Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 2
Fyrir smáfólkið Búið til ykkar eigin jólakort Annar í aðventu er á morgun, börnin farin að verða óþreyjufull, og því ómögu- legt annað en að finna eitthvað skemmti- legt að gera með þeim stuttu til að stytta stundirnar. Hér koma nokkrar hugmynd- ir. Jóiatrén tendruð Enn eru 17 dagar til jóla en jólasvein- arnir ætla greinilega að svindla pínuh'tið. Allavega hafa þeir lofað að vera staddir á Ráðhústorgi á Akureyri í dag klukkan 16 þegar stendur til að kveikja á jóla- trénu frá Randers. Kveikt verður á Oslóartrénu í Reykjavík kl. 16 á morgun á Austurvelli. Jólasálm- ar sungnir og-Askasleikir mætir ásamt bræðrum sínum til að skemmta á þaki Nýja Kökuhússins. Engladans og tónlist Peir sem hafa hug á að kíkja á jólasveinana á Ráðhústorgi með litlu krílin geta hitað sig upp í Deiglunni en þar munu börn dansa fyrir börn og spila fallega tónlist. Sjá umfjöllun á síðunni. Akkurju jól? Það er ljóst að íslenskir leikritahöfundar efast stórlega um að goðsagan um tengsl Jesú og jólanna komist til skila í pakka- flóðinu. íslenskt leikrit, Jólin hennar ömmu, verður frumsýnt í Möguleikhús- inu við Hlemm kl. 16 á morgun. í leikrit- inu segir Sigríður amma frá því þegar hún var ung og Grýla tók besta vin henn- ar til að éta. Sigríður brunar upp í íjall á eftir þeim, rekst á Stekkjastaur og Sig- ríður fer að fræða hann á því hvers vegna við höldum jól. ó gott sé að hafa hagar hendur er ekki nauðsynlegt að vera mikill listamaður til að geta búið til snot- ur jólakort. Hér kemur hugmynd sem er einföld og fljótlegt að vinna úr. Og út- koman er hreint ekki svo afleit! Þetta þarf að nota: Ejhi með jólamyndum Flíselín til að strauja á efnið Kartonblöð í mismunandi litum Bylgjupappi Skœri Lím Efni og flíselín fæst í efna- og sauma- búðum, annað í föndurbúðum. Fylgið leiðbeiningunum með skýringamyndun- um þegar þið setjið myndirnar á pappír- inn. Ef notaður er dökkur pappi í kortin, t.d. dökkgrænn, er hætta á að illa sjáist ef skrifað er með svörtum penna. Til að forðast þetta vandamál er t.d. hægt að fjárfesta í gull- eða silfurpennum, sem fást í flestum bókabúðum og föndur- verslunum, og gefa kortinu enn hátíð- legri blæ. Einnig er hægt að skrifa eða vélrita jólakveðjuna á hvítan pappír, klippa út og líma í kortið. Það sem gildir er að láta hugmyndaflugið ráða og vera óhrædd(ur) við að prófa eitthvað nýtt. AI Byrjið að strauja flíselínið á rönguna á efn- inu. Næsta skref er að klippa myndirnar út. Brjótið kartonblöðin saman í þeirri stærð sem þið viijið hafa kortin í og strauið mynd- irnar á. Ef þið viljið skreyta meira er t.d. hægt að klippa út ramma eða annað skraut úr bylgjupappa og líma á. Nokkur sýnishorn af tilbúnum kortum. Litlu myndirnar er tilvalið að nota til að útbúa merki- spjöld á jólapakkana. Myndabækur Sýningin á myndskreytingum í norræn- um barnabókum í Gerðubergi stendur enn og verður opin um helgina. Á morg- un kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna. Aðgangur ókeypis. Jótahaid fyrri tlma Jólasýning Árbæjarsafns á jólahaldi fyrri tíma hefst á morgun, sunnudag, og verð- ur opið frá 13-17. Þar geta börn fylgst með kertasteypu, laufabrauðsútskurði og hægt verður að fá jólakort prentuð í prentsmiðju safnsins. Aðventumessa verður í kertalýstri kirkjunni kl. 14 og kl. 15 verður jólatrésskemmtun fyrir börn. Aðgangseyrir er enginn fyrir börn undir 16 ára en 300 kr. fyrir fullorðna. Jólalistasmiðja I Norræna húsinu verður starfrækt jóla- listasmiðja fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í dag og á morgun klukkan 10-16. Þar verður föndrað, leikið og unnið á tölvur og er pláss fyrir 18 börn hvorn daginn. Skráning í síma 551 7030. Tveggja til fjögurra ára hnokkar og hnátur dansa af innlifun viö undir- leik blíðra blokkflaututóna. Ekki til að sýna foreldrun- um hvað þau eru dugleg heldur til að skemmta jafn- öldum sínum. Þetta er svolítið sérstakt að því leyti að þarna verða börn að dansa fyrir börn,“ segir Anna Richardsdóttir, sem hefur æft dansatriðið með börnun- um. Blokkflaututónlistin verður flutt af nemendum Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Jacqueline Fitz Gibbon. Dagskráin er hluti af fjöllistasýningunni „Engillinn" í Deiglunni á Akureyri og er sérstaklega miðuð við lítil börn. „Sem tónlistarmaður og móðir er ég þess fullviss að öll börn ættu að fá að heyra og hlusta á lifandi, órafræna tón- list. Allt frá fæðingu er þeim náttúrulegt að humma og hjala og þau byrja mörg hver að syngja áður en þau byrja að tala,“ segir Jacqueline, sem heillaðist strax af hugmynd Georgs Hollanders um englasýningu tileinkaða börnum og friði. Litlu börnin æfa engladansinn. Englarnir dansa í kringum rúm lítils drengs. Móðirin er sofnuð við hlið drengsins. Mynd:jHF „Mig langaði til að taka þátt og koma með tónlistina inn í sýninguna," segir hún. Og Anna Richardsdóttir er jafn sann- færð um mikilvægi dansins fyrir litlu börnin. „Þetta er spunadans þar sem ég vinn með sköpunargleði barnanna, leyfi þeim að kynnast rými og rytma og kraft- inum á bak við hreyfinu. Þau spinna mikið sjálf út frá eigin sköpunargleði innan þess ramrna sem þeirra aldurs- hópur gefur möguleika á,“ segir Anna. Dagskráin verður í Deiglunni í dag og byrjar klukkan þrjú. Aðgangur er ókeyp- is. AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.