Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 16
28 - Laugardagur 7. desember 1996 ,®agur-®mtmn KONUNGLEGA SÍÐAN Sögur af grimm- lyndum sigurvegurum BÚBBA lœtur hugann reika um konunglega sögu Breta og staðnœmist aðallega við Normanna. Eins og þið vitið, ágætu les- endur, þá hef ég mikla skemmtun af því að fylgjast með bresku konungs- fjölskyldunni. En það er ekki síður skemmtilegt að líta á kon- ungsættir í Bretlandi fyrr á öld- um. Bastarður varð sigurvegari Byrjum á 11. öld þegar Vil- hjálmur bastarður, hertogi af Normandí, réðst inn í Bretland og iagði það undir sig, og var upp frá því nefndur Vilhjálmur sigurvegari. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og kon- ungdæmi í tíð Normanna var auðvitað talsvert frábrugðið því sem við þekkjum í dag. Windsorættin ræður ríkjum í Bretlandi í dag. - Eða þannig. Ég hef einhvern veginn aldrei kunnað að meta það þegar kon- ungsættin í Bretlandi er kölluð Windsorættin. Windsorættin heitir nefnilega réttu nafni ætt- in af Saxe-Coburg- Gotha og er að meginstofni til þýsk. Þetta heiti komst á skrá yfir ættir breskra konunga við hjónaband Viktoríu og Alberts. Viktoría var af Hannoverættinni og Albert var náfrændi hennar. Því hefði mér nú fundist það sjálfsagt að konungsættin væri bara áfram kennd við Hannover. En Viktor- ía var bara kona þrátt fyrir allt - já, þrátt fyrir að hún hafi lengst allra konunga og drottn- inga setið í breska hásætinu - en þetta var þeirrar tfðar siður og þess vegna var þetta Saxe- Coburg-Gotha tekið upp. (Mér hefur alltaf gramist þetta fyrir hönd Viktoríu, sem ég get varla beðið eftir að skrifa um). Eftir fyrri heimsstyrjöldina þótti Ge- org V. heiti konungsfjölskyld- unnar heldur þýskuskotið og breytti því. Hið nýja nafn kon- ungsijölskyldunnar var sótt til Windsorkastala, sem er sá kast- ali í eigu Elísabetar II. sem hún einna helst kallar heimili sitt. Hirð á flakki Þetta leiðir hugann að Nor- mönnum, sem komu frá Norm- andí í Frakklandi. Þeir réðu ríkjum í Bretlandi frá árinu 1066, þegar Vilhjálmur bast- arður varð að Vilhjálmi sigur- sæla eftir sigurinn við Hastings. Windsorkastalinn er nefnilega ein af fáum minjum sem eftir standa frá dögum Normanna í Bretlandi. Normannar, sem réðu ríkjum í Bretlandi fram til ársins 1135, höfðu þann sið að flakka mikið um landið með hirð sína. Flakk- ið var oft af hernaðarlegum ástæðum en á friðartímum réðu trúarhátíðir ferðinni. Þá var þetta einnig gert til þess að fylgjast með ástandinu í land- inu og koma í veg fyrir upp- reisnir. Það má geta þess að Eh'sabet II. fer yfirleitt til Windsorkast- ala um helgar, nema um jól og áramót, þá er hún í Sandring- hamhöll, og í ágúst og septem- ber dvelst hún í Balmoralkastla í Skotlandi. - Það mætti halda að enn í dag gæti tilhneiginga til flökkulífs þjóðhöfðingja Bret- lands. Fatlaðir af magaþembu Það sem einna helst þótti ein- kenna tíð Normanna á valda- stóli í Bretlandi var ótrúleg grimmd. Það vafðist t.d. ekkert fyrir Vilhjálmi sigursæla að þóttu miklir svallarar. Þegar þeir gistu einhvern af köstulun- um þá var svallað fram á nótt og étið gegndarlaust, heilu haugana af lambasteikum, villigöltum, villibráð og ál- um, enda var það altalað að konungar Normanna væru hreinlega fatlaðir af magaþembu. Hvort sem það var nú ástæðan fyrir eftir- minnilegu hugviti Normanna eða ekki, þá eiga þeir heiður- inn af því að hafa fundið upp vatnssal- ernið. Vilhjálmur sigur- vegari dó árið 1087 og við tók sonur hans, Vil- hjálmur Rúfus, sem var svo grimmur að jafnvel föður hans hefði verið nóg boðið. Hann var drepinn af besta vini sínum við veiðar eftir þrettán ömurleg stjórnar- ár. Við tók yngsti bróðir hans Hinrik II. sem var ekki al- veg laus við grimmdina. Hann smalaði saman tug- Vilhjálmur sigurvegari. Sívali turninn i Windsor kastala var byggður á tímum Vilhjálms sigurvegara. kasta 2000 manns út á guð og gaddinn með því að brenna allt ofan af þeim þegar hann taldi sig vanta góðar veiðilendur. Þeim sem varð það á að drepa dádýr án leyfis voru drepnir. Ef bóndi truflaði dádýr þegar kon- ungurinn var á veiðum var hann blindaður. Nú, Vilhjálmur og hans fólk um kaupmanna til hallar sinnar árið 1125 og lót höggva af þeim báðar hendur í refsingarskyni fyrir að dreifa falsaðri mynt. Svo þótti hann alveg ótrúlega kvensamur og er sagður hafa feðrað fleiri börn en nokkur annar kóngur í Bretlandi fyrr og síðar. En honum var ekki alls varnað. Hinrik II. studdi við bakið á fræðimönnum og lagði grunninn að því dómskerfi sem enn er við lýði í Bretlandi. Mest var þó um vert að hann lagði sig fram við að halda friðinn í landinu. Endalok Normanna Hinrik II. var síðasti konungur- inn af ætt Normanna. Þegar hann dó árið 1135 (eftir að hafa étið yfir sig af álum) átti hann, þrátt fyrir alla frjósemina, eng- an lögmætan erfingja að krún- unni. Hann kallaði þá til erfða eftirlætis frænda sinn, Stephen nokkurn, sem var af ætt sem kennd var við Blois. Hann var sá fyrsti og eini af þeirri ætt sem varð konungur Bretlands og var hann fullkomlega getu- laus hvernig sem á það var lit- ið. Hann hafði ekkert þrek til þess að fara í stríð og tók ævin- lega rangar ákvarðanir á ör- lagastundum. - Hann var það sem mætti kalla aumingi. Stephen hafði samt rænu á því að kvænast kvenskörungi miklum sem hét Matthildur og átti eftir að reynast honum haukur í horni þegar dóttir Hinriks II., önnur Matthildur, gerði tilkall til krúnunnar. Sú var gift greifanum af Anjou. Þau hjónin komu sér upp her og réðust inn í England árið 1139, tóku Stefán höndum og fangelsuðu. Þar vanmátu þau stórkostlega Matthildi eigin- konu Stefáns, hún safnaði liði og rak nöfnu sína og liðsmenn hennar aftur til Frakklands. Hún hefði getað sparað sér það þrekvirki. Hinn veiklyndi Stefán sættist við frænku sína áður en hann dó árið 1154 og sam- þykkti að sonur hennar, Hinrik III. ætti að taka við konung- dóminum. Og þar með tók við völdum Anjouættin. - Ekki voru það nú meiri geðprýðismenn en Normannarnir. Var sú saga sögð af forfeðrum þeirrar ættar að greifinn af Anjou hefði gifst dóttur Satans, Melúsínu. En það komst nú ekki upp fyrr en hún var neydd til þess að sækja messu. Henni varð svo mikið um það að hún flaug út um gluggann og sást ekki meir! Þessar óskaplegu sögur af konungsættum fyrr á tímum í Bretalandi hafa ekkert með El- ísabetu II að gera. Hún er al- gerlega óskyld þeim konungs- ættum sem ég hef gert grein fyrir. Helsti galli á fólki af Hannoverætt þykir hvað það er litlaust og óspennandi. Það má svo sem til sanns vegar færa miðað við þau ósköp sem dundu yfir á 11. og 12. öld. En því verður ekki á móti mælt að það er hægt að hafa ómælda skemmtun af því að fylgjast með bresku konungsfjölskyld- unni í dag. Það þarf varla að taka fram að á milli Anjou og Hannove- rættarinnar liggur saga ann- arra ætta sem einnig náðu völd- um í Bretlandi. Má þar nefna Túdorana og Stúartana en ég mun seinna segja ykkur frá þeim.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.