Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Qupperneq 10
22 - Laugardagur 7. september 1996 JQagur-ÍEmrám
Kafað innan um
risaskjaldbökur, skips-
flök og kóralrif
Þrír Eyjapeyjar létu
sér ekki nægja að
dreyma heldur
skelltu sér í
draumaköfunarferð
sína til Jamaíku og
lentu í ævintýrum
ofansjávar og
neðan.
Draumur allra kafara;
hreinn og tær sjór við
Jamaíku og að synda
innan um risaskjaldbökur,
skipsflök og kóralrif, slappa svo
af á ströndinni innan um yngis-
meyjar með gott í glasi. Þrír
ungir Vestmannaeyingar létu
sig ekki nægja að dreyma, líkt
og Eyjapeyja er von og vísa.
Þessir hressu piltar skelltu sér í
draumaferðina sína fyrr á árinu
til Jamaíka og lentu í ævintýr-
um ofansjávar og neðan.
Þremenningarnir Sighvatur
Bjarnason, Gunnlaugur Er-
lendsson og Hjálmar K. Helga-
son, allir rúmlega tvítugir, undu
sér á sundskýlum í 20 gráðu
heitum sjónum dag eftir dag við
bestu hugsanlegu kafaraað-
stæður við strendur Jamaíka.
Þeir dvöldu í þrjár vikur á vest-
urströnd Jamaíka, í þorpinu
Negril, og fóru út gagngert til
þess að kafa og auðvitað til að
njóta lífsins lystisemda á þess-
ari reggae-eyju.
Draumaköfunarferðin til
Jamaiku kom fyrst til tals síð-
astliðið sumar þegar þremenn-
ingarnir voru á köfunarnám-
skeiði. Allir hafa þeir haft
brennandi áhuga á köfun í
mörg ár og eru starfandi hjá
Björgunarfélagi Vestmanna-
eyja.
Ævintýraleg
næturköfun
„Ferðin stóð undir öllum okkar
væntingum og gott betur. Þarna
voru skipulagðar köfunarferðir
tvisvar á dag. Stundum var
næturköfun sem var hreint æv-
intýraleg. Skyggni í sjónum við
Jamaíku er frábært eða 30 til
40 metrar. Við íslandsstrendur
má þakka fyrir ef skyggnið nær
sjö metrum, sem segir ýmislegt
um skilyrðin. Við köfuðum mest
niður á 50 metra dýpi, á sund-
skýlunum, en ekki er ráðlagt
fyrir sportkafara að kafa dýpra
en 40 metra. Hins vegar voru
aðstæður hinar ákjósanlegustu
þannig að við biðum ekki tjón
af,“ segir Sighvatur.
Gunnlaugur segir að um-
hverfið í sjónum hafi verið
hreint ævintýri. „Við köfuðum
una í þorpinu Negril brutust út
óeirðir. Bærinn logaði í óeirðum
en þeim tókst að komast lifandi
út úr því.
Að lokinni þessari ævintýra-
ferð til Jamaíka komu þre-
menningarnir við á Miami í
Bandaríkjunum. Þar fóru þeir
m.a. inn í kafarabúð og hálf-
partinn töpuðu sér þar inni.
Þurftu að hringja heim til ís-
lands til að fá aukaheimild á
kortin en fyrir vikið voru þeir
mjög vel búnir tækjum til köf-
unar!
Viðbrigðin frá heitum og
þægilegum sjónum við
Jamaíkastrendur og að fara í
ískaldan sjó við íslandsstrendur
voru mikil. En það var huggun
harmi gegn að hvergi er betra
að kafa við íslandsstrendur en
við Vestmannaeyjar.
ÞoGu/Eyjum
innan um kóralrif, í hella,
skipsflök og flugvélaflök. Þarna
voru tvö flugvélaflök og okkur
skilst að öðru þeirra hafi verið
komið fyrir þarna. Mikið var af
smáfískum í öllum regnbogans
litum. Sem dæmi voru þarna
barracuda og murenier, að
ógleymdum risaskjaldbökunum.
Við náðum taki á einni slíkri en
hún var fljót að sparka okkur
af. Reyndar var okkur svo
bannað að leika þetta því risa-
skjaldbökurnar þola ekki svona
áreiti."
Þremenningarnir fóru einnig
í næturköfun og segja henni
vart lýst með orðum. Hún var
með ólíkindum. Þeir urðu varir
við mikið af risahumri og kol-
krabba. Þá fylltist sjórinn af
ljósátu sem eru lítil skorkvik-
indi. Þegar þeir slökktu á Ijós-
unum var sjórinn iðandi. Þeir
voru sterklega varaðir við að
lýsa framan í hvern annan því
þá settist ljósátan í andlitið og
gat verið lífshættulegt.
Ævintýri ofansjávar
og neðan
Þeir félagar Iærðu einnig mikið
af köfuninni, t.d. svokallaða af-
þrýstibið sem felst í því að fara
upp á yfirborðið í þrepum til að
koma í veg fyrir köfunarveiki.
Lengst voru þeir í kafi í eina
klukkustund og tíu mínútur en
við íslandsstrendur eru kafarar
ekki lengur en 45 mínútur í
einu undir yfirborði hafsins.
Þeir hvetja allt áhugafólk um
köfum að skella sér til Jamaíka,
sérstaklega yfir vetrartímann til
að stytta veturinn.
Ævintýri piltanna gerðust
einnig ofansjávar. Síðustu vik-
Jamaíka
Jamaíka er eyríki í Karíbahafi í Vestur-Indíum. Þetta er há-
lend eldfjallaeyja og liggur meginíjallgarðurinn um miðbik
hennar frá austri til vesturs. Láglendið er við ströndina og
góðar hafnir. Á Jamaíku er hitabeltisloftslag, þarna er kon-
ungsríki og íbúafjöldi tæpar þrjár milljónir. Eyjan er níundi
hluti af stærð íslands. Meðal ævilengd er 68 ár Kjá körlum
og tæp 73 ár hjá konum. Opinbert mál er enska og mót-
mælendur eru í meirihluta. Helstu útflutningsvörur eru
báxíti, sykurreyr, bananar, kaffi og tóbak. Miklar tekur eru
af ferðaþjónustu. Kólumbus fann eyjuna 1494 og skömmu
síðar útrýmdu Spánverjar innfæddum. Eyjan var spænsk
nýlenda frá 1509 til 1655 en þá lögðu Englendingar hana
undir sig og varð hún miðstöð þrælaverslunar til ársins
1833. Jamaíka fékk heimastjórn 1944 og fullt sjálfstæði inn-
an breska heimsveldisins 1962.