Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Page 16
JDagur-®mrimt
28 - Laugardagur 21. september 1996
ICONUNGLEGA SÍÐAN
1
Bölvun
ættariimar
BÚBBA
segir nú frá tíðindum
innun furstafjölskyldunnar í
Mónakó.
Sagt er að fyrr á öldum hafi
einn af forfeðrum Rainer
Mónakófursta lagt þá bölv-
un á furstafjölskylduna í Mó-
nakó að enginn fjölskyldumeð-
limanna gæti nokkurn tíma átt í
góðu hjónabandi. Saga fursta-
fjölskyldunnar á undanförnum
tveimur áratugum sýnir að
hugsanlega kann að vera nokk-
ur fótur fyrir þessu.
- „Vitleysingur!" „Fífl!“. „Al-
gjör aumingi!“ Á allra síðustu
dögum hafa þessar lýsingar og
sjálfsagt margar verri verið
notaðar um Daníel Ducruet eig-
inmann Stefaníu Mónakóprins-
essu. Tilefnið var birting ítalsks
slúðurblaðs á myndum af Daní-
el á sólbekk, þar sem hann dró
hvegi af sér í ástarleikjum við
Fili Houteman, franska dans-
mey. Myndir þessar þöktu heil-
ar 25 blaðsíður í hinu ítalska
tímariti og sýndu ekki einungis
Daníel og Fili allsber í stelling-
um, sem hver klámmynda-
stjarna væri fullsæmd af, held-
ur sýna myndirnar einnig fé-
laga Daníels gamna sér með
annarri konu á næsta sólbekk
við hliðina. Dálítið sjúskað svo
ekki sé meira sagt!
- Furstafjölskyldan sveipaði
dvergríkið Mónakó ævintýra-
ljóma eftir að Rainer fursti
kvæntist bandarísku kvik-
myndastjörnunni Grace Kelly
árið 1956. Grace prinsessa var
konunglegri í framkomu og út-
liti en margar aðrar með blátt
blóð í æðum. Þau Rainer eign-
uðust þrjú börn, Karólínu, Al-
bert og Stefaníu. Árið 1982 lést
Grace prinsessa sviplega í bíl-
slysi. Er Grace dó virtist Rainer
fursti bugaður af harmi. Karó-
lína prinsessa, sem þá var 25
ára og nýskilin við fyrsta eigin-
mann sinn, glaumgosann
Philippe Junot, kom föður sín-
um til aðstoðar við embættis-
verkin og varð hans helsta stoð
og stytta.
- Karólína prinsessa tók við
hlutverki móður sinnar í Mó-
nakó og skömmu síðar giftist
hún á ný. Seinni maður hennar
var Stefano Casiraghi, ítali af
auðugum ættum og nokkrum
árum yngri en Karólína. Þau
eignuðust þrjú börn, Andrea,
Karlottu og Pierre. Hamingjan
- Nú er staðan þannig eftir
afrek Daníels á sólbekknum
með Fifi, að Stefanía hefur Iýst
því yfir að hún muni sækja um
skilnað. En hún er óútreiknan-
leg og ef að líkum Iætur er allt
of snemmt að segja til um hvort
það gangi eftir. Þremur dögum
eftir hinar niðurlægjandi mynd-
birtingar sáust myndir af þeim
Stefaníu og Daníel með börnum
sínum þar sem þau virðast
reyna að lifa venjulegu lífi. Það
segir sitt um gáfur Daníels að
hann heldur þvi' fram að hann
hafi verið leiddur í gildru á sól-
bekknum. Af myndunum að
dæma má þó fullyrða að Daníel
mun fullur tilhlökkunar ganga í
næstu „gildru" sem býðst!!
Furstafjölskyldan samankomin, skömmu fyrir birtingu hinna hneykslanlegu mynda. Daníel, annar frá hægri, virð-
ist alsæll að vera talinn til nánustu fjölskyldu furstans.
- Allt bendir því til að innan
skamms verði öll börn ekkilsins
Rainer fursta ein á báti.
virtist aftur ætla að brosa við
furstafjölskyldunni. íbúar Mó-
nakó hættu smám saman að
trúa því að bölvun hvíldi á
furstafjölskyldunni. Þeir létu
sér jafnvel í réttu rúmi liggja að
Albert ríkisarfi leggði sig ekkert
fram um að tryggja framtíð
furstafjölskyldunnar, ókvæntur
maðurinn, þó hann væri dug-
legur að „fleyta kellingar“.
- Karólína varð stöðugt
meira áberandi sem fulltrúi
furstaveldisins og það var aug-
ljóst að faðir hennar reiddi sig
meira á hana en önnur börn
sín. Brátt fóru að heyrast radd-
ir um það að keppni væri milli
hennar og Alberts um hvort
þeirra myndi taka við ríkiserfð-
um. „Þessi orðrómur er alrang-
ur,“ sagði Karólína. „Ég bíð eft-
ir því að Albert finni sér eigin-
konu svo að ég geti dregið mig í
hlé og hugsað bara um börnin
mín. Hann er orðinn 36 ára og
miðað við það þá mætti hann
mín vegna giftast Joan Collins.“
- Stefanía komst eiginlega
upp með hvað sem var. Hún
hafði alltaf verið þrjósk og ein-
þykk en eftir fráfall móður
Stefanía, Daníel og börnin skömmu eftir hneykslið.
Karólína og Stefano ásamt börnum sínum.
hennar héldu henni engin
bönd. Hún birtist með hinum og
þessum karlmönnum, gerðist
ljósmyndafyrirsæta, söngkona
og gaf út tvær plötur (ég held
að það viti enginn ennþá hvort
hún gat sungið eða ekki).
Einnig reyndi hún fyrir sér með
sölu baðfata og ilmvatns sem
nefnt var eftir henni. Vinahópur
hennar var líka mjög skrautleg-
ur. Einn af kærustum hennar
var tví- ef ekki þrídæmdur
nauðgari og vinkona hennar
lést af ofneyslu heróíns.
- En svo kom nýtt reiðarslag.
Stefano eiginmaður Karólínu
lést árið 1990 í hraðbáta-
keppni. Eftir fráfall hans dró
Karólína sig í hlé, fluttist frá
Mónakó og settist að í franska
smábænum St. Remy de Pro-
vence. Þar reyndi hún að takast
á við nýtt líf. Hún fékk kaþólsku
kirkjuna til þess að ógilda
fyrsta hjúskap hennar og viður-
kenna börn hennar í seinna
hjónabandi. Börn hennar geta
því erft furstadóminn í Mónakó.
Hún virtist eiga góðan og náinn
vin í franska leikaranum Vin-
cent Lindon, sem bjó af og til
hjá henni en nú er þeim vin-
skap lokið. Karólína er því ein á
báti enn sem komið er.
- Af Stefaníu er það að segja
að skömmu eftir harmleik syst-
ur hennar venti hún sínu kvæði
í kross og virtist ætla að höndla
hamingjuna. Hún varð yfir sig
ástfangin af lífverði sínum,
Daníel Ducruet (ætti eiginlega
að vera de cruel miðað við síð-
ustu atburði) sem þá bjó að vísu
með Martine nokkurri sem
gekk með barn þeirra undir
belti. En Stefanía lét það ekki á
sig fá og því síður Daníel. Eign-
uðust þau Dam'el tvö börn og
gengu í hjónaband, þrátt fyrir
megnustu andúð Rainers fursta
á ráðahagnum. Hann setti þó
það skilyrði að Daníel myndi
hvorki gera tilkall til auðæfa
íjölskyldunnar né barnanna ef
til skilnaðar kæmi.
Grimaldi