Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 7. desember 1996
|Dagur-'ðl«ramt
Hvers vegna tefla konur
verr en karlmenn?" Ég
hef verið spurð þessarar
spurningar frá því ég var lítil
stúlka að byrja að tefla. Vana-
lega þurfti ég hins vegar ekki
að svara spurningunni, sem er
jafnframt staðhæfing, því að
spyrjandinn sjálfur - annað
hvort andstæðingur minn eða
bláókunnugur maður úti í bæ -
varð fyrri til. Hvert er svarið?
Samkvæmt stórmeistaranum
Reuben Fine, í anda Freuds,
geta konur ekki orðið góðar að
tefla vegna þess að þær hafa
ekki sömu sálfræðilegu og
ómeðvituðu þarfir fyrir að sigr-
ast á feðraveldinu eins og karl-
menn. Karlmenn eiga í hat-
rammri kynferðislegri sam-
keppni við feður sína, og kóng-
urinn á skákborðinu tekur á sig
föðurímynd sem synirnir berj-
ast gegn af öllum mætti, en
dæturnar ekki. Að sögn Garrys
Kasparov og ótal margra ann-
arra, sem þora að tjá sig um
málið, vantar konur hinn nauð-
synlega baráttuanda skáklistar-
innar, vegna þess að þær hafa
ekki gegnt sama sögulega hlut-
verki og karlmenn í átökum og
stríðum. Karlmenn hafi alla tíð
verið veiði- og vopnamenn
mannkynssögunnar og sá ógn-
armikli baráttuvilji, sem til þarf
við skákborðið, sé því aðeins
karlmönnum eðlislægur. „Kon-
ur tefla verr af því að þær hafa
meiri áhuga á karlmönnum en
skák,“ er haft eftir stórmeist-
araprestinum William Lombar-
dy. „Það er eitthvað líffræði-
legt,“ segir Svetozar Gligoric.
„Ef skákmeistari væri vanaður
eða tæki kvenhormón í miklu
magni," skrifar læknir á 8. ára-
tugnum, „myndu sigrar hans
við skákborðið taka skjótan
Guðfríður
Lilja
Grétarsdóttir
skrifar um skák
endi.“ Seinna skrifar hann ein-
faldlega: „Staðreyndin er sú að
karlmenn eru betri en konur í
öllu, og aðalástæðan er sú að
þeir hafa hraðvirkari og hug-
myndaríkari heila.“ Skákmeist-
arinn Lothar Schmid lýsir í
raun öllum þessum viðhorfum,
og fleiri til, í einni einfaldri
setningu. „Konur tefla verr,“
segir hann, „af því að þær eru
bara konur.“
Tefla konur verr? Hefur
virkilega enginn veitt því at-
hygli að miðað við þær fáu kon-
ur sem tefla, og þær örfáu sem
helga sig skáklistinni af ein-
hverri alvöru, þá er árangur
kvenna hreint og beint undra-
verður? Af fjöldanum öllum af
körlum, sem tefla eins og þeir
eigi hfið að leysa, komast að-
eins nokkrir með tærnar þar
sem konur eins og Judith Polg-
ar eða Pia Cramling hafa hæl-
ana. Hversu fáar konur hafa
reynt á sig eins og þær á þessu
sviði, og hversu margir karlar?
Hin sígilda spurning ætti þess
vegna að snúast við: „Hvers
vegna eru karlmenn verri að
tefla en konur?" Og í framhaldi
af því: „Hvers vegna tefla miklu
færri konur en karlar?“
Þetta er auðvitað sett fram í
gamansömum tón, en í þessu
sambandi er ekki úr vegi að
minna á að langt fram á 19. öld
var konum að jafnaði meinaður
aðgangur að kaffihúsum og
öðrum „karlaklúbbum" þar
Eilíf barátta
Af öllum þeim fjölda karla sem tefla,
sem Judith Polgar hefur hælana.
sem skák var tefld opinberlega.
Konur dóu þó ekki ráðalausar
— bjuggu þær ef til vill yfir bar-
áttuanda? — og á seinni hluta
19. aldar fóru enskar og banda-
rískar kvenréttindakonur að
stofna með sér sérstaka
kvennaskákklúbba. Kvenna-
komast aðeins fáir með tærnar þar
klúbbar voru stofnaðir í New
York árið 1894 og í London
1895. Tveimur árum síðar hafði
kvennaklúbburinn í London á
að skipa meira en 100 meðlim-
um og sama ár hélt klúbburinn
fyrsta alþjóðlega kvennaskák-
mótið. „Sterkara" kynið hélt því
óspart fram í fjölmiðlum að
mótið væri hláleg firra, þar sem
styrkleiki keppenda yrði langt-
um minni en á „alvöru" alþjóð-
legum mótum. Menn vöruðu og
við því að það væri óhugsandi
að konur gætu þolað hið líkam-
lega og andlega álag sem fylgdi
því að tefla af svo miklu kappi.
Slíkt myndi skaða heilsu
kvenna og líklega valda yfirliði
og taugaáfalli! En þrátt fyrir
gagnrýni og háð var mótið
haldið með ágætum og kepp-
endur frá 9 löndum mættu til
leiks.
í eftirfarandi skák stýrir hin
ítalska L. Mathilda Fagan
(1850- 1931) hvítu mönnunum
á móti enska herranum Richm-
ond, en Fagan lenti í 2. sæti á
fyrsta kvennamótinu. Skákin
var tefld í London árið 1897.
llvítt: Frú Fagan
Svart: Herra Richmond
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6
4. Bg5 Be7 5. e5 Rfd7 6. h4
Bxg5 7. hxg5 Dxg5 8. Rf3 De7
9. Bd3 a6 10. Dd2 c5 11. dxc5
Rc6 12. 0-0-0 Dxc5 13. Dg5 g6
14. Hh4 De7 15. Dg3 b5 16.
Hdhl Rf8 17. Hf4 Bb7 18.
Bxb5 h6 19. Bxc6 Bxc6 20.
Hfh4 h5 21. Hf4 Kd8 22. Rg5
Be8 23. Hdl Rd7 24. Hfd4 f5
25. exf6 Dxf6 26. Hel Rf8 27.
Dd6 og svartur gaf.
Björn
Þorláksson
skrifar
Guðmundur Sv. Hermanns-
son blaðamaður hefur
tekið saman rit sem
Qallar um bridgelífið í landinu
árið 1995. Það heitir einfald-
lega Bridgeárið 1995 og kennir
þar ýmissa grasa, stærri mót
eru þrædd í tímaröð og hátt á
níimda tug spila eru birt frá ár-
inu. Fjölmargar myndir prýða
jafnfram ritið sem er smekklegt
og aðgengilegt.
Mótum erlendis eru gerð
nokkur skil og er Gylfi Baldurs-
son í aðalhlutverki í eftirfarandi
spfli:
♦ 864
VDG9
♦ K863
♦ G65
* Á9
*T652
* DGT4
* Á74
N
V A
S
♦ DGT72
VÁ74
♦ Á9
4 KD3
♦ K53
VK83
♦ 752
♦ T982
Refabœndur
Er aflögufœr um 60 refalœður og 15 refahögna.
Upplýsingar í síma 483 4723 eftir kl. 18.
Þetta spU kom upp á Evrópu-
mótinu 1995 í tvúnenningi sem
haldið var í Róm. Gylíi Baldurs-
son-Sigurður B. Þorsteinsson
voru meðal þátttakenda og við
skulum gefa Guðmundi Sv. Her-
mannssyni orðið:
„Sigurður opnaði á grandi í
norður, sem lofaði 10-12 punkt-
um. Því taldi austur sig geta
hnekkt og doblaði, og AV dobl-
uðu einnig þegar Gylfi flúði í 2
lauf enda er það ekki glæsUeg-
ur samningur á að sjá.
Vestur spilaði út hjarta-
drottningu og austur drap með
ás og skipti í spaðadrottningu.
Gylfi tók með ás og spUaði tígul-
drottningu. Austur stakk upp ás
og spUaði aftur spaða. Gylfi tók
með kóng og spUaði tígli og
vestur stakk upp kóng og gaf
austri tígulstungu.
Nú spilaði austur loks hjarta
og Gylfi fór upp með kóng,
trompaði spaða í borði og spil-
aði frítíghnum. Austur trompaði
með drottningu en þá henti
Gylfi hjarta. Austur spilaði
hjarta en Gylfi trompaði með
tvistinum og spilaði laufáttunni
og hleypti henni á blankan
kóng austurs.
Austur var fastur í kæfingar-
bragði þegar hann varð aðspila
spaða. Þegar Gylfi trompaði
heima með tíu gat vestur valið
um að undirtrompa eða yfir-
trompa með gosa en í báðum
tilfellum varð hann af tromp-
slagnum sínum. Spilið fór að
vísu einn niður en það var
ódýrara en spaðabúturinn sem
NS áttu.
4 -
¥T
♦
4 Á
N
V A
S
4 -
<4-
♦ -
4 T9
Þetta er mjög sjaldgæf enda-
staða en virðist liggja vel fyrir
íslenskum spilurum. Þorlákur
Jónsson náði til dæmis kæfing-
arbragði í fyrstu umferð heims-
meistaramótsins í Yokohama og
þá var hann sagnhafi í 2 tígl-
um.“
Spilað um hangikjöt
Fimmtudaginn 27. nóvember
Guðmundur Sv. Hermannsson hef-
ur tekið saman fróðlegt rit um
bridgelíf landans árið 1995.
var spilaður einskvölds tölvu-
reiknaður Mitchell hjá Bridge-
félagi Breiðfirðinga. Ólöf H.
Þorsteinsdóttir-Sveinn R. Ei-
ríksson sigruðu í NS en Guð-
laugur Karlsson-Magnús Odds-
son í AV. Fimmtudagana 10. og
17. desember verða spilaðir
einskvölds tölvureiknaðir Mitc-
hell tvímenningar með forgefn-
um spilum og verður hangikjöt
í í verðlaun. Allir velkomnir.
Frá SÁÁ
Þriðjudaginn 26. nóvember var
spilaður einskvölds tölvureiknaður
Mitchell tvímennningur með for-
gefnum spilum. 19 pör spiluðu 9
umferðir með 3 spilum milli para.
Efstu pör:
NS
1. Nicolai Þorsteinsson-Sigurður
Þorgeirsson 252
2. Guðmundur Þórðarson-Valdimar
Pórðarson 241
3. Unnar Jóhannesson-Björn Svav-
arsson 240
AV
1. Björn Brynjólfsson-Stefán Jóns-
son 247
2. Guðmundur Sigurbjörnsson-Þór-
oddur Ragnarsson 241
3. Bjarni Bjarnason-Guðmundur
Þórðarson 235
Spilað er öll þriðjudagskvöld í Úlf-
aldanum, Armúla 40.
Frá BR
Miðvikudaginn 26. nóvember byrj-
aði þriggja kvölda Monrad sveita-
keppni félagsins. 20 sveitir taka
þátt og spila 10-spila leiki hvert
kvöld. Efstu sveitir:
1. VÍB68 stig
2. Júlíus Sigurjónsson 64 stig
3. Jens Jensson 60 stig