Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Side 9
ÍOagur-'CEtmtmt
Laugardagur 7. september 1996 - 21
John Wayne alltaf á uppleið
Sautján árum eftir andlát
sitt nýtur .hann vaxandi
hylli sem einn allra vinsæl-
asti kvikmyndaleikari Banda-
ríkjanna. Auglýsendur reyna að
selja góssið sitt út á hans fræga
nafn. Og stjórnmálamenn
minnast hans sem hetju sinnar
og fyrirmyndar og vitna til
ódauðlegra setninga úr mynd-
um hans. Bob Dole reyndi t.d.
nýlega að sannfæra væntanlega
kjósendur um það, í honum sé
að finna það karlmenni og þann
persónuleika sem einkenndi
nokkrar þekktustu hetjurnar
sem John Wayne túlkaði á hvíta
tjaldinu. Pat Buchanan kvatti
fiokksmenn sína til „að leggja
á“ fyrir kosningaslaginn. Mottói
John Wayne „Go west an keep
right“ skaut sömuleiðis upp í
bjórauglýsingu.
f 11 síðna umfjöllun tímarits-
ins The New Yorkers, um „hið
ótrúlega líf eftir dauðann“ var
m.a. leitt í ljós skoðanakönnum
að John Wayne varð efstur á
blaði þegar Bandaríkjamenn
voru beðnir að nefna uppáhalds
kvikmyndastjörnuna sína.
Wayne skaut þar stórstjörnum
eins og Clint Eastwood, Mel
Gibson, Kevin Costner og Arn-
old Scwarze-
negger ref
fyrir rass.
John Wayne
reyndist enn-
þá tákn „Villta
vestursins" til
stórrar raun-
ar fyrir þá
sem reyna að
feta í fótspor
hans.
Hollywood
heiðraði hann
nýlega — svo-
lítið seint að
ýmsra áliti —
með Golden
Boot verð-
laununum,
sem árlega
eru veitt ein-
hverri cow-
boystjörnu.
Og líkur eru nú taldar á að það
verði Hertoginn, „The Duke“
eins og hann var kallaður sem
hlýtur sérstakan „Óskar“, sem
umtalaðasti leikari ársins.
Enn er talið að áhuginn auk-
ist þegar bandarískar sjón-
varpsstöðvar hefja í þessum
mánuði útsendingar á 12 tíma
þáttaröð um þróunina í vestur-
ríkjunum á síðustu öld. Núver-
andi íbúar vesturríkjanna eru
þó margir hverjir að verða
þreyttir á cowboy-æði landa
sinna, m.a. vaxandi straumi
uppa sem síðari árin þyrpast til
Klettaíjallaríkjanna; Montana,
Wyoming og Colorado, þar sem
þeir skipta út jakkafötunum og
stresstöskunni fyrir cowboystíg-
vel og söðla.
Til að byrja með þótti fengur
að þessum velstæðu gestum og
dollurimum þeirra. En í fleiri
og fleiri bæjum kvarta heima-
menn nú yfir að „Vestrið" sé
ekki lengur það sem það áður
var. Óspillt víðátta sé að breyt-
ast í úthverfi og golfvelli og svo-
kallaðir „cappuccino-cowboy-
ar“ séu komnir vel á veg með
að breyta hinum hefðbundnu
rodeo-sýningum heimamanna í
hreina eftirlíkingu af „Rodeo-
Drive“, þ.e. hina frægu verslun-
argötu í Beverly Hills.
Ýmsir óttast að áhrifin verði
stórhækkað fasteignaverð sem
hreki venjulegt launafólk frá
heimabæjum sínum.
Starfsmaður óskast
Stórt stéttarfélag á höfuðborgarsvæðinu óskar
eftir starfsmanni.
í starfinu felst m.a. útgáfa fréttabréfs, almannatengls
o.fl.
Hlutastarf kemur til greina.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist til blaðsins fyrir 13. september 1996
merkt: 2888.
Öllum umsækjendum verður svarað.
FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ
Á AKUREYRI
Skrifstofumaður
Laus er til umsóknar 100% staða skrifstofumanns
á skrifstofu FSA frá 1. október nk. Staðan veitist til
eins árs með möguleika á framlengingu.
Um er að ræða vinnu við bókhald, launaútreikning og
fleira.
Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á bókhaldi og góða
hæfni og reynslu í tölvunotkun.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Vignir Sveinsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri FSA, og skulu umsóknir
sendast honum fyrir 20. september nk.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI
- reyklaus vinnustaður -
Meðlimir í Félagi íslenskra listdansara
BALLETT SKÓLI
Skúlatúni 4
Kennsla hefst
miðvikudaginn 18. september
Byrjenda- og framhaldsflokkar frá 4 ára
Innritun og upplýsingar í
síma 553 8360 frá kl. 15-18
Mál verkauppb o ð
í SjaUamun simnudagskvöld
Akurevrarmynd Krislínar Jónsdóttur írá því imi 1914.
Galleri Borg hcldur málverkauppboð í Sjallanum sumiudaghm 8. september kl. 20.30. Boðin verða upp um
70 málverk, flest eftir þekktustu listameim þjóðarhmar, og má nefna verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrim
Jónsson, Jón Stefánsson, Gunnlaug Böndal, Jón Engilberts, Gumúaug Scheving, Mugg, Þórarin B. Þorláksson,
Karólínu Lárusdóttur, Eirík Smith, Nhiu Tryggvadóttur, Snorra Arinbjamar. Þá verða boðnar upp tvær myndir
eftir Kristínu Jónsdótturogerömiurmáluð áAkureyrium 1914. Ehinig verða boðin upp persnesk teppi.
Uppboðsverkiii eru sýnd í Mánasal Sjallans laugardagmn 7.
og suunudagiun 8. september kl. 14-18.
Listmunir-Sýningar-Uppboð
Art dcalers - Exhibitions -Auction
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði
FSÍ óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga
í lausar stöður á legudeildum (Bráðadeild og Öldrunar-
deild) sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 23. september nk.
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að afla sér upplýs-
inga um starfsaðstöðu og kjör.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri eða hjúkrunardeild-
arstjóri Bráðadeildar í síma 456 4500.
FSÍ er nýtt sjúkrahús, mjög vel búið tækjum, með fyrsta flokks vinnu-
aðstööu. Spítalinn þjónar norðanverðum Vestfjörðum. Við veitum
skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyf-
lækninga, fæöingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysa- og áfallahjálpar
og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförn-
um árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfsfólki,
nýjum og góðum tækjabúnaði, fyrirmyndar vinnuaðstöðu og ánægð-
um viðskiptavinum. Starfsmenn FSÍ eru um 100 talsins.
----------------------------------------------------------------------------"\
AKUREYRARBÆR
Aukavinna
Óskum eftir fólki til að sinna stuðningi við börn
og unglinga og tilsjón við fjölskyldur.
Hér er fyrst og fremst um að ræða hlutavinnu sem í
flestum tilfellum er unnin seinnipart dags, á kvöldin
og/eða um helgar.
Boðið verður upp á námskeið sem er fyrirhugað í
lok september.
Skráning og allar nánari upplýsingar eru veittar á
Félagsmálastofnun Akureyrar, Glerárgötu 26, sími
460 1420 hjá Önnu Marit eða Guðrúnu Höllu fram til
13. september.
J