Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 5
íOítgur-ÍEinTOm
Laugardagur 7. desember 1996 -17
MENNING O G LISTIR
Dauðinn og
hlutleysi
sköpunar-
verksins
Tóma miðjan í verkum
mínum táknar tómt leg
mitt. Ég hefði helst alltaf
viljað vera ólétt, það var svo
hollt fyrir _______
sköpunina.
Með því er ég
ekki að segja
að ég hefði vilj-
að eignast
fleiri börn, ég
er eingöngu að
tala um
meðgönguna _________________
og þau áhrif
sem hún hafði á list mína,“ seg-
ir Myriam Bat-Yosef, myndlist-
armaður, sem opnar sýningu á
Akureyri í dag.
Ævisaga Myriam Bat-Yosef
er nýlega komin út og er víst að
þar er engin lognmolla á ferð-
inni. Pessi sérstæða kona er
„Gyðingurinn gangandi“ hold-
gerður, eins og Oddný Sen, höf-
undur ævisögunnar, orðar það.
Mjriam er fædd í Berlín en
flúði þaðan ásamt ijölskyldu
sinni fjögurra ára gömul til Pal-
estínu. Þegar pabbi Myriam féll
í átökum við araba, en hann
var virkur meðlimur í and-
spyrnuhreyfingunni Haganah,
fór hún til Parísar ásamt móður
sinni, en þaðan urðu þær að
flýja vegna ofsókna nasismans.
Þær náðu síðasta skipinu sem
fór frá Frakklandi áður en
heimsstyrjöldin síðari skall á.
Myriam ólst upp í Ísraelsríki
en fór þaðan til náms við Lista-
akademínuna í París þar sem
hún kynntist bóhemalífi til fulls.
Þaðan fór hún til Flórens á ítal-
íu og kynntist listamanninum
Erró.
Ég vildi ekki vera
eiginkona
Myriam og Erró voru gift í níu
ár og í ævisögunni, Á flugskörp-
um vængjum, segir frá storma-
sömu hjónabandinu og
erfiðum skilnaði. Þegar
talið berst að Erró er
listin efst í huga Myri-
am enda var það hún
sem var örlagavaldur-
inn. „Guðmundur er
með stóra sýningu núna
í Þýskalandi sem hann
nefnir Pólitísk málverk.
Ég sá verkaskrána og
hugsaði þá með mér að
svona myndi engin
kona mála. í verkunum
er árás og kraftur og
þar er hvergi að finna
auðan blett. Þetta er í
raun eins og fréttir sem
hellast yflr okkur; stríð
og ofbeidi o.s.frv.
- Annars er ekki
hægt að bera okkur Er-
ró saman sem lista-
menn því við erum gjör-
ólík. Karlmenn hafa
meiri áhuga á því sem
er að gerast utan við þá
en konurnar hugsa
„Erró vildi ekki að ég
vœri listamaður, hann
sagði að ef ég vœri
konan hans yrði ég að
haga mér sem slík “
meira um líðanina í kringum
atburðina.“
Myriam segir að hjónabandið
hafi ekki gengið upp sökum
______________ samkeppni.
„Erró vildi ekki
að ég væri
listamaður,
hann sagði að
ef ég væri kon-
an hans yrði
ég að haga
mér sem slík,
___________ efda og o.s.frv.
Ef þú eignast
barn, sagði hann við mig, þá el-
ur þú það upp ein, því hann
vildi ekki börn. En ég vildi ekki
vera eiginkona og valdi að vera
listamaður."
Tómleiki legsins
Lárus Hinriksson rithöfundur
sem starfar á Listasafni Akur-
eyrar segir verk Myriam mjög
sérstök og einkennast af endur-
spegluðum kvenleika. „Hún
vinnur mikið með þessa hug-
mynd um tómt leg og
meðgöngu barns og ég vil segja
að hún sé kvenlegur heimspek-
ingur sem náð hefur miklu jafn-
vægi í sínu ___________________
lífi.“
Myriam
fremur líka
gjörning og
stundar hk-
amsmálun sem
tengist reyndar
hugmyndinni
um hvernig
hún ætlar að...................
deyja. „Þegar
ég dey vil ég hylja allar mínar
gömlu hrukkur og verða eins
litrík og viðfangsefni mín. Þá
hverfur allt. Kynið, aldurinn og
ég næ þessu hlutleysi sköpun-
arverksins. Ég vil líka gera at-
höfn úr eigin dauða og deyja
sem hluti af list minni. Ég er
Myriam Bat-Yosef við eitt verka
sinna í Listasafninu á Akureyri.
líka sáttari við sjálfa mig mál-
aða en eins og ég er í dag með
allar þessar hrukkur."
Myriam sem er meðlimur í
samtökum um líknardráp í
Frakklandi hefur sagst ætla að
falla fyrir eigin hendi 75 ára
gömul?
„75 ára er svona táknræn
viðmiðun. Ég þurfti að horfa
upp á móður mína mjög veika.
Hún vildi deyja en enginn sem
gat vildi hjálpa
I I 4 ! EfrrlMm
tíOííl jlSll U! WjftíRtlíil
jy S 5 5 hÍnjLaiijsjy
LEIKFELAG AKUREYRAR
„Þegar ég dey vil ég
hylja allar mínar
gömlu hrukkur og
verða eins litrík og
viðfangsefni mín. “
Á brúðkaupsdegi Myriam og Ferrós. Myndin
er fengin úr nýútkominni bók eftir Oddnýju
Sen, A flugskörpum vængjum.
henni til þess
og við urðum
að setja hana á
spítala. Hún
var orðin elli-
ær en átti sín-
ar stundir.
Þegar hún
gekk einu sinni
framhjá spegli
sagði hún:
„Hvernig er ég eiginlega orðin“,
og bað okkur um að hjálpa sér
að deyja.“
Að deyja með virðingu
Myriam fór síðan að hugsa
meira og meira um tilgangs-
leysið í því að halda fólki lifandi
á spítölum. „Hvers vegna á fólk
að þurfa að ganga í gegnum
þetta, af hverju ekki að hjálpa
fólki að deyja með virðingu? -
En 75 ára aldurinn hjá mér er
svona viðmiðun því ég vil deyja
áður en ég verð elliær og hætti
kannski við!“
Myriam er íslensk og lítur á
ísland sem heimaland sitt. En á
hún sér uppáhalds íslenskan
málara? „Já, Kjarval. Hann gaf
mér andlitsmynd af Erró fjög-
urra eða fimm ára sem var
máluð þegar Erró var að alast
upp á Kirkjubæjarklaustri. Allir
eru núna að reyna að kaupa
málverkið af mér en ég vil ekki
selja.“
Að lokum. „Ég hef lifað svo
ríku og fullu lífi að ég er að
byrja að finna fyrir þreytu. Það
kemur alltaf að því að maður
fær nóg af hlutunum og því er
ágætt að setja sjálfum sér við-
miðunarlengd á eigin lífi“, segir
Myriam og brosir. -mar
Undir berum himni
eftir Steven Tesich
Frumsýning
á „Renniverkstæðinu"
(Slrandgötu 49)
sunnudaginn 29. des. kl. 20.30.
2. sýning mán. 30. des. kl. 20.30.
3. sýning fös. 3. jan. kl. 20.30.
4. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30.
5. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30.
Athugið takmarkaðan
sýningarfjölda.
Leikhúsunnendur athugiÖ! Leikfélag
Akureyrar opnar nýtt leiksvið á 80 ára
afmælisári sínu. I tilefni af því verður
þeim gestum sem koma á einhverja af
fyrstu fimm sýningunum boðið aS fá
nöfn sín rituÖ á sérstaka árnaðaróska-
skrá í leikskránni. Til þess þurfa leik-
húsunnendur aS tryggja sér miða fyrir
15. desember. Miðasalan er hafin.
TryggiS ykkur miSa.
Dýrin í Hálsaskógi
eftir Thorbjorn Egner
Sýningar:
Laugard. 7. des. kl. 14.
Sunnud. 8. des. kl. 14.
Sunnud. 15. des. kl. 14.
Ath! Síðustu sýningar.
Miðasalan er opin alla virka daga
nema mánud. kl. 13.00-17.00
og fram aS sýningu sýningardaga.
Símsvari allan sólarhringinn.
Sími i miðasölu: 462 1400.
Himna-
ríki
Höfundur: Ámi Ibsen
Leikstjóri:
Amór Benónýsson
4. sýning sunnu-
daginn 8. des kl. 21.00.
5. sýning föstudaginn
13. des. kl. 21.00.
Síðustu sýningar
fyrírjól.
Miðapantanir
í síma 464 3107.
Ath. takmarkaður
sætaíjöldi.
EFLING.
íDagur-QImTÍnn
- besti tími dagsins!
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið kl. 20
KENNARAR ÓSKAST
eftir Ólaf Hauk Símonarson
5. sýn. á morgun, sunnud. 8. des.
Örfá sæti laus.
S/dasfa sýning fyrír jól.
NANNA SYSTIR
eftir Einar Kárason og
Kjartan Ragnarsson.
í kvöld, laugard. 7. des.
S/ðasta sýning fyrír jól.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjorn Egner
Aukasýning á morgun, sunnud. kl. 14.
Allra síðasta sýning.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
LEITT HÚN SKYLDI
VERA SK/EKJA
eftir John Ford
Á morgun, sunnud.
Síðasta sýning fyrir jól.
Athygli skal vakin á að sýningin
er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum
inn í salinn eftir að sýning er hatin.
Litla sviðið kl. 20.30
í HVÍTU MYRKRI
eftir Karl Ágúst Úlfsson
I kvöld, laugard. 7. des.
Síðasta sýning tyrír jól.
Athugið að ekki er hægt að hleypa
gestum inn í salinn eftir að
sýning er hafin.
★ ★ ★
GJAFAKORT í
LEIKHÚS
- SÍGILD OG
SKEMMTILEG GJÖF
★ ★ ★
Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánud. 9. des.
Aukasýning SPAUGSTOFUNNAR á .HRÓLFI'.
Spaugstofuna skipa þeir Sigurður Sigurjónsson,
Öm Ámason, Pálmi Gestsson,
Karl Ágúsl Úlfsson og Randver Þorláksson.
Aðeins þetta eina sinn.
Húsið opnað kl. 20.30, flutningur helst kl. 21.00.
Miðasalan er opin mánudaga og þriðju-
daga kl. 13-18, miðvikudaga til sunnudaga
kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á
þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapönt-
unum frákl. 10virkadaga.
Simi 551 1200.