Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 7. desember 1996
J3agur-‘3Kmmn
Vígslubiskup fé
fyrstu kirkjuna
Helga Guðmundsdóttir á Selfossi rekur verslunina
Grœnu greinina, sem hefur verið starfrœkt í tvö
ár. Helga er mikil listakona og fgrir nokkrum ár-
um fór hún á námskeið hjá Tijfanys íReykjavík og
lœrði glerskurð. Stuttu síðar bjó hún til líkan af
Selfosskirkju iír gleri ogfœrði sr. Sigurði Sigurðar-
syni að gjöf þegar hann varð vígslubiskup í Skál-
holti, en hann var áður sóknarprestur á Selfossi.
ær eru orðnar margar
Selfosskirkjurnar, segir
Helga en síðan hún gerði
fyrstu kirkjuna fyrir vígslubisk-
up skipta þær tugum og kirkju-
turnarnir eru líka margir. Hún
ar. Vinaljósin hennar Helgu eru
vinsæl sem samúðargjöf, en
þau eru gerð úr gleri Gert er
ráð fyrir að kerti sé bak við
glerið, en kertastæðið er á
spegli.
Rautt líkan; Tryggvaskáli á Selfossi, elsta hús bæjarins.
gerir mikið af líkönum eftir
pöntunum og hefur nýlokið við
að gera líkan af togara á
strandstað með línu og öllu
saman.
Helga segir að flestöll lista-
verkin séu unnin eftir ljós-
myndum og fólk sendi sér oft
myndir af bæjum eða húsum
sem hún er beðin að gera líkön
eftir. Helga hefur sýnt list sína á
handverkssýningum, á Hrafna-
gili í haust og í Perlunni í sum-
Laufás og
Glerárkirkja
Það er mjög gaman á þessum
sýningum. Þá hittir maður þá
sem eru að vinna að svipuðum
hlutum og hafa sömu áhuga-
mál.
Helga hefur gert líkan af
gamla Laufásbænum og kirkj-
unni, Tryggvaskála á Selfossi,
sem er elsta hús þar í bæ, Hall-
grímskirkju, Dómkirkjunni í
BELTIN
chi/r^e ^na
ll
UMFERÐAR
RÁÐ
Reykjavík, Glerárkirkju, Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum og all-
ar kirkjurnar á Ströndinni, svo
dæmi séu tekin..
Kirkjurnar eru orðnar svo
margar að Helga hefur ekki
tölu á þeim. Fyrir utan hverja
kirkju eru tveir steinar, annar
hvítur og hinn svartur. Þetta
eru tákn fyrir það sem fram fer
í kirkjum. Þar gerast þeir at-
burðir í h'fmu sem valda okkur
sorg eða gleði. En Helga ætti að
þekkja það enda hefur hún
sungið í kór Selfosskirkju um
árabil.
Vinnur eftir
Ijósmyndum
Hvaða verkefni ætli hafi verið
henni erílðast, en blaðamanni
þykir sem þetta sé mikil ná-
kvæmnisvinna.
Akureyrarkirkja var erflð og
mjög flókin, segir Helga. „En
annars er ekkert mál að gera
líkön af hverju sem er ef ég hef
góða mynd, en það er ekki
verra að hafa séð fyrirmyndina
með eigin augum. Einu sinni
gerði ég líkan af gamalli kirkju
í Mývatnssveit sem ég hafði
aldrei séð og svo er um suma
bæina sem ég er að gera Iíkön
eftir. segir Helga Guðmunds-
dóttir. listakona á Selfossi.
Hólmfríður Þórisdóttir
HAFNARFJORÐUR
Verkakvennafélagið Framtíðin
Auglýsing um
framboðsfrest
Hér meö er auglýstur frestur til aö skila tillög-
um um stjórn, varastjórn, trúnaöarmannaráö,
varatrúnaöarmannaráö, endurskoðendur og
varaskoöendur í Verkakvennafélaginu Framtíð-
in, Hafnarfiröi, fyrir næsta starfsár.
Fullskipuöum framboöslista ásamt meðmæl-
endalista, skal skila á skrifstofu félagsins,
Strandgötu 11, ekki síðar en kl. 12 á hádegi
föstudaginn 13. des. 1996.
Selfosskirkja úr smiðju Helgu. Víglsubiskup fékk fyrsta líkanið að gjöf.