Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Page 3
IDagur-'ðltmitm
Föstudagur 18. aktóber 1996 - 3
F R E T T I R
Alþingi ■ Suðurland
Öráðsía og bruðl
Forsætisnefnd al-
þingis var sökuð um
bruðl og óráðsíu við
endurbyggingu
gamalla húsa í um-
ræðum á alþingi í
gær. Forseti þings-
ins vísar því á bug.
Pétur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gagn-
rýndi forsætisnefnd al-
þingis harðlega fyrir bruðl og
óráðsíu í umræðum á alþingi í
gær um Qáraukalög. Forsætis-
nefndin ákvað fyrr á þessu ári
að ljúka í einum áfanga endur-
bygginga tveggja húsa í Kirkju-
stræti, í stað þess að skipta
verkinu í tvennt eins og áður
hafði verið ráðgert. Þess vegna
er farið fram á 50 milljóna
króna fjárveitingu, til viðbótar
44 milljóna framlagi á
flárlögum þessa árs.
Pétri þykir þetta fyrir
neðan allar hellur.
„Hvað eiga forstöðu-
menn annara ríkis-
stofnana að halda,
þegar háttvirt forsæt-
isnefnd alþingis leyfir
sér að fara 114%
fram úr ijárlögum.
Eftir höfðinu dansa
limirnir." Pétur sagði
virðingarvert að halda upp á
gömul hús, en allt í Kirkjustræt-
ishúsunum væri nú orðið nýtt,
nema burðarveggirnir. „Og sýn-
ist mér sem óráðsía ráði hér
ríkjum. Ég minni á að skuldir
Pétur Blöndal
alþingismaður
Hvað eiga forstöðu-
menn annara rílcis-
stofnana að halda,
þegar forsœtisnefhd
alþingis leyfir sér að
fara 114% fram úr
fjárlögum. „
Olafur G. Einarsson
forseti Alþingis
„Ég vísa því algjör-
lega á bug að hér
sé um að rœða
einhverja óráðsíu
og skil ekki þessa
óvild þingmannsins
í garð þingsins. “
ríkissjóðs eru 150 milljarðar og
vaxtagreiðslur eru 13 milljarð-
ar eða 36 miljónir á dag.“ Pétur
er einn þeirra sem fær skrif-
stofu í húsunum og það þykir
honum sárgrætilegt.“Ég hef
hugleitt að neita því,
en þá missi ég tengsl
við flokksystkin mín,
sem ég met mikils, og
það breytti í sjálfu sér
engu.“ Pétur sagðist
flytja, en kann forsæt-
isnefndinni engar
þakkir fyrir að setja
sig í þessa stöðu. Ólaf-
ur G. Einarsson, for-
seti Alþingis kunni
honum heldur engar
þakkir fyrir ræðuna. „Hún var
ekki bara sérkennileg, heldur
þótti mér hún vera þingmann-
inum til vansa.“ Ólafur vísaði
því á bug að forsætisnefnd hefði
af ráðnum hug farið fram úr
fjárlögum. „Ég get svo sem skil-
ið þessa fullyrðingu háttvirts
þingmanns, ef hann hefur ekk-
ert annað fyrir sér, en það sem
stendur í greinargerð með fjár-
aukalagafrumvarpinu. Það
verður að segja alveg eins og
er að sú greinargerð er ekki
samin af mikilli velvild í garð
þingsins, svo ég kveði ekki
fastar að orði.“ Ólafur sagði að
það hefði alltaf legið ljóst fyrir
að endurbyggingunni yrði lokið
á þessu ári og sagðist telja al-
þingi sóma að því, hvernig stað-
ið hefur verið að henni. „Auð-
vitað eru þetta háar tölur, en
það eru gerðar aðrar kröfur til
bygginga í miðborg og hér er
um að ræða endurgerð á hand-
verki, sem er einstakt. Það er
ekki verið að búa til fornminjar.
Ég vísa því algjörlega á bug að
hér sé um að ræða einhverja
óraðsíu og skil ekki þessa óvild
þingmannsins í garð þingsins.“
Tólf konur
heiðraðar
Iþróttasamband íslands
heiðraði 12 konur með gull
og silfurmerkjum ÍSÍ fyrir
störfa að íþróttamálum í hófi
sem efnt var til í gær, en um730
karlar hafa verið heiðraðir af
ÍSÍ til þessa.
Þessar konur eru:
Lovísa Einarsdóttir, gull-
merki fyrir störf að íþróttamál-
um.
Svanfríður Guðjónsdóttir,
gullmerki fyrir störf að knatt-
spyrnumálum.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
gullmerki fyrir störf í þágu
sundíþróttarinnar.
Rósa Héðinsdóttir, gullmerki
fyrir félagsstörf í þágu hand-
knattleiks.
Anna Hermannsdóttir, silfur-
merki fyrir íþróttastörf.
Kristín Sveinbjörnsdóttir,
silfurmerki fyrir störf að golf-
málum.
Bergþóra Sigmundsdóttir,
silfurmerki fyrir félagsmála-
störf á vegum Stjörnunnar.
Bryndís Þorvaldsdóttir, silf-
urmerki fyrir leikfimikennslu.
Sóley Stefánsdóttir, fyrir störf
að knattspyrnumálum á vegum
Breiðabliks.
Rósa Valdimarsdóttir, silfur-
merki fyrir knattspyrnustörf.
Kolbrún Jónsdóttir, silfur-
merki vegna starfa að málefn-
um körfuknattleiks.
Hafdís Árnadóttir, silfurmerki
fyrir störf að íþróttamálum.
Dagur - Tímunn óskar þess-
um heiðurskonum til hamingju.
Samnmgar
undimtaðir
Stjórnir Vinnslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjiun og
Meitilsins í Þorlákshöfn
undirrituðu sl. föstudag viljayf-
irlýsingu um sameiningu fyrir-
tækjanna. Vinnurhópur, sem í
eiga sæti aðilar frá báðum fyr-
irtækjum, hefur verið skipaður
til að vinna að framgangi sam-
einingarinnar.
Stjórnir fyrirtækjanna hafa
átt í viðræðum undanfarnar
vikur um fyrirhugaða samein-
ingu, eins og greint hefur verið
frá í Degi Tímanum. Þetta sam-
einaða fyrirtæki verður að
sannkölluðum sjávarútvegsrisa
með tæplega 14.000 þorsk-
ígilda kvóta og veltu upp á 4500
milljónir. Búist er við að niður-
staða liggi fyrir um lok mánað-
arins.
ÞoGu
Akureyri
Bæjarmála-
punktar
• Bæjarráð samþykkti tillögu
skólanefndar frá 16. október sl.
um 1,5 milljón króna Ijárveitingu
til framkvæmda í íþróttahöllinni,
m.a. vegna aðstöðu 5. bekkjar
Barnaskóla Akureyrar í kafflteríu
hússins. Fjárveitingunni verður
mætt með skerðingu á veltufé árs-
ins 1996.
• íþróttafélag heyrnarlausra fór
þess á leit með bréfl dags. 7. októ-
ber sl. að Akureyrarbær styrkti
félagið til þátttöku á Heimsleikum
heyrnarlausra, sem fram fara í
Kaupmannahöfn á næsta ári. Bæj-
arráð samþykkti að styrkja félagið
um 100 þúsund krönur.
• Kynntar voru umsóknir tii Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga um fram-
lög til stofnframkvæmda grunri-
skóla á árinu 1997. Sótt er um
framlög til Giljaskóla, Síðuskóla
og Glerárskóla.
•Bæjarráð hefur falið tækni-
deild að ljúka framkvæmdum við
Smáragötu á þessu ári og er áætl-
aður viðbótakostnaður um 2,6
milljónir króna og verður flárþörf
mætt með tilflutningi innan fram-
kvæmdaáætlunar gatnagerðar
1996. GG
Bersöglislínan
Arðurinn allt að 60.000 krónur á dag
f að Póstur og sími fer að
læsa þessum Ifnum,
þannig að fólk þurfi að
sækja um þessa þjónustu skríf-
lega, þá er hún búin að vera,
það eru hreinar línur", segir
Ágúst Sverrisson hjá Veitunni.
En það fyrirtæki heldur úti
mörgum bersöglis- og stefnu-
mótasímalínum, sem Erna Rut
Konráðsdóttir gagnrýndi harðlega
í viðtali í Degi-Tímanum í gær.
Erna Rut er einnig afar ósátt við
þátt Pósts og síma í þessum mál-
um, en sonur hennar skuldar
stórfé fyrir notkun línanna og hún
segir farir sínar ekki sléttar í til-
raunum til að láta loka fyrir notk-
un þeirra úr heimilissíma sínum.
„Þetta er eins og hver önnur
þjónusta, sem greinilega er þörf
fyrir“, segir Ágúst um „Amorslín-
urnar“. „Svona línur eru til í flest-
um öðrum löndum og oftast er
efnið á þeim miklu svæsnara en
hér, þar sem það grófasta jafnast
á við sögur úr Eros eða álíka
tímaritum.
Við erum ekkert stórgróðaíyr-
irtæki", sagði Ágúst, en bætti við
að af þeirri þjónustu, sem Veitan
byði upp á, væru svokallaðar dað-
ursögur og stefnumótalínur lang-
vinsælastar.
„Það er hringt u.þ.b. þrjú-
hundruð sinnum á dag í daður-
sögurnar, símtöl sem vara 4 til 5
mínútur. Þar kostar mínútan oft-
ast 39.90 krónur, ekki 66.50 eins
og hjá Rósu Ingólfs.
Af þessum 39.90 krónum tök-
um við 20 krónur og Póstur og
sími fær 8 krónur", segir Ágúst.
Séu þessar tölur hafðar til hhð-
sjónar kemur í ijós að það kostar
tæpar 200 krónur að hlusta á
ódýrustu tegund „daðursögu" og
að slíkar línur geta því gefið af
sér allt að sextíu þúsund krónur
alls á dag, þar af 30.000 í hreinan
gróða til þess sem rekur hana.
Ef litið er til verðsins á ný-
stofnaðri „kitlandi“ línu Rósu Ing-
ólfsdóttur og flestra þeirra lína,
sem gefnar eru upp undir síma-
torgsþjónustu Pósts og síma í
símaskránni, 66.50 krónur,
hækka þessar upphæðir verulega
og er ljóst að ekki þurfa 300
manns að hringja daglega í sömu
„rauðu“ línuna til þess að hafa
megi af henni dágóðar tekjur.
„Innihaldið kemur Pósti
og síma ekkert við“
í viðtali blaðsins við Guðmund
Björnsson, aðstoðar Póst og síma-
málastjóra, í gær kom m.a. fram
að til stæði að endurskoða ýmis-
legt varðandi umræddar símalín-
ur, bæði með tilliti til aðgangs að
þeim og innihalds þeirra.
„Það er ekki hægt að tala um
að Póstur og sími sé að reka þess-
ar línur“, segir Ágúst. „Þeir sjá
um innheimtuna og tengja númer
við símakerfið, en við berum síð-
an ábyrgð á rekstrinum. Þessi
þjónusta fór að taka á sig mynd
upp úr 1989 og á tímabili var
hægt að komast í beint samband
við fólk á línunum, en það var
tekið fyrir það, vegna misnotkun-
ar. Innihald línanna verður djarf-
ara eftir klukkan eitt á nóttunni,
en er að mínu mati ekki sérlega
svæsið og ég skil ekki alveg hvað
er verið að fara með tali um
ritskoðun á þessu efni, eða hver
ætti að framkvæma hana“, segir
Ágúst.“Pósti og síma kemur inni-
hald þessarra lína ekkert við“.
„Ég hef alla tíð verið undrandi
á því að ekki skuli þurfa að sækja
sérstaklega um þetta", sagði
Garðar Ilannesson, stöðvarstjóri
Pósts og síma í Hveragerði. En
líkt og Ágúst hafði Haraldur sam-
band við blaðið vegna umíjöllunar
um kynlífs- og stefnumótalínur.
Erna Rut Konráðsdóttir lýsti
þar m.a, þrautargöngu sinni við
að fá lokað fyrir línurnar, en sam-
kvæmt upplýsingum Garðars er
nú hægt að fá lokað ákveðnum
flokkum þjónustu þeirrar sem í
boði er í gegnum símann.
„Og hér í Hveragerði segjum
við alltaf fólki, sem er að sækja
um nýjan síma, frá því að það geti
látið loka á þessar línur“, bætir
Garðar við.
Þar sem flestar „rauðu“ og
„makalausu" línurnar, sem
kynntar eru undir símatorgs-
þjónustu í símaskránni, eru t.d. í
fimmta og hæsta verðflokki, ætti
því sámkvæmt Garðari nú þegar
að vera hægt að útiloka þær, en
hlusta áfram á veðurspána.
H.H.S.