Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Qupperneq 5
jOagur-ÍEtmmit Laugardagur 21. September 1996 17 MENNING O G LISTIR Organistar eru deyjandi stétt á íslandi Hann byrjaði að læra á píanó 8 ára gamall og hefur því lagt stund á tónlist í 20 ár. Nú er hann nem- andi við tónlistarháskólann í Dusseldorf í kantorsnámi, sem er organista- og kórstjórnanda- nám. Kári Pormar er eini ís- lendingurinn sem leggur stund á framhaldsnám í orgelleik í dag. Kári K. Þormar var staddur í stuttri heimsókn á íslandi á dögunum og hélt tónleika í Sel- fosskirkju. „Það er gott orgel hér,“ segir hann en maðurinn ætti að hafa samanburð því Kári hefur á undanförnum ár- um spilað vítt og breitt um Evr- ópu á orgel af öllum stærðum og gerðum. „Það er hluti af náminu,“ útskýrir hann, „en draumurinn er að spila í Notre Dame í París". Kári byrjaði í tónlistarnámi í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði þegar hann var átta ára gamall og lærði þá á píanó. 1993 lauk hann píanókennaraprófi en kennari hans síðustu árin var Jónas Ingimundarson. Sama ár lauk Kári orgelprófi hjá Herði Áskelssyni og hafði þá kynnst hljóðfærinu sem áttí eftir að vera mikill áhrifavaldur í lífi hans. „Helgi Bragason, organisti í Kári K. Þormar er eini íslendingurinn sem er í framhald- sorganistanámi í dag. Hafnarijarðarkirkju, hafði mikil áhrif á hvað óg gerði eftir kenn- araprófið. Ég söng í kirkjukórn- um hjá honum og smátt og smátt heillaðist ég af orgelinu. Hörður Áskelsson var mikill ör- lagavaldur líka og ég fékk að spila reglulega á nýja orgelið í Hallgrímskirkju, það var mikill heiður. Svo var þetta líka spurningin um framtíðina. Mér fannst ein- faldlega lítil framtíð í því að kenna á píanó og fáir aðrir at- vinnumöguleikar voru í boði. Organistastéttin er deyjandi stétt á íslandi og þá er ég að tala um menntaða organista. Ég er eini íslendingurinn í Kári K. Þormar. framhaldsnámi í dag í þessum fræðum.“ Kantorsnámið er fjöl- breytt og tekur til allra þátta í kirkjutónlist: „Við lærum hljóm- sveitarstjórn, kórstjórn, pi'anó- leik, söng að ógleymdum orgel- leik. Þetta er ÍJölbreytt og krefj- andi nám.“ í nóvember er ætlunin að halda mikla menningarhátíð í Essen í Þýskalandi þar sem norræn menning verður kynnt. Kári ætlar að kynna íslensk tónskáld fyrir gestum þar og spilar tónverk eftir Jón Nordal, Pál ísólfsson og Þorkel Sigur- björnsson svo einhverjir séu nefndir. íslensk kvikmyndagerð verður einnig kynnt á hátíðinni. Kári er ættaður úr Hafnar- firði. Unnusta hans, Sveinbjörg Halldórsdóttir frá Neskaupstað, fór með honum til Þýskalands og leggur hún stund á matvæla- fræði í háskólanum í Bonn. Kári á tvö ár eftir í námi sínu en hvað tekur þá við? „Ég er ákveðinn í því að koma heim að loknu námi og reyna fyrir mér hér. Kirkjutónlist á íslandi er í háum gæðaflokki. Kirkjukórar á íslandi eru mun betri en stærri og öflugri kórar í Þýska- landi. Ætli það sé ekki vegna þess að það er eina hljóðfæri okkar í gegnum aldirnar.“ segir Kári K. Þormar. -hþ. Mynd: -hþ Síðustu haust- tónleikarnir í Selfosskirkju Undanfarin ár hafa verið haldnir vikulegir haust- tónleikar í Selfosskirkju þar sem ýmsir listamenn hafa komið fram. í ár hafa verið haldnir fjórir tónleikar og hefur áhersla verið lögð á orgelleik. Glúmur Gylfason hélt fyrstu tónleikana, þá Guðjón Halldór Óskarsson, síðan kom Mark A. Andersson og þar á eftir Kári K. Þormar. Síðustu tónleikarnir verða haldnir þriðjudaginn 24. september kl. 20.30 og mun Tríó Reykjavíkur flytja verk eft- ir Beethoven. Glúmur Gylfason, organisti Selfosskirkju, er einn forsp- rakki tónleikanna. Hann segir að aðsókn sé góð að þeim en miðað er við að þeir taki um 40 mínútur í flutningi og er aðgangur ókeypis. Liðs- menn Tríós Reykjavíkur eru Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Halldórsson. -hþ. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir boðnir Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknastarfa í Þýskalandi á námsárinu 1997-98: a) Allt að fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sum- arið 1997. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi og leggja stund á nám í öðr- um greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa um allt að sex mánaða skeið. Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 20. september. HVERS VEGNA NOTAR ÞÚ RAUTT EÐAL GINSENG? Gunnar Eyjólfsson, leikari og skátahöfðingi: Það eflir einbeitinguna. Hildur Kristinsdóttir, klínikdama: Til að komast í andlegt jafnvægi og auka starfsþrek. Rautt Eðal Ginseng skerpir athygli og eykur þol. Sigurður Sveinsson handboltamaður: Það er nauðsynlegt fyrir svona gamla menn eins og mig til að geta haldið endalaust áfram í handboltanum. Ásta Erlingsdóttir, grasalæknir: Ég finn að það gerir mér gott. Alda Norðfjörð, eróbikkkennari: Það stóreykur úthald, þrek og þol. Dýrleif Ármann, kjólameistari: Það gefur mér kraft og lífsgleði við saumaskapinn.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.