Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 7
4Dagur-®ínrám Miðvikudagur 13. nóvember 1996 -19 MENNING O G LISTIR Dægurlög sveitamannsins Eg held að býsna mörgum finnst að tónlistarstörf og hvað þá laga- smíðar falli ekki alveg að þeirri ímynd sem bændur hafa í augum al- mennings. Margt sveitafólk starfar af krafti í kórum en hinsvegar er mynd sú sem margt þéttbýlisfólk hefur af bænd- um að þetta séu karlar sem eru á fullu að moka skít og gera við girðingar,“ seg- ir Tryggvi Sveinbjörnsson, bóndi á Heiði í Holtum í Rangárvallasýslu. Horft í blámann Þessa dagana er að koma á markað hljómplatan Horft í blámann, sem geym- ir tólf lög eftir Tryggva. Hann hefur um langt árabil fengist við lagasmíðar af ýmsu tagi, jafnhliða því sem hann hefur leikið í hljómsveitum sem einbeitt hafa sér að þorrablótum og árshátíðum á Suðurlandi. TU að mynda starfaði Tryggvi lengi í hljómsveitinni Jójó. Hana skipuðu, auk Trygga, Jón Ólafsson bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð, Hjörtur Heiðdal á Arngeirsstöðum í sömu sveit, Jón Þor- steinsson bóndi á Syðri-Hömrum í Holt- um og Hafsteinn Eyvindsson frá Skíð- bakka í Austur-Landeyjum. Lögin tólf á plötunni eru öll eftir Tryggva, sem jafnframt semur flesta textana. Jafnframt hefur hann í þeim efnxnn leitað í smiðju Steins Steinarr og félaga síns, Hjartar Heiðdal. Lögunum á „Ég held að býsna mörgum finnist að tónlistarstörf falli ekki að ímynd bændastétt- arinnar," segir Tryggvi Sveinbjörnsson, bóndi, tón- listarmaður og útgefandi. plötunni lýsir Tryggvi sem svo að þau séu dægurlög sveitamannsins, þar sem víða gæti á plötunni áhrifa frá náttúr- unni, sem er daglegur starfsvettvangur bænda. Lögin á plötunni, og upptökur á þeim, voru talsvert unnin í gegnum tölv- ur, sem skipa nú sífellt stærra hlutverk í tónhst og upptökutækni. í hljóðveri sunnlensks bónda Tryggvi segist hafa unnið að undir- búningi plötunnar síðastliðna tvo vetur. Einkum hefur hann getað helgað sig þessu verkefni eftir áramót, á þeim tíma sem sé hvað rólegastur hjá sér og öðrum bændum. Þá má geta þess að plata Tryggva var tekin upp í hljóðveri annars sunnlensks bónda, Ólafs Þórarinssonar í Glóru í Flóa, sem margir þekkja best undir nafni Labba í Mánum. „Ég er ánægður með þær við- tökur sem geisladiskurinn hefur fengið. Ég hef komist inn í um- ræðuna, ef svo má segja, og lög af diskinum hafa verið spiluð bæði á Rás 2 og Bylgjunni," segir Tryggvi. - Hann kveðst ætla að halda áfram í tónlistinni á næstu árinn - enda ekki ástæða til ann- ars. Nú þegar kveðst hann eiga í sarpnum safn laga sem duga myndu á aðra plötu. Þar við bæt- ist svo að Tryggvi er hvergi nærri hættur að semja lög og því af nægu að taka. -sbs. Tryggvi Sveinbjörnsson með geisladisk sinn, Horft í blámann. Dásamleg lengd Sigurður Steinþórs- son skrifar um tónlist S ■——— gulum tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói 7. nóvem- ber voru á efnisskrá Suðureyja- forleikur (Hebrides eða Hellir Fingals) F. Mendelssohns op. 26, klarinettukonsert Karólínu Eiríksdóttur (1994) með Einar Jóhannesson í einleikshlut- verki, og 4. sinfónía Antons Bruckner. Kínverjinn Lan Shui stjórnaði, en hans frægðarsól er hátt á himni um þessar mundir - frá 1. janúar næstkomandi verður hann aðalstjórnandi sin- fóníuhljómsveitarinnar í Singa- pore. Kínverjar eiga sjálfsagt eftir að leggja vestrænni menn- ingu mikið lið á komandi árum, því þeir eru á annan milljarð að tölu og í þeim grúa hljóta að vera margir stórsnillingar á flestum sviðum - sjálfsagt Ar- kimedes, Platón, Einstein og Mozart, stórfiðlarar, stórpían- istar og hvaðeina. Og stór- stjórnendur, eins og Lan Shui kann vel að vera. Suðureyjaforleikur Mend- elssohns á að vera byggður á hughrifum sem hann varð fyrir á ferð um Suðureyjar í Skot- landi árið 1829, þá tvítugur. Skáldið var að vísu tæplega mönnum sinnandi vegna sjó- veiki, en þó skilaði þessi hálfs mánaðar ferð bæði sinfóníu og forleik. Eins og mörg tónverk Mendelssohns er þetta mjög fal- leg tónlist og litrík, en ekki sér- lega rismikil. Þarna vakti sér- staka athygli leikur klarinett- anna, Sigurðar Snorrasonar og Kjartans Óskarssonar, í fallegri sóló. Karólína Eiríksdóttir samdi klarinettukonsertinn eftir pönt- un frá Sinfóníuhljómsveit Ála- borgar og skrifaði hann fyrir Einar Jóhannesson, sem frum- ílutti hann með téðri sinfóníu- hljómsveit í Álaborg undir stjórn Lans Shui í apríl 1995. Konsertinn er í tveimur þáttum, um 20 mínútur að lengd. Margt er þarna sniðuglega gert og konsertinn er viðburðaríkur, taktfastur og fullur af „kont- röstum". Því miður spilaði hijómsveitin iðulega of sterkt, þannig að einleikarinn sást fremur en heyrðist spila af kappi, en á milli naut hann sín vel. Ekki hefði mér dottið í hug að lýsa upphafi síðari þáttar sem „hægu og blíðlegu" eins og tónleikaskráin gerir - „blíðlegt" er u.þ.b. síðasta orðið sem lýsir þessum konsert - enda virðast ungu skáldin fremur reyna að skrifa frumlega, sniðuga og stundum áhrifamikla tónlist (eins og þessi konsert er á köfl- um) held- ur en fal- lega. Ein- ar flutti þetta nátt- úrlega af yfirburða- snilli. í ár, 1996, er 100. ártíð bæði Jó- hannesar Brahms og Antons Bruckner. Bruckner var mikill aðdáandi Wagners og flæktist að sak- lausu í hinar illvígu deilur stuðningsmanna Brahms og Wagners, sem varð til þess að hann fékk á sig eins konar hálf- vitastimpil. Og að sönnu var hann „saklaus og fávís sveita- maður“ - hann var orðinn 44 ára þegar hann loksins yfirgaf sveitaþorp sitt og hélt til Vínar- borgar. Á þeim tíma voru auð- vitað engin hljómilutningstæki, og þess eru engin merki að Bruckner hafi heyrt eða séð sinfóníu eftir Beethoven eða Brahms - og sennilega ekki minni spámenn heldur. Hann er semsagt eins og hagablóm, sjálfsprottinn á akri rómantíska tímabilsins. Tónlist hans átti lengi erfitt uppdráttar utan þýska málsvæðisins og þar hef- ur hann að sjálfsögðu staðið í skugga risanna Beethovens og Brahms. En í seinni tíð hefur Bruckner fengið uppreisn og telst nú til hinna miklu tónjöfra 19. aldar. Af 9 sinfóníum hans er hin ijórða vinsælust - kölluð róman- tíska sin- fóm'an en sú ní- unda mik- ilfengleg- ust. Á tón- leikunum 7. nóvem- ber var 4. sinfónían flutt og stóð sá flutningur í rúma klukkustund. Nútímamönnum þykir tónhst þurfa að vera æði áhugaverð til að geta gert kröfu til svo mikils tíma, og sennilega voru margir áheyrenda orðnir nokkuð daufir í dálkinn undir lokin. En þetta er sannlega stórbrotin tónlist á sinn hátt, með hornin í forsæti - Bruckner taldi hornið vera konung blást- urshljóðfæranna og önnur hijóðfæri ekki annað en fátæk- lega og lítils megandi ættingja - og fínar strófur í „blikkinu": trompetum, básúnum og túbu. Sérstaka og maklega viður- kenningu stjórnanda og áheyr- enda fékk Jósef Ognibene fyrir glæsilegan hornleik sinn. En þar fyrir utan spilaði hljóm- sveitin þetta mikla verk mjög vel undir öruggri og sennilega innblásinni stjórn Lans Shui frá Peking. Lan Shui. k ínlLÍllilkliJEllTltll _____ |-W LtjSais 5 li^lí jslJuLwJy LEIKFELAG AKUREYRAR Sigrún Astrós Sýning laugard. 16. nóv. kl. 20.30. Síðasta sýning Leikfélag Akureyrar og Tónlistarskólinn á Akureyri I tilefni af „Dagi islenskrar tungu" Laugardagurinn 16. nóvember nk. „Ég bið að heilsa" Dagskró í tali og tónum í Samkomuhúsinu kl. 17.15. Dýriní Hálsaskógi eftir ThorbjBrn Egner Sýningar: Laugard. 16. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 17. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 17. nóv. kl. 17.00 MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. |0agur-<3Itmtmt - besti tími dagsins! WÓDLEKHÐSH) Stóra sviðið kl. 20.00: Kennarar óskast eftir Ólaf Hauk Símonarsonar Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikendur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Öm Árnason, Ólatia Hrönn Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson, Harpa Arnardóttir. Frumsýning: Föstud. 22. nóv. kl. 20.00 2. sýning: Miðvikud. 27. nóv. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Fimmtud. 14. nóv. Nokkur sæti laus. Sunnud. 17. nóv. Laugard. 23. nóv Föstud. 29. nóv. Söngleikurinn Hamingjurániö eftir Bengt Ahlfors Föstud. 15. nóv. Síðasta sýning. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Laugard. 30. nóv. Ath. Fáar sýningar eftir. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 17. nóv. kl. 14. Sunnud. 24. nóv. Sunnud. 1. des. Síðustu 3 sýningar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Fimmtud. 14. nóv. Uppselt. Sunnud. 17. nóv. Uppselt. Aukasýning miðvikud. 20. nóv. Uppselt. Föstud. 22. nóv. Laus sæti. Laugard. 23. nóv. Uppselt. Miðvikud. 27. nóv. Uppselt. Föstud. 29. nóv. Laus sæti. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið ki. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmtud. 21. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Uppselt. Fimmtud. 28. nóv. Laus sæti. Laugard. 30. nóv. Laus sæti. Athugið að ekki er hægt að hleypa gest- um inn í salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. - Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Simi 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.