Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. STYRKIR til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1982—83. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og er styrkfjárhæð 1.300 finnsk mörk á mánuði. Til greina kemur að skipta styrknum. Þá bjóða finnsk stjómvöld einnig fram handa mönnum af öllum þjóðernum tíu fjögurra og hálfs til níu mánaða styrki til náms í finnskri sögu eða öðrum fræðum er varða finnska menningu. Styrkfjár- hæð er 1.300 mörk á mánuði. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, meðmæli og vottorö um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýsku. — Sérstök umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 20. nóvember 1981. FREEPORTKLÚBBURINN heldur fund í safnaðarheimili Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. desember nk. Gestur fundarins og frummælandi verður Ólafur Ólafsson landlæknir. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. ffl Fyrirliggjandi Kjólafóðurefni, 140 cm Kr. ÞorvaldSSOn & CO, heildverslun, Grettisgötu 6, símar 24478—24730. Úrval af jólafatnaði á börn og unglinga Matrósaföt og kjólar Peysur, 1—16, hnébuxur og síðar buxur Drengjaskyrtur, pi/s og blússur. Glæsibæ, Álfheimum 74. Sími 33830. S\%\XSSSSSSSSSS\SSS%S' HAR-STUDI0 Opnar föstudaginn 4. desember að Þang- bakka 10 (í Mjódd), pöntunarsími: 74460 Klippingar - litanir — permanent — lagningar. Opið: kl. 9—18 virka daga og laugardaga kl. 9—12. HÁRGREIÐSLUMEISTARI: ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR. Xíttöttc5cjcjacxjcjtjcjíjcjíj^jcjíjö«jcjíjöíjíjíjíjís^jsjíjíx3cj£: Neytendur Neytendur Neytendur SVUNTURNAR HAFA TUTTUGUFALDAST í VERÐIÁ MILU ÁRA því miður rétt verð Hólmfríður Árnadóttir hringdi: Ég fór um daginn í verslunina Torgið. Þar hef ég oft keypt sniðuga hluti á viðráðanlegu verði. Meðal annars keypti ég þar fyrir jólin í fyrra litla svuntu sem mig minnir endilega að hafi kostað 600 krónur. Nú var gömul kona að skoða þessar svuntur og ég heyrði hana tauta fyrir munni sér „132 krónur. Það eru bara 1.300 gamlar krónur. Það er ansi dýrt”. En ég benti henni á að það er sko gott betur. Þetta eru hvorki meira né minna en 13.200 gamlar krónur. Þetta finnst mér fáránlegt verð. Ef svuntan hefur kostað 600 gamlar krónur, gerir það sex nýjar. Þá fyndist mér ekki ótrúlegt að rétt verð væri 13,20 núna. 132 krónur hlýtur að vera vitlaust verð. Annars hafði ég samband við skrifstofu verðlags- stjóra. Maðurinn sem ég talaði við 4C Veröið á þeim hefur tuttugufaldast á einu ári. Úr 6—9 krónum i 132 krónur. DB-mynd Bj. Bj. sagðist þó hafa heyrt svakalegra verð. Konan hans hafði selt á basar svuntur á 250 krónur stykkið. Mér finnst það lýsa betur því litla verð- skyni sem fólk hefur en mörg orð ef það kaupir eina litla svuntu á 25 þúsund gamlar krónur. Það hefði engum dottiið í hug fyrir áramót. Kristjana Birgisdóttir afgreiðslu- stúlka i Torginu varð fyrir svörum, þegar spurt var um svunturnar. Hún sagði að þeim í Torginu hefði einmitt þótt verð svuntnanna alveg dularfullt þegar þær komu í haust. Margfarið var yfir alla útreikninga en því miður væri þetta rétt verð. Kristjana sagði að svunturnar væru íslenskar og allt hér innanlands hefði hækkað mun meira en erlendis síðasta ár. Hún sagðist ekki muna alveg fyrir víst, verðið -á svuntunni í fyrra. Hún myndi það eitt, að það var fyrir neðan þúsund krónur og minnti hálf- vegis að það hefði verið 870 gamlar krónur. Kristjana benti á, að verð á þessum svuntum væri víða hærra en í Torginu. -DS. Kitte Trojaborg hönnuður og Margrét Þórarinsdóttir kynna leikföng frá Hukit á fundi með fóstrum. ENDINGARGÓÐ TRÉLEIKFÖNG —hönnuð af Kitte Trojaborg „Góð leikföng auka hugmynda- flug barnsins og eiga að stuðla að því að gefa hugmyndáfluginu lausan tauminn,” sagði Kitte Trojaborg, danskur uppeldisfræðingur og hönnuður, sem nýlega var hér á ferð. Kitte Trojaborg talar af reynslu, hún hefur hannað leikföng og húsgögn fyrir börn í áratugi. Danski uppeldis- fræðingurinn var hér á vegum innflutningsfyrirtækisins Danko,. sem flytur meðal annars inn frá Danmörku húsgögn, leikföng og barnavagna. Þegar blaðamaður hitti Kitte Trojaborg að máli var hún í hópi fóstra frá dagvistarstofnunum víðs vegar af landinu. Hún útskýrði hlutverk hvers leikfangs, en mörg þeirra þjónuðu fleiri en einu hlut- verki. Til dæmis sýndi hún hvernig lítið og látlaust borð og stóll væri notað sem strætisvagn eða flugvél. Hver hlutur hefur verið hannaður af hugviti og alúð og hafði hönnuðurinn sögu að segja um hvern hlut. öll leikföng og húsgögn frá Hukit, en svo heitir fyrirtækið Kitte Trojaborg, eru úr beyki, sterkleg mjög og ætluð til afnota fyrir mörg börn. Þykja þau henta vel á leik- skólum og dæmi eru um að sömu leikföngin frá Hukit hafi verið notuð i 27 ár á sömu dagvistarstofnun. -ÞG. Sterkleg og falleg húsgögn, sem breyta má 1 leikföng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.