Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 7
Jlagur-'ðlœmm
Tryggvi Gíslason: „Við sem hér störfum trúum því að það sé hollt og gott að sameina gamalt og nýtt. Ef við ætlum að líta til framtíðar verðum við að
þekkja fortíðina. Skólinn er því fastheldinn á forna siði og hefðir en hann er líka mjög framsækinn ■<( Myndir: GS
Vilj um sameina
gamalt og nýtt
Nýja skólahúsið hefur hlotið nafnið Hólar, enda rekur Menntaskólinn sögu sína til hins forna Hólaskóla.
^OO ■" tQ **►**>*>»**> ^ , 9 V
Laugardagur 21. september 1996 -19
Menntaskólinn á
Akureyri stendur á
tímamótum, Afar
þröngur húsakostur
hefur háð skólastarfi
svo árum skiptir en nú
hyllir loks undir bjart-
ari tíma í þeim efnum,
þar sem nýtt skólahús
verður tekið í notkun í
haust. Með tilkomu
nýja hússins tvöfald-
ast það rými sem
skólinn hefur til um-
ráða úr 2500fermetr-
um í liðlega 5000fer-
metra. Það er því létt
hljóðið í skólameist-
ara, Tryggva Gísla-
syni, um þessar mund-
ir og hann horfir með
bjartsýni til framtíðar
skólans.
Undanfarin 25 ár höfum
við ekki haft nema helm-
inginn af því húsnæði
sem menntaskóla með 600
nemendur er ætlað að hafa en
nú fáum við loksins það hús-
rými sem okkur er ætlað,“ segir
Tryggvi. Nýja húsið, sem hlotið
hefur nafnið Hólar, verður
formlega afhent á morgun þeg-
ar Menntaskólinn verður settur
í 117. sinn. Skólasetningin verð-
ur á sal nýja hússins og von á
mörgum góðum gestum s.s.
ráðherrum, embættismönnum,
bæjarstjórn Akureyrar, fulltrú-
um í Héraðsnefnd Eyjaíjarðar,
skólameisturum og fleirum.
Þó menntskælingar hafi lengi
beðið eftir nýju húsi eru ekki
nema tvö ár síðan byrjað var að
byggja nýja húsið og því óhætt
að segja að byggingartíminn sé
stuttur. Upphaflega var áætlað
að ljúka verkinu á næsta ári en
Héraðsnefnd Eyjafjarðar, sem
er annar byggingaraðilinn á
móti Ríkinu, samþykkti að flýta
verkinu um eitt ár og tók á sig
aukakostnað því samfara. Sam-
tals segir Tryggvi að gert sé ráð
fyrir að húsið fullbúið, bæði
með búnaði og lóð í kring, kosti
um 300 milljónir.
Framsækinn skóli
Menntaskólinn á Akureyri er
þekktur fyrir að vera fastheld-
inn á gamlar venjur og siði en
Tryggvi leggur áherslu á að þó
skólinn haldi í gamlar hefðir
þýði það ekki að hann fylgist
ekki með nýja tímanum. Þvert á
móti sé Menntaskólinn fram-
sækinn og með auknu húsrými
opnist ýmsir nýir möguleikar.
„Nú er unnið að þróunaráætlun
fyrir skólann sem felur í sér að
gera góðan skóla betri. Nýtt hús
gefur bæði tækifæri til að breyta
kennsluháttum og e.t.v. að taka
upp nýjar kennslugreinar. í
þessu húsi verður einnig bóka-
safn með lestrar- og vinnuað-
stöðu fyrir 100 nemendur," seg-
ir Tryggvi og nefnir að á bóka-
safninu gefist nemendum t.d.
tækifæri til að vinna í margmiðl-
un en eitt herbergi á safninu
verði búið margmiðlunartölv-
um.
„Menntaskólinn á Akureyri
hefur lengi viljað sameina gam-
alt og nýtt. Þetta er ekki bara
eitthvað sem sagt er á hátíðar-
stundum heldur býr alvara að
baki þessum orðum. Við sem
hér störfum trúum því að það sé
hollt og gott að sameina gamalt
og nýtt. Ef við ætlum að líta til
framtíðar verðum við að þekkja
fortíðina. Skólinn er því fast-
heldinn á forna siði og hefðir en
hann er Kka mjög framsækinn.
Við höfum rutt braut í fjölmörg-
um efnum,“ segir hann og vísar
m.a. til þess að þarna hafi
fyrsta félagsfræðideildin við ís-
lenskan skóla verið stofnuð árið
1972 og Menntaskólinn á Akur-
eyri sé eini menntaskólinn sem
bjóði upp á bæði myndlistar- og
tónlistarbraut.
Bætt félagsaðstaða
Auk bókasafnsins er búið að út-
búa 10 kennslustofur í nýja hús-
næðinu. Einnig er þar 600 fm
miðrými eða salur, sem er ætl-
aður fyrir félagsh'f og tóm-
stundastarf nemenda. „Þessi
salur er vel búinn. Þarna verður
hægt að dansa, setja upp leik-
sýningar og halda tónleika,"
segir Tryggvi og vonast til að
þessi nýja aðstaða muni efla fé-
lagslífið í skólanum enn frekar.
Nemendur taka auknu rými
að sjálfsögðu fagnandi og segir
Tryggvi að mikill hugur sé í
bæði kennurum og nemendum.
„Eitt af því sem hefur sérkennt
Menntaskólann á Akureyri er
að helmingur nemenda eru að-
komunemendur og helmingur
þeirra býr í heimavist. Hér er
því alveg sérstakt andrúmsloft.
Tengsl nemenda og skólans eru
mjög náin.“
Fjöldi nemenda
óbreyttur
Um 600 manns stunda nám við
Menntaskólann og á síðustu ár-
um hafa færri komist að en
vildu. En er ætlunin að fjölga
nemendum með auknu hús-
rými? „Við gerum kröfu um það
að nemendur komi mjög vel
undirbúnir í bóklegum greinum.
Það verða áfram strangar kröf-
ur um inntöku nemenda og
nemendum verður ekki íjölgað,"
segir Tryggvi og bendir á að það
rými sem nú sé til umráða sé
miðað við 600 nemendur. „Áður
var skólinn í rauninni að
springa utan af nemendunum
því skólahúsin voru orðin allt of
þröng.“
Nú ætti hins vegar að vera
nægt rými fyrir 600 nemendur
og um 70 starfsmenn skólans.
Tryggvi leynir ekki ánægju sinni
með að þessum áfanga sé nú
loks náð og er ákaflega þakklát-
ur öllum þeim sem hafa lagt
hönd á plóginn til að nýja bygg-
ingin yrði að veruleika. „Skólinn
á sér marga velunnara og skiln-
ingur bæjaryfirvalda og Héraðs-
nefndar Eyjaíjarðar er mikill.“
Flest hefur batnað
Tryggvi réðist til starfa við
Menntaskólann á Akureyri árið
1972, fyrir tæpum aldaríjórð-
ungi og segir að á þessum tíma
hafi orðið miklar breytingar á
námsgreinum, kennsluháttum
og viðhoríi til menntunar. „Ég
tek ekki undir að heimur fari
versnandi því á þessu sviði hef-
ur flest batnað og ég tel að við
búum við miklu betra skólakerfi
nú en fyrir 25 árum. Ég held
líka að ungt fólk sé betur
menntað og víðsýnna en nokkru
sinni fyrr. Mér finnst því ekki
ástæða til að kvíða framtíðinni."
AI