Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 7. desember 1996 ®agur-®tmátn
ixarfiorður
Onundarfjörður
Akureyri
ólmavík
Hellissandur
Afslappað og rómant-
ískt líf án sj ónvarpsins
„Undir stjörnubjörtum himni -
í hvarfi Jrá rafmagnsljósum -
hittumst við hjónin. Sigurður
var að koma úr gönguferð
með tíkina Dimmu og ég hafði
farið á gönguskíðum meðfram
Kleifafönninnl Heillastjarnan
okkar, Karlsvagninn, blikaði
og myrkrið vafði sig utan um
okkur. “
Svona mælir hin rómantíska Ingunn
St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri á
Kópaskeri, í lok sjónvarpslausrar
viku. Hún og íjölskylda hennar, sem býr í
Vin í Öxarfirði, er meðal ellefu þátttak-
enda í þeirri samfélagstilraun Dags-Tím-
ans að fá fólk frá sjónvarpsskjánum til
þess að gera eitthvað annað. „Einhvern
veginn finnst mér þetta afslappaðra og
ljúfara líf, án sjónvarpsins," sagði Ing-
unn hér í blaðinu í gær.
Harðbannað
„Þetta hefur verið alveg stórfín vika. Ég
sætti mig vel við að vera án sjónvarps.
Synir mínir, 10 og 12 ára, hafa tekið
þessu alvarlega, enda þótt sá eldri sé
háður sjónvarpinu. Þeir hafa síðan verið
að gæta systursona sinna í eftirmiðdag-
inn og ég hef harðbannað þeim að horfa
á sjónvarpið. Þeir hafa í staðinn lesið
fyrir þá og sungið jólavísur," segir Sigur-
laug Gunnarsdóttir á Akureyri.
Reyndi að kveikja
Sóley Njarðvík Ingólfsdóttir á Hellissandi
lætur vel af sér og sínum í sjónvarps-
leysi. „Vikan hefur gengið vel,“ segir
hún, en bætir því við að órói hafi verið í
Amöndu, sem er átta ára gömul fóstur-
dóttir frá Texas. Til að mynda hafi hún
oft reynt að kveikja á sjónvarpinu - en
veit ekki að það var tekið úr sambandi.
Sonurinn Bergþór Heimir hefur verið
rórri. Hann hefur hlustað á sígilda tón-
list á kvöldin og á fimmtudagskvöld fór
öll fjölskyldan á jólatónleika Tónlistar-
skólans á Helhssandi.
Hlustum á útvarpið
„Ég hef alltaf staðið í vegi fyrir því á
heimilinu að við tökum Stöð 2. Eftir
þessa viku sé ég enn betur að Sjónvarpið
dugar okkur,“ segir Kristín Skúladóttir,
húsmóðir í Reykjavík. Hún og Hálfdán
Daðason, eiginmaður hennar, eiga tvö
börn sem notið hafa sjónvarpsleysisins
með ágætum. Segir Kristín að reyndar
horfi þau ekki mikið á sjónvarp hvort eð
er og því breyti sjónvarpsleysi engu
stóru í lífi þeirra. Helst séu það fréttirn-
ar sem þau sakni, en þeirra í stað hafa
þau lagt hlustir betur við útvarpsfréttir.
Ró og sátt
„Ástandið hér á heimilinu hefur verið
með óbreyttum hætti alla vikuna. Allir
eru rólegir og tiltölulega sáttir við sjón-
varpsleysi. Synirnir Jakob og Eyþór eru
þó svolítið spenntir að fá að kveikja aft-
ur á tækinu,“ segir Soffía Jakobsdóttir á
Akureyri. Hún, eiginmaðurinn Rögn-
valdur Jóhannsson og synir þeirra tveir,
Jakob og Eyþór, hafa verið sjónvarpslaus
í bráðum viku og sakna einskis. Voru til
að mynda að mála eldhúsið eitt kvöldið.
Jólakort og kransar
„í gærkvöldi vorum við að búa til jóla-
kort og aðventukransa. Þegar börnin
eru sofnuð á kvöldin erum við hjónin
gjarnan að lesa blöðin eða tala saman.
Við sjálf getum stjórnað heimilislífinu,
en ekki sjónvarpið," segir Sigurður Óli
Þórisson á Akureyri. Hann, eiginkonan
Kristín Haraldsdóttir og dætur þeirra
tvær eru sátt við sjónvarpsleysið og hafa
látið sér líða vel. „Við erum miklu síður
tímabundin en ella þegar sjónvarpið er
ekki. Ekki þarf að ljúka einstökum verk-
efnum til að ná einhverjum þáttum í
sjónvarpinu," segir Sigurður Óli.
Friðarspillir
á matmálstímum
Halla Signý Kristjánsdóttir, íjögurra
barna móðir á Kirkjubóli í Breiðadal í
Öndundarfirði segir þá breytingu hafa
orðið á heimilinu að íjölskyldan samein-
ist nú við matarborið kl. sjö á kvöldin, í
stað þess að börnin séu bundin yfir
barnaþáttum sem gjarnan eru á dagskrá
á þessum tíma. „Sjónvarpið er friðar-
spillir á matmálstímum. Ég hef sagt við
stelpurnar mínar að kannski uppgötvi
þær nú að til er líf fyrir utan sjónvarp-
ið,“ segir Halla.
Snéru baki við sjónvarpinu
Margrét Ríkharðsdóttir á Akureyri, eig-
inmaður hennar Jón Baldvin Hannesson
og dóttirin Kristjana hafa í sjónvarps-
bindindi sínu verið mjög einörð. Má
nefna sem dæmi að þegar þær mæðgur
komu á Akureyrarflugvöll á fimmtudag-
inn og sáu kveikt á sjónvarpi, flýttu þær
sér að snúa baki við því og horfa í aðra
átt. „Það er vel hægt að lifa án sjón-
varpsins," segir Margrét, sem þakkar
Degi-Tímanum fyrir að hafa ýtt við fólki
að draga úr áhorfi á sjónvarp.
Sjónvarpið er gleymt
„Nú erum við komin á það stig að sjón-
varpið er gleymt. Enginn minnist á það
og við erum farin að minnka útvarps-
hlustun,“ segir heimilisfaðirinn, Jón Ól-
afsson á Hólmavík. Með sama áfram-
haldi verður hann nútímaútgáfa af Gísla
á Uppsölum. „Það er setið við lestur,
spilað á spil og orgel og í gærkvöld vor-
um við að hengja upp eldhúsgardínur,"
segir Jón.
Dagur-Tíminn þakkar ijölskyldunum
samfylgdina þessa viku og vonar að
verðlaunabækurnar frá Máli og menn-
ingu komi að góðum notum í jólafríinu.
Bindindið er búið. -sbs.
Mál og menning
Gefur sjónvarpslausum
bækur
Mál og menning hefur ákveðið að
styðja við hið sjónvarpslausa framtak
Dags-Tímans. Þátttakendur í þessari sam-
félagstilraun blaðsins fá sendan bóka-
pakka, sem örlítil laun fyrir ómakið.
Kannski er ekki nema eðlilegt að gefnar
séu bækur, þar sem margir þátttakenda
hafa hellt sér í lestur og lesið heilu hest-
burðina af bókum þessa vikuna. Og eru
þá fyrir vikið jafnvel háðari bókum en
sjónvarpi.
Bækurnar, sem þátttakendur fá sendar,
verða af ýmsum toga og pakkarnir sendir
út alveg á næstunni. „Við hér á heimilinu
höfum komist að því að við sjálf getum
ráðið ferðinni hér á heimilinu, en ekki
sjónvarpið,“ segir einn sjónvarpslaus þátt-
takandi í þessu verkefni Dags-Tímans,
sem nú bíður eftir því að fá harðan pakka
A i , frá Máli og menningu.
|M| 1
Mál Ipfl og menning