Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Side 4
16 - Laugardagur 21. september 1996
jDagur-®úmrat
MENNING O G LISTIR
Leir
í tilefni af 15 ára
afmæli Leir-
listarfélagsins
hafa félagsmenn
sett upp sýningu
í Hafnarborg í
Hafnarfirði undir
yfirskriftinni
Leir í lok aldar.
Sýningin, sem verður opnað
í dag Mukkan 14:00, sam-
anstendur af verkum 26
listamanna og eru öll verMn ný.
í fréttatilkynningu félagsins
kemur fram að áhugi almenn-
ings á leirlist fari vaxandi og að
sama skapi séu þeim lista-
mönnum að fjölga sem kjósi að
leggja leirlistina fyrir sig. „í erli
nútímans kunna æ fleiri að
meta leirinn, þetta náttúruefni,
Sýnishorn af verkum félagsmanna í Leirlistarfélaginu.
sem ummótast í skapandi
höndum leirlistarmannsins,"
segir í tilkynningunni.
Leirlistarfélagið var stofnað
árið 1981 og voru stofnfélagar
11 en í dag eru félagar 39. Ing-
unn Erna Stefánsdóttir, formað-
ur félagsins, segir að í upphafi
hafi markmiðið með félaginu
verið að gæta hagsmuna félags-
manna og að fylgjast með þró-
un leirlistarinnar utan land-
steinanna. „Það voru líka uppi
hugmyndir um að gera hagstæð
innkaup saman og jafnvel að
hafa sameiginleg verkstæði en
það er þó ekM fyrr en þessi síð-
ustu ár að fólk hefur farið að
rugla saman reitum sínum. Nú
er orðið töluvert algengt að
tveir listamenn, og allt upp í
ljóra eða fimm, séu saman með
verkstæði."
Af 39 félagsmönnum eru að-
eins þrír karlmenn. Ingunn seg-
ir þetta óvenjulegt þar sem er-
lendis sé algengara að karl-
menn starfi í leirlist. Þar gangi
leirlistin mann fram af manni
og tengist ákveðnum fjölskyld-
um en hérlendis séu engar shk-
ar hefðir enda tiltölulega stutt
síðan listamenn fóru að gefa
leirnum gaum. Sýningin í Hafn-
arborg verður opin 12:00-18:00
daglega nema þriðjudaga til 15.
október. AI
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni.
aldar
lok
í
Bók fyrir allar konur
Fróðleikur um kvenlíkamann, konuna
sem kynveru, snyrtivörur, sjúkdóma,
sálarlíf kvenna, nauðsynleg næringar-
efni og öldrun kvenna. Þetta og
ýmislegt fleira allt í sömu bókinni.
BóMn heitir Kvennafrœð-
arinn, undirtitill er Leið-
arvísir um lífið, og ef
marka má orð höfundarins á
hún erindi til allra kvenna frá
gelgjuskeiði til grafar. Það er
Vetrarstarf Kórs
Akur eyr arkirkj u
bókaútgáfan Forlagið
menning sem gef-
ur hana út.
Áður hafa
komið út
hér-
lendis
bækur
með
sama
nafni
eða svip-
uðu en
og Mál og skýrt skal teMð fram að hér er
ekM um endurútgáfu á þeim
bókum að ræða heldur
glænýja bók skrifaða
af breska lækninum
dr. Miriam Stoppard.
Dagur-Tíminn
sló á þráðinn til
þýðandans, Guðrúnar
Svansdóttur, til að for-
vitnast um hverskonar
bók hér
væri
ferðinni og hvort hún væri á
einhvern hátt ólík fyrri
„Kvennafræðurum".
„Þessi bók er einskonar upp-
flettibók fyrir konur. Hinar hafa
reyndar verið það líka en þessi
er nýrri. Þetta eru stuttar
greinar um ýmis efni sem
sMpta máli. T.d. er fjallað um
líffæri og starfsemi líkamans,
tíðarhvörf, meðgöngu og fæð-
ingu en þar að auM er komið
inn á efni sem konur eru farnar
að hugsa meira um. T.d. er kafli
um snyrtingu og snyrtivörur,
sem er oft ekM í svipuðum bók-
um, og eins er íjallað um
ilmolíur, nálarstungumeðferð
og ýmislegt sem er ekM endi-
lega viðurkennt allsstaðar,"
segir Guðrún.
Bókina telur Guðrún vera
fyrir konur á öllum aldri en
nefnir sérstaMega að hún geti
verið gagnleg ungum stúlkum
og konum sem skorti sjálfs-
traust. „Þetta hjálpar þeim
aðeins að skoða sjálfa sig og
öðlast sjálfsöryggi. Þarna
sjá þær að það er allt í lagi
þó við séum ekki allar eins. í
bókinni eru myndir af allskon-
ar konum: feitum, mjóum,
brjóstalausum, með allt of stór-
an rass og svo framvegis og
þetta held ég að sé
hverjum hollt að
sjá.“
AI
Kór Akureyrarkirkju er nú
að heQa vetrarstarf sitt.
Aðalverkefni kórsins í
vetur eru tvö. Á jólasöngvum í
Mun flytja Gloria eftir
Francis Poulenc á
Kirkjulistaviku ásamt
Sinfóníuhljómsveit
íslands.
desember ílytur kórinn Söngva-
sveigur (Ceremony of Carols)
eftir Benjamín Britten og á
Kirkjulistaviku í apríl ’97 ílytur
kórinn Gloria eftir Francis Pou-
lenc ásamt Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Kórinn syngur við reglulegt
helgihald í Akureyrarkirkju og
er honum sMpt í ijóra messu-
hópa sem skiptast á að syngja
við messur. Einu sinni í mánuði
syngur kórinn þó allur við
messu, sem og á hátíðum og við
sérstök tækifæri.
Inntökupróf fyrir nýja félaga
verða í kapellu Akureyrarkirkju
mánudaginn 23. september og
þriðjudaginn 24. september á
milli klukkan 17:00 og 19:00.
Hægt er að fá allar nánar
upplýsingar hjá Birni Steinari
Sólbergssyni, stjórnanda kórs-
ins, í síma 462 7700 eða
462 5642