Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 11
II Geymið blaðið! Jólahlaðborðin hrynja yfir landsmenn. Allstaðar eru jólahlaðborð og allir sem ejhi hafa á fara á jólahlaðborð. Síðasta laugar- dag sagði ég aðeins frá því hvernig þetta er hjá frœndum okkar á hinum Norðurlöndun- um. Hvað er þetta og hvaðan kemur þessi mikla matarhugmynd? ví hefur oft verið haldið fram að þetta sé útlensk- ur siður og óþarfur. Því er ég nú hreint ekki sammála. Það hefur verið hlaðborð á íslandi í tugi ára. Uppi- staða rétt- anna er svipuð og er nú á jóla- hlaðborðinu. Sfld, lax, ro- astbeef og hamborgar- hryggur. Allt eru þetta réttir sem hafa verið það lengi á borðiun okkar íslendinga að þeir hljóta að teljast íslenskir. í raun má segja að upphaf mat- reiðslu hér á landi sé af dönsk- um toga spunnin. Einföld sósa eins og „uppstú“ með hangikjöti er nú aldeilis dönsk, skal ég segja ykkur. Það sem gerir hana kannski íslenska er sú hefð að sykra hana. Frumherjar íslenskrar matreiðslu Hér fyrr á árum fóru íslenskar ungfrúr á danska húsmæðra- skóla. Það þótti heldur betur flott þá og mér finnst það enn- þá fínt. Þaðan kemur uppistaða íslenskrar matreiðslu. Þessar ungfrúr komu heim með fjölda uppskrifta og mikla þekkingu á matargerðarlist. Þetta var löngu áður en sjálfumglaðir matreiðslumeistarar gengu um gólf veitingahúsa. Þessar ungu konur höfðu þó ekki allt það sama hráefni og þær kynntust í þessum fínu skólum. Þær aðlög- uðu réttina íslensku hráefni, og lambakjöt og hangikjöt var not- að í staðinn fyrir danskt svín og skinku. Þessar lærðu matráðskonur - frumherjar íslenskrar mat- reiðslu - settu upp margar og stórar veislur. Það voru sett upp köld borð. Það voru gerðir fjöl- margir sfldarréttir. Við byrjum að neyta svínakjöts, og þá oftast léttreykt að dönskum sið. Það var kallað „hamborgarhrygg- ur“. Rauðkál fer að verða jafn venjulegt og kartöflur á sunnu- dagsborðum okkar. Ég hef hvergi fengið sykurbrúnaðar kartöflur nema í Danmörku og á íslandi. Það allraflottasta í veitinga- mennsku hér mn miðja öld var um borð í flaggskipi íslenska flotans fyrr og síðar - m/s Gull- fossi. Þegar minnst er á Gull- foss, streyma fram hlýjar minn- ingar hjá mörgum. Þar fór fram einhver sú stórbrotnasta mat- reiðsla, sem fram var borin af íslenskinn mat- og framreiðslu- mönnum á þeim tíma. Veislu- hlaðborðið stóra var landsfrægt og margur rétturinn, sem þar var á borðum, sést ekki í dag. Ekki vegna þess að hann sé Þessar ungu konur höföu þó ekki allt það sama hráefni og þœr kynntust íþessum fínu skólum. Þœr aðlöguðu réttina íslensku hrá- efni, og lambakjöt og hangikjöt var notað í staðinn fyrir danskt svín og skinku. dottinn úr tísku, heldur var matreiðslan á það háu plani að kokkar standa ekki í því nú á dögum. Þar varð hlaðborðið auðvitað ah'slenskt, þótt þess- ara fínu dönsku áhrifa gætti. Aldrei var minnst á „danskt hlaðborð“ um borð í Gullfossi. Matreiðslan fór fram á flagg- skipi Eimskipafélagsins, áhöfn- in íslensk og farþegamir mest- megnis íslenskir - hvað er það annað en íslenskt? Ný matarmenning Á þessum tíma fer að skap- ast hér á landi sjálfstæð íslensk matarmenning (Það er ekki þar með sagt að ekki hafi verið matarmenning hér fyrr, en hún var allt öðruvísi. Sú matar- menning byggðist á forðabúri til að lifa það af). Það spretta upp veitingahús og hótel þar sem áhersla var lögð á fyrsta flokks matargerð. „Kalt borð“ var voðalega fínt þá - mikið hlaðborð með úrvali af réttum. Allt er þetta staðfært og aðlag- að íslensku hráefni og matar- venjum. Þegar tími kalda borðsins stóð sem hæst, fullyrði ég að ekki hafi verið til sérís- lenskara fyrirbrigði í matargerð til að bjóða ferðamönnum upp á. Síðan dettur kalda borðið úr tísku og það þótti alls ekkert fínt lengur hvorki að bjóða upp á né borða af því. Þegar jólahlaðborðssiðirnir skandinavísku ná fótfestu hér á landi, átta veitingamenn sig á því að þarna er í raun komið „kalda borðið“ - bara með örh't- ið breyttum formerkjum. ís- lenska jólahlaðborðið í dag er ekkert annað en sfldarréttir „gömlu jómfrúnna" og kjötréttir „Gullfosskokkanna", ásamt vin- sælum heitum kjötréttinn - allt fært í nútímabúning. Það er nefnilega á jólunum sem allt gamalt og gott er vinsælt, hefð- irnar í fyrirrúmi. Jólahlaðborð- in hafa sannarlega slegið í gegn og velgengni þeirra er einstök og ótrúleg í íslenskri veitinga- sögu. Það er áætlað að yfir 30 þúsund manns fari í jólahlað- borð í ár. • / Nú er sá tími árs sem sæl- kerar og sykurffldar kæt- ast. En hvað með hina sem engan sykur mega borða? Hvað eiga þeir að gera á meðan hinir hakka í sig smákökurnar og jólanammið? Matargatið kemur með uppskriftir að tveimur ijúffengum kökum. Og það sem meira er: í þeim er enginn sykur! Eplakaka 2 egg 1 dl Candarel (sœtuefni) 100 g smjör/smjörlíki 1'á dl mjólk 4 dl hveiti 3 tsk. lyftiduft 2-3 epli Þeytið egg og Candarel sam- an þar til það er létt og froðu- kennt. Bætið bráðnu smjöri og mjólk saman við. Sigtið hveitið og lyftiduftið og setjið útí og hrærið öllu varlega saman. Setjið í hringlaga form (24 cm að þvermáli). Takið hýðið af eplunum og skerið þau í báta. Raðið bitunum á deigið. Sáldrið kanel yfir kökuna og bakið í 175 C° heitum ofni í 40 mínút- ur. Frosin ávaxtakaka 3 epli 3banonar 3 appelsínur 'A pakki ósœtt kex. t.d. haustkex ósœtur ávaxta- safi (t.d. sykur snauður svali) örlítið Candarel þeyttur rjómi Myljið kexið og setjið í botninn á hringlaga formi. Dreypið ávaxtasafa yfir (ca. 1/2 lítil ferna). Skerið ávextina í bita og hrærið aðeins í hrærivél (ekki í mauk samt). Setjið ávextina í botninn og frystið kökuna. Takið úr frysti 1-2 tím- um áður en borið er fram. Ber- ið fram með þeyttum rjóma (einnig hægt að nota gervirjóma úr jurtafeiti sem hægt er að kaupa í sprautuflöskum). Ath! Þegar bakað er fyrir sykursjúka Þessi girnilega eplakaka svíkur engan. er oft hægt að nota venju- legar uppskriftir, sem ekki er mjög mikill sykur í, og setja sætuefni eins og Candarel í stað sykursins. Hafið í huga að þá þarf að fara eftir rúmmáli en ekki vigt.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.