Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐID& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. EMMJWBMMM ^frjálst, úháð dnghlnd Útgéfufálag: Frjáll fjölmlðkin hf. Stjórnarformaöur og útgáfusljóri: Sveinn R. EyjóKsson. Framkvsemdastjóri og útgófustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjénsson og Ellert B. Schram. Aóstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Snmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar: Slöumúla 8. Afgreiðsla, áskrfftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi ritstjómar 86611 - og 27022. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverö á mánuði 100 kr. Verð í lausasölu 7 kr. Holgarbiað 10 kr. Sinnaskiptin Saga verkalýðshreyfingarinnar er saga vígreifra foringja og miskunnarlausra átaka. í baráttunni fyrir bættum lífskjörum hafa menn sveiflað sverðum og mundað spjót, bitið í skjaldarendur og geyst fram á orrustuvöllinn með glampa í augum. Kröfur hafa verið bornar fram með þeim skotheldu rökum að ekkert væri of gott fyrir launþega. Viðspyrna atvinnurekenda hefur verið talin af hinu illa, auðvaldið vildi traðka á launamanninum. í þessum anda hafa háar kröfur verið settar fram og fylgt eftir til hins ýtrasta. Verkalýðshreyfingin hefur ekki gert mikið með efnahagslegar útskýringar á takmörkuðum þjóðar- tekjum eða rekstrarerfiðleikum atvinnufyrirtækja. Hennar svar hefur verið, að þjóðartekjunum skyldi skipt með öðrum hætti eða að forstjórarnir og kapitalistarnir gætu einfaldlega dregið saman sín eigin segl. Verkalýðshreyfingin hefur heldur ekki haft umtals- verðar áhyggjur af verðbólgu. Lengst af hefur forysta verkalýðsfélaganna neitað að viðurkenna, að kaupgjaldshækkanir væru orsök verðbólgu. Þvert á móti hefur því verið haldið fram, að kaupkröfur og hækkuð laun væru neyðarvörn verkalýðsins, til að halda í við verðbólgu og verðþenslu. Undir þetta hefur ákaft verið tekið af þeim stjórnmálaöflum, sem telja sig ,,eiga” verkalýðinn og kynt undir með gífuryrðum. Kosningar eru kjarabarátta.er þeirra kjörorð. í ljósi þessara sögulegu og pólitísku staðreynda marka nýgerðir kjarasamningar mikil timamót. í stað öfga ríkir hófsemi, í stað verkfalla er fallist í faðma. Verðbólgan er nú höfuðóvinurinn en ekki vinnuveitendur, og veik staða atvinnufyrirtækjanna er notuð sem afsökun fyrir lítilfjörlegum kauphækk- unum. Sérkröfum er pakkað niður í skúffu til síðari tíma og skerðingarákvæði Ólafslaga samþykkt möglunar- laust. Engum dettur í hug, að blaka við ríkisstjórn eða ráðherrum, hvað þá að hafa uppi ásakanir um lélega efnahagsstjórn. Verkalýðsforingjum dettur ekki í hug að minnast á kaupmáttinn eða „samningana í gildi”, frekar en það hafi nokkurn tíma verið á dagskrá. Félagsmálapakkar eru úr sögunni. Ekki er þetta rakið til að gagnrýna hina breyttu og hófsömu stefnu. Batnandi mönnum er best að lifa. í siðuðu og sæmilega upplýstu þjóðfélagi ætti að vera hafið yfír gagnrýni að lífskjör geta ekki batnað, nema tekið sé tillit til stöðu atvinnurekstrar eða efnahags- legra lögmála. Öllum er ljóst, að óveruleg aukning þjóðartekna og mikil verðbólga, setur launa- hækkunum takmörk. Engin von er til þess að halda megi kostnaðarhækkunum og verðbólgu niðri ef launakostnaður hækkar úr hófi fram. Ef einhver vitglóra væri í efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar að öðru leyti, mundu hóflegir kjara- samningar verða trygging fyrir óbreyttum kaupmætti og hjaðnandi verðbólgu. Að þessu leyti geta sinnaskiptin meðal verkalýðs- forystunnar leitt til góðs. En það er fleira sem hlýst af nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðshreyfingin mun losna úr spennitreyju Alþýðubandalagsins. Launþegar á íslandi sjá nú betur en áður, hvernig sá flokkur hefur misnotað aðstöðu sína og trúnað og haft hinn óbreytta launþega að ginningarfífli í pólitísku valdatafli. Verka- lýðsforingjar Alþýðubandalagsins hafa opinberað sig sem ófínda flokksdindla. Sinnaskiptin í kjara- málunum munu því reynast jákvæð í fleiri en einum skilningi. Því ber að fagna. Eitt lítið ástarbréf til Aðalheiðar Ég geri þá játningu í upphafi að stundum les ég ekki blöðin nógu vel. Mér var sagt frá því í gær að ein- hver indæliskona hefði lagt það á sig að skrifa mér til í Dagblaðinu 5. nóvember. Og ég fór að lesa. Þetta er hin ritfærasta kona, en það fer illa fyrir brjóst hennar (hún er greinilega brjóstgóð engu að síður), að ég skuli skrifa grein án stóryrða og sleggjudóma, enda vill hún greinilega bæta úr því. Aðalatriði er það ekki, hvernig stíl menn skrifa eða hversu stór orð menn nota, en ég bið frúna afsök- unar. — Þetta hefur aldrei verið mín sterka hlið og þrátt fyrir móðurlegar ábendingar hennar mun ég i engu hlíta hennar leiðsögn. Það er hins vegar greinilegt að blessuð konan er ein þeirra mörgu, sem er mjög i nöp við bændur og uppi og greiða niður fyrir okkur hin ýmsu gjöld samanber makalausa full- yrðingu frúarinnar um það, hvernig hún greiði rafmagns- og hitunar- reikninga mína og Pálma Jónssonar (hvernig sem hann kemur nú inn í Eg skal segja frú Aðalheiði það af mikilli þekkingu á högum og lífsbar- áttu bænda, að fáir hafa meira fyrir sinni lífsbjörg en þeir og þeir búa við meira óöryggi um tekjur sínar en flestir aðrir. A „Tveggja mánaða upphitun eystra með w olíu að frádregnum olíustyrk, var nú síðast þrisvar sinnum hærri en upphitun hér syðra,” segir Helgi Seljan, sem fjallar um kjör landsbyggðarfólks og þingmanna. Kjör þingmanna eru ekki eins góð og margir halda, segir greinarhöfundur. yfirleitt þennan landsbyggðarlýð, sem allt heimtar og ekkert gerir til þjóðþrifa og þar er greinilegt að vandinn liggur í okkar þjóðfélagi. Að viðbættum þeim voðamönnum sem sitja á Alþingi og halda sig frelsaða að hennar sögn, en láta svo aðra um að greiða fyrir sig alla þjónustu og lifsins gæði. Reykjavíkurþingmenn eru að hluta til undanþegnir, þar til síðar í greininni þegar frúin færist í aukana og nýtir allan sinn orðaforða i upphöfnum lýsingum og tekst m.a.s. að vera fyndin. ,,Það sem helzt hann varast vann varð þó að koma yfir hann”, segir í gömlu kvæði og það sannast á frúnni, því hún kvartar mjög undan dúnmjúkum orðum mínum og heilagleikahjali , (sem er nú reyndar alltof mikið hól um mig), en síðan hefst ræða hennar upp i hæðir rit- snilldar og snilliyrða og í lokin fæ ég ekki annað greint en að þar fari kona með geislabaug jafnréttishugsjóna og velferðar- og vel má vera að konan sé eins yndisleg að innræti og hjal hennar allt gefur til kynna. En ljótur grunur læðist að. Inn á milli faguryrðanna leynist angi dapurlegar hugrenningar í garð landsbyggðarfólks almennt. Þessi ágæta kona áleit sem sé í þessari blaðagrein að hér á höfuðborgar- svæðinu væri fólk önnum kafið og stynjandi af þrældómi m.a.s. til þess að halda okkur landsbyggðarfólkinu hugskot frúarinnar allt í einu). Aumingja Aðalheiður mín. Þrisvar dýrari Þú verður að fara að biðja okkur Pálma um endurgreiðslu. En hver er nú sannleikurinn? Ég skal segja þér, að ég greiði úr eigin vasa bæði reikn- inga fyrir rafmagn og upphitun — í Reykjavík og austur á Reyðarfirði. Eg segi sérstaklega úr eigin vasa vegna þess að margir halda að þessa reikninga fáum við greidda af opin- beru fé og ég hefi heilaga Aðalheiði grunaða um að halda þetta sama. En þetta var raunar útúrdúr. Aðalatriðið er það sem þú þarft að vita, Aðalheiður, að þessir reikningar eru ærið misjafnir að upphæðum. Tveggja mánaða upphitun eystra með olíu að frádregnum olíustyrk var nú síðast þrisvar sinnum hærri en upphitunin hér syðra. Sambærilegir rafmagnsreikningar eru þó ekki nema um 40% hærri hér með svipaða notkun. Reykvíkingar eins og þessi veleðla frú verða að vita hlutina áður en þeir fara svona hrika- lega rangt með einfaldar staðreyndir og það var önnur kveikjan að því að ég þrátt fyrir allt hripaði frúnni nokkrar línur. Tengt þessu er óskiljanlegur illvilji í garð bænda, sem fer svo oft út í algerar öfgar, að þeir eru jafnvel taldir afætur í þjóðfélaginu. Þeir eru framleiðendur að mikilli úrvalsvöru, hollri og góðri og þeir leggja þessa framleiðslu sína í þjóðar- búið og það er ríkulegur og góður skerfur, sem menn skulu í engu van- meta. Öll hrópyrði um bændur eru því hverjum þeim til vanza, sem lætur þau sér um munn fara. Um útfiutningsbætur, sem bændur vinna nú markvisst að því að þurrka út sem allra mest og taka á sig mikla tekjuskerðingu af þeirri aðgerð, um þær þarf því ekki að ræða sem ádeiluefni á bændur. Vonandi kemst frú Aðalheiður einhvern tímann upp í sveit og kynnist kjörum bænda af eigin raun og þá vona ég að höfuð- kvölum hennar greinilegum út af vellystingum bænda linni og máski höfuðverkurinn stóri um hinar dýru fórnir, sem hún hyggur sig færa á alt- ari okkar á landsbyggðinni. (og þeirrar tilfinningar ann ég hinni rit- glöðu konu svo sannarlega. Ég ann henni þess sannarlega að hún hljóti betri heilsu og líðan en fram gengur af grein hennar). Misskilningur um kaup þingmanna Hin kveikjan að tilskrifi mínu til baka til frúarinnar er um kaup alþingismanna. Fyrst um bitlingana s.s. um húsa- -ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.