Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd __ Eitraða matarolían á Spáni: Enn deyr f ólk af oliunni Eitraða matarolían á Spáni heldur áfram að krefjast mannslífa og nýlega lést 203. fórnardýrið. Hefur einn maður látist á dag að meðaltali af völdum olíunnar og er engan endi að sjá á þessum hörmungum. Rúmlega 15.000 manns hafa sýkst og hafa læknar ekki fundið neina örugga aðferð til að lækna þetta fólk. Mataroliu skUað inn tíl yfirvalda I skiptum fyrir hollari oUu. Meirihluti þeirra sem deyja hafa verið í sjúkrahússmeðferð, en versnar aftur eftir heimkomuna. Óttast menn því að harmleikur þessi eigi eftir að kasta skugga sínum yfir Spán mörg ár fram í tímann. 26 hafa verið handteknir fyrir sölu á hinni eitruðu olíu og lagt hefur verið hald á rúmlega 600.000 lítra. Samt skýtur hún enn upp kollinum á almenn- um markaði öðru hverju. Spænsk yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð málsins. Reyndu þau I fyrstu að gera sem minnst úr því en standa nú máttvana frammi fyrir þeim afleiðingum er urðu svo miklu víðtækari en nokkurn grunaði er upp komst um eitruðu olíuna i maíbyrjun. UMSJÓIM: Guðmundur Pétursson, fréttastj., og Jóhannac Þráinsdóttir. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Danskir leðurkuldaskór Stærðir: 35 - 40 kr. 502,- ” 41 - 46 kr. 527.- DOMUS Portúgalskir, loðfóðraðir leðurkuldaskór Stæröir: 36 - 40 kr. 370.- ” 41 - 46 kr. 395.- Pýskir leðurskór Stærðir: 31 - 35 kr. 170.- * 36 - 39 kr. 185.- Hollenskir leöurskór Stærðir: 34 - 40 kr. 309.- Oliusýni rannsökuö á Spáni: Hún er jafnbanvæn og handsprengja. 0PIÐ LAUGARDAG TIL KL. 4. Stærðir: 29—35 Verð kr. 277,- Stærðir: 36—41 Verð kr. 316,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.