Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 15
®agur-®mtmn
Laugardagur 7. desember 1996-27
Eiimkenms- og
starfsmannafatnaður
Reynir á
hugmyndaflugið
íslendingar hafa margir hverjir
verið á móti starfsmannabún-
ingum vegna hræðslu við að
tapa persónuleika sínum og
verða staðlaðir. Ég er þeirrar
skoðunar að enginn geti tapað
persónuleikanum við að klæð-
ast starfsmannafatnaði heldur
reyni meira á hugmyndaflugið
við að ákveða samsetningu á
fatnaðinum. Reyndar hef ég
orðið var við jákvæðara viðhorf
fólks til starfsmannafatnaðar
undanfarið m.a. af því að litið
er á slíkan fatnað sem kjarabót.
Þegar ég byrjaði fyrst að
ráðleggja fyrirtækjum við val á
starfsmannafatnaði var fatnað-
urinn frekar einhæfur. Konur í
viðskiptalífinu voru oft í tví-
hnepptum beinum jökkum, þ.e.
þær reyndu að líkja eftir fatnaði
karlmanna. Ég hóf fljótlega að
kynna fjölbreyttari snið fyrir
konur þannig að konur líktust
konum. Þeim var gefin kostur á
að velja t.d. jakka sem væru
stuttir, síðir, aðskornir eða
beinir, allt eftir vaxtarlagi sínu.
Það er mjög erfitt að vera í
jakka sem er mjög síður og ætla
að sitja í hönum allan daginn.
Jakkinn krumpast oft að aftan
og verður ljótur þegar viðkom-
andi stendur upp. Stuttir jakkar
henta því oft miklu betur.
Vettvangskönnun á
vaxtarlagi
Erfitt getur verð að ákveða
hvaða snið eigi að bjóða starfs-
fólki tiltekins fyrirtækis. Það
þarf að gera vettvangskönnun á
vaxtarlagi starfsfólksins til að
finna út hlutfall þeirra sem
þurfa snið sem hæfa t.d. konum
með breitt, langt eða stutt mitti
o.s.frv. Þegar þessu er lokið er
hægt að koma með tillögur að
hentugum sniðum. Yfirleitt er
boðið upp á þrenn snið af jökk-
um og pilsum en tvenn af bux-
um.
Huga þarf einnig vel að lita-
vali starfsmannafatnaðar. Við
vitum öll að litir passa misvel
saman. Sama gildir um liti sem
mannfólkið notar. Ákveðnir litir
fara sumum vel og öðrum illa.
Til þess að geta valið liti sem
fara flestum vef þarf ákveðna
litáþekkingu. Betra er að vita
hvaða fitir fara 90% vef en vefja
liti sem fari eingöngu 10% vel.
Einnig þarf að hafa í huga hver
ímynd fyrirtækisins er eða á að
vera.
Fjölbreytnin í fötunum hefur
mikið aukist frá því að ég byrj-
aði að hafa afskipti af starfs-
mannafatnaði fyrirtækja. Enn
skortir þó oft á að valin séu
nægilega góð efni. Val á efni
getur verið erfitt og ekki á færi
allra að geta metið gæði efna.
Efnið má ekki glansa og hnökra
eftir tiltölulega stutta notkun.
Á „sú smekklega"
að ráða?
Stundum vill það gerast að fyr-
irtæki telji sig vera að spara
peninga með því að fá starfs-
mann eða starfsmenn til að
ákveða liti, snið og efni í starfs-
mannafatnað. Þá er kannski
valin „smekklegasta" konan í
fyrirtækinu og henni falið að sjá
um valið. Ekki er nokkur vafi á
að sú manneskja leggur sig alla
fram við að velja það rétta. En
hvað hefur þessi manneskja á
að byggja? Jú, eigin smekk. Ef
viðkomandi velur þannig lit að
hann fari eingöngu 10% starfs-
manna vel getum við ímyndað
okkur hver viðhorf annarra
Anna F.
Gunnarsdóttir
s/crifar um tísku
Undanfarið hefur færst í
vöxt að fyrirtæki íjárf'esti
í starfsmannafatnaði fyr-
ir starfsfólk sitt. Óneitanlega
gefur slíkur fatnaður fallegri
heildaryfirbragð auk þess sem
slíkur fatnaður kemur í veg fyr-
ir að einstakir starfsmenn séu
illa útlítandi. En til þess að ár-
angur náist þarf að setja reglur
um notkun fatnaðarins og fylgja
því eftir að farið sé eftir þeim.
Ekki gengur að starfsmönnum
leyfist að mæta annað slagið í
sínum eigin fatnaði því þá
hætta þeir að bera virðingu fyr-
ir tilgangi fatnaðarins og nota
hann aðeins þégar þeim heritar.
Þá er gildi íjárfestingarinnar
farið.
Sumir eiga það til að rugla
saman starfsmannafatnaði og
einkennisfatnaði. Einkennis-
fatnaður er mun staðlaðri fatn-
aður en starfsmannafatnaður
og gilda strangari reglur um
notkun og meðferð hans. Þegar
talað er um einkennisfatnað er
átt við alfatnað frá toppi til tá-
ar. Þeir sem nota starfsmanna-
fatnað geta aftur á móti sjálfir
ákveðið skyrtur, boli, peysur,
slæður o.s.frv.
Þeir sem nota starfsmannafatnað geta sjálfir ákveðið skyrtur, boli, peysur,
slæður o.fl. ólíkt því sem gildir fyrir þá sem eru í einkennigsbúningum.
starfsmanna verði gagnvart
fatnaðinum. Fólk yrði strax nei-
kvætt og fljótlega færi að bera á
starfsmönnum í sínum eigin
fötum og þá er lítið farið fyrir
sparnaðinum. Sama gildir um
val á efni sem reynist ekki end-
ast vel. Það væru ekki góð rök
að spara kaup á innanhússarki-
tekt þegar innrétta ætti skrif-
stofuna og fá í staðinn starfs-
mann til að sjá um það vegna
þess hann ætti svo smekklegt
heimili.
Sigurborg Kr.
Hannesdóttir
skrifar
frá Egilsstöðum
Er maðurinn
hamingjusamur?
Fíkniefnavandi, efnahagsvandi,
mengun og eyðilegging um-
hverfis, ofbeldi, sjálfsvíg, lyfja-
notkun, hjónaskilnaðir, stríð,
hungur og misskipting auðs og
valds. Gefur þetta okkur þá
mynd að við sem byggjum þessa
jörð lifum í hamingju og sátt?
Sátt við Guð og menn, sátt við
móður jörð, og okkur sjálf? Nei,
því er miður. Og hverju(m)
skyldi vera um að kenna?
Við gætum reynt að svara því
til að við höfum verið svo
óheppin með þá sem hafa
stjórnað löndum heims í gegn-
um árþúsundin, ríkisstjórnir,
konunga eða einræðisherra. Eða
við gætum skellt skuldinni á
jörðina sjálfa og talið okkur trú
um að hún hafi verið okkur,
börnum sínum, óblíð. En þau
svör komast einhvern veginn
ekki að kjarna málsins. Með
þeint værum við ba.ði að reyna
að varpa ábyrgðinni yfir á ein-
hverja aðra og horfa framhjá
þeim allsnægtum sem jörðin
gefur okkur.
Ef vellíðan og hamingja
byggðist á getu mannsins til að
finna upp nýja tækni, hvers
vegna er hinn vestræni heimur
þá ekki orðinn að paradís á
jörð? Hvað með alla nútíma-
sjúkdómana, streituna og of-
beldið? Maður sem beitir of-
beldi, gerir það vegna þess að
honum lfður illa. Maður sem lif-
ir í sátt við sjálfan sig, lifir lika í
sátt við umhverfið og aðra
menn. Ef okkur, sem byggjum
þessa jörð, liði vel, þá værum
við ekki langt komin með að
eyðileggja okkar eigin lífsskil-
yrði og skilyrði alls lífs á jörð-
inni.
í frægri ræðu sem indíána-
höfðinginn Chief Seattle flutti
árið 1854, og fengið hefur yfir-
skriftina „Ef vér seljum land“,
sagði hann meðal annars:
„Vér gerum oss ljóst að hinn
hvíti maður skilur ekki lífshætti
vora. Ein skák lands er honum
ekki meira virði en hver önnur.
Hann er gestur um nótt sem
hrifsar það af borðum sem hann
þarfnast. Jörðin er ekki systir
hans - heldur mótstöðumaður,
og þegar hann hefir yfirbugað
hana fiytur hann sig bara um
set. Hann skilur grafir feðra
sinna eftir slyppar og snauðar
og kærir sig kollóttan. llann
rænir jörðinni frá sínum eigin
börnum.“
f stað þess að læra af indíán-
um hefur hvíta manninum tekist
að ryðja þeim úr vegi vegna
sinna eigin hagsmuna. Ég
heyrði eitt sinn um indíánaþjóð-
fiokk sem tók allar stórar
ákvarðanir með það í huga
hvernig þær kæmu við næstu sjö
kynslóðir á eftir. Kynslóðin sem
græddi sem mest á verðbólg-
unni á íslandi hefur áreiðanlega
ekki ætlað sér neitt illt. En hún
gleymdi að hugsa til þess að
skuldirnar skildi hún eftir fyrir
afkomendur sína. Ef við sem nú
erum að taka við, hugsuðum um
hag næstu sjö kynslóða, jnynd-
um við þá ekki ákveða að sigla í
aðra átt? Myndum við þá ekki
varðveita þetta einstaka land
sem okkur er falið, og gæta þess
að bæta ekki okkar eigin sorpi
við arf komandi kynslóða?
Það sem við gætum helst lært
af hugsunarhætti indíána er að
líta á hlutina í stærra samhengi.
Samhengi fortíðar og framtíðar.
Samhengi manns og jarðar.
Samhengi allra manna og allra
þjóða. Samhengi efnis og anda.
Maðurinn getur aðeins séð þetta
samhengi þegar hann viður-
kennir að það er til máttur sem
er honum æðri. Að hann er, með
orðum Chief Seattle, aðeins
„þráður í þeim vef sem lífið sló“.
Heimild: „Ef vér seljum land“, ræða
Chief Seattle, birt í Ganglera.
Auralausir gefendur
Ertu farin að kvíða Visareikn-
ingnum eftir jólin? Og enn varla
byrjuð á jólainnkaupunum?
Hér koma nokkur atriði sem
gott er að hafa í huga við jóla-
gjafainnkaup ef við viljum
halda skuldunum í lágmarki.
• Ekki setja allt á Visa.
Þannig frestar þú vandamálinu
en losar þig ekki við það. Og
varaðu þig á raðgreiðslum,
þegar upp er staðið borgar þú
töluvert meira en ef þú hefðir
borgað allt í einu lagi.
• Tilvalið áramótaheit er að
setja sér að byrja fyrr á
jólainn-
kaup-
unum
næsta ár. Jafnvel hægt að byrja
strax í janúar þegar útsölurnar
eru í algleymingi!
• Stundum gefum við stórar,
dýrar gjafir til að róa slæma
samvisku í þeim tilfellum sem
við höfum lítið sinnt þeim sem
okkur eru kærir. Væri ekki ráð
að vinna aðeins minna, kaupa
aðeins ódýrari jólagjafir, og
eyða í staðinn aðeins meiri tíma
með okkar nánustu?