema
sjálfan mig
Við unnum öll þrjú á vínekru
nálægt Cognax en síðan ætluðu
stelpurnar til Ítalíu en ég átti
erindi til Ungverjalands. Við
ákváðum að hittast í Grikklandi
eftir þrjá mánuði og mæltum
okkur mót á aðalpósthúsinu í
Aþenu. Ég kom þangað á til-
settum tíma og beið og beið, en
sá hvergi til þeirra. Daginn eftir
kom ég aftur og beið lengi, en
þær létu ekki sjá sig. Að lokum
gafst ég upp og var að ganga
burtu þegar ég kom auga á vin-
konu Elínar. Þá kom í ljós að
þær höfðu setið og beðið eftir
mér á öðru pósthúsi handan við
hornið.
Þau Elín og Derek giftu sig
ári seinna og næstu fjögur árin
var hann á sjó á íslenskum bát-
um. Eftir að Derek hætti á sjón-
um opnaði hann lítið gallerí hér
á landi, en árið 1986 fluttu
hjónin til Skotlands þar sem El-
ín hóf nám við háskólann í
smábænum St. Andrews, sem
kunnur er fyrir virtan háskóla
og ágætan golfvöll. í St.
Andrews hafa þau búið síðan.
Sem fyrr fékkst Derek við ýmis-
legt, rak gallerí og setti upp
sýningar en um jólin 1988 fóru
þau í hina örlagaríku heimsókn
til íslands sem endaði með bfl-
slysinu skelfilega.
Derek man ekki eftir slysinu
sjálfu en það mun hafa gerst
þannig að þegar hann var á
skíðum ásamt mági sínum kom
aðvífandi bfll með kunningjum
þeirra. Derek nam staðar úti á
vegi til að spjalla við þá en þá
kom bfll á móti og bflstjóri hans
missti stjórn á honum í hálj^.
unni og skall á Derek. Sem fyrr
greinir var Derek meðvitundar-
laus í sex vikur og slasaðist auk
þess illa á fæti. Eftir að hann
komst til meðvitundar kom í
ljós að hann hafði misst sjón-
ina. Lífsgleði sína og gaman-
semi hafði hann hins vegar ekki
misst.
Ég áttaði mig fljótlega á því
fylgdarhundurinn Alf, Elín Bjarnadóttir frá Hofi í Eyjafirði, og Derek.
Alf fékk venjulega stúdentshúfu breskra háskólanema þegar hann fékk viðurkenningu frá Dundee-háskóla.
Nokkrum vikum síðar lauk eigandi hans, Derek Vaughn, heimspekinámi frá sama skóla.
að í rauninni var ég mjög hepp-
inn að vera á lífi. Auðvitað
breytti þetta slys lífi mínu en
það breytti mér ekki sem
manneskju. Og ég sá engan til-
gang í að fyllast biturleika
vegna þess sem gerðist. Bitur-
leiki hefði ekki hitt neinn fyrir
nema mig sjálfan.
Eftir að Derek komst á ról á
nýjan leik einsetti hann sér að
auka við menntun sína og fór á
námskeið sem síðan veitti hon-
um aðgang að háskóla. Val
hans á námsefni vakti nokkra
undrun sumra kunningja hans
sem þekktu hann fyrst og
fremst sem léttlyndan og jafn-
vel kærulausan spaugara, en
heimspeki varð ofan á. En
vangaveltur um lífið og tilver-
una hafa alltaf vakið áhuga
Dereks og nú ákvað hann að
taka þetta áhugamál sitt föstum
tökum. Enda þótt þau Elín búi í
háskólabænum St. Andrews fór
svo að Derek settist í háskólann
í Dundee, heimaborg sinni, þar
sem síðarnefndi háskólinn var
auðveldari aðgöngu fyrir fatl-
aða. Derek þurfti því að ferðast
daglega til og frá Dundee og
þótt það ferðalag taki ekki
nema rúman hálftíma segir sig
sjálft að það er annað en leikur
fyrir blindan mann. En Derek
hefur aldrei látið erfiðleikana
við fötlun sína buga sig, heldur
þvert á mót kappkostað að lifa
sem allra eðlilegustu lífi og tek-
ist það með góðri hjálp konu
sinnar, fjölmargra vina sinna og
ættingja.
Væri fyrirlesturinn
góður hraut
hundurinn
Og ekki má gleyma þætti
hundsins Alfs, sem er sérþjálf-
aður blindrahundur sem Derek
eignaðist fyrir sex árum. Derek
fullyrðir að nafn hundsins sé
skammstöfun fyrir alien life
form, eða framandlegt lífsform,
en þeir Alf hafa verið nær óað-
skiljanlegir öll þessi ár og
Derek segir að hann hefði alls
ekki getað stundað sitt nám
nema með hjálp Alfs. Hann hef-
ur verið augu mín, segir hann. í
fjögur ár fylgdi Alf Derek um
ganga háskólans í Dundee og lá
fram á lappir sínar meðan á
fyrirlestrunum stóð. Aðrir stúd-
entar og kennarar kunnu brátt
vel að meta nærveru hundsins
og þar kom að nota mátti Alf til
að meta hversu vel heppnaðir
fyrirlestrarnir voru.
Þegar Alf fór að hrjóta þá
vissi maður að fyrirlesturinn
var góður og allir hlustuðu af
athygli, segir Derek.
Umferðarslys í
Arnarneshreppi:
jEldðágöngu-
skíðamann
- nuttur á spítala
í Reykjavík
Í Alvarlegt umferDar?.lys varð
1 við bseinn Hof * Arnames* ]
hreppí í Eyjafirði <ð• kwW
! annars dags j4,ia* a
| þar í JSja »ra (•amlan mann
1 oe hlaut hann ulvorlega
J höfuaáverka OR Ireiobrol.
1 Tilkynni ver um vlysiö <il
j lögreglu klukkan 21.1«. Hinil
| slasaöi var fluiiur i skyndi u
! Fjöraungtójúkiiihúsia a Akur-
l eyrí oe siðun á spitala i
peykjavik. Utan hans var ;
I eftír atvikum i gter
Tildróg slyssins voru þau aö
II á noröujlciö áöi úl í vcgar-
mti gcigirt barnum Hofi Tvc«r
cnn ágönguskiaumgáfuisig
tal vi» akumann bifrciðar-
,nar. Anitar skíðama9unnn
atð fyrir bifrcið scm kom úr
orðri með íyrrgremdum
nciðingum.
Skyggni var nott bcyio.siy5'
5 v»rð cn noliur hilka. Svo.
irðist sem ðkumaður bifreið-
mnnarremlentiiímannmurn
wfi Windast af ökuliðsum
„vmirbtL bflsins. “P'1
Fréttin sem birtist í Degi 28. des-
ember 1988.
Og í júní-mánuði síðastliðn-
um, nokkrum vikum áður en
Derek sjálfur lauk sínu heim-
spekinámi fékk Alf sérstaka
viðukenningu frá háskólanum
sem afhent var við hátíðlega at-
höfn á sal Dundee-háskóla.
Rektor skólans, dr. Ian Gra-
ham-Bryce, sagði við það tæki-
færi: Við munum sjálfsagt
aldrei fá að vita hversu mikla
heimspeki Alf hefur drukkið í
sig meðan hann sinnti skyldum
sínum sem fylgdarhundur. En
enginn vafi getur þó leikið á því
að almenn þekking á þrætubók-
inni kemur honum að góðum
notum. Hér notaði rektor orðið
dogma sem merkir kenningar
eða þrætubók heimspekinga, en
var að sjálfsögðu einnig leikur
með orðið dog eða hundur.
Og dr. Graham-Bryce sagði
ennfremur: Þessi háskóli veitir
ekki viðurkenningar upp á grín.
Ég hef fengið fregnir af mjög
góðri frammistöðu Alfs og hann
á þessa viðurkenningu svo
sannarlega skilið. Að taka há-
skólapróf er aldrei auðvelt og
það er sérlega virðingarvert
þegar menn eins og Derek ná
slíkum áfanga, þrátt fyrir að
hafa þurft að yfirstíga meiri erf-
iðleika en aðrir stúdentar. Við
erum afar þakklátir fyrir þann
þátt sem Alf á í að gera Derek
mögulegt að útskrifast.
Kjötbein í verðlaun
Alf klæddist að sjálfsögðu
skikkju og var með stúdents-
húfu líkt og venjulegir stúdent-
ar sem útskrifast frá háskólum
á Bretlandi, og viðstödd athöfn-
ina voru að sjálfsögðu Derek og
Elín, en jafnframt þjálfari Alfs,
Mary Scroggie, Paul Brown sem
hefur umsjón með aðgengi fatl-
aðra að háskólanum í Dundee
og fulltrúi fylgdarhundastöðv-
arinnar í héraðinu. Óvíst er
hversu mikils Alf mat það
virðulega skjal sem honum var
afhent við þetta tækifæri en
hins vegar fór ekki á milii mála
að hann kunni vel að meta sér-
stök verðlaun sem honum voru
einnig afhent; þar var um að
ræða gómsætt kjötbein.
Sem fyrr segir útskrifaðist
Derek svo sjálfur nokkrum vik-
um síðar og var þá Alf að sjáif-
sögðu viðstaddur.
Þau Derek og Elín hafa verið
í heimsókn á íslandi undan-
farnar vikur en á meðan hefur
Alf hvflt sig eftir erfitt háskóla-
nám heima í Skotlandi. Þau
hjón eru nú farin af landi brott
að sinni og Derek hyggst
leggjast í ferðalög að nýju.
Hann er á leiðinni til Indlands
þar sem hann hyggst jafnvel
reyna sig við skriftir, enda hef-
ur hann úr nægri lífsreynslu að
moða. Enn verður Alf að sitja
heima, en honum ætti þó varla
að leiðast. Sakni hann hús-
bónda síns um of getur hann
væntanlega drepið tímann með
því að íhuga kenningar Platons,
Leibnitz og Kants, eða einfald-
lega riijað upp bragðið af kjöt-
beininu góða.
Illugi Jökulsson.