Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. 5 Alexander Stef ánsson um heilsugæzlustöðvar: „Umtalsverðar upphæðir sem læknar stínga í vasann" —án þess að leggja til lyf, áhöld eða aðstöðu ,,Ég er þess fullviss, að það eru umtalsverðar upphæðir sem læknar stinga í eigin vasa. Fyrir tveim til þrem árum nam slík upphæð á meðalheilsugæslustöð 4—5 milljón- um gamalla króna og sú upphæð hefur hækkað til muna síðan”, sagðis Alexander Stefánsson er DV spurði hann um. hlunnindi lækna á heilsugæslustöðvun sem eru ekki í tengslum við sjúkrahús. f fyrirspurn þingmannsins til heil- brigðis- og tryggingaráðherra á Al- þingi kom fram, að heilsugæslu- læknar stinga í eigin vasa gjaldtöku fyrir röntgen- og slysaþjónustu, án þess að þeir leggi til áhöld, umbúðir, lyf eða aðstöðu. Því spurði Alex- ander hvort langt yrði að biða útgáfu gjaldskrár um greiðslu sjúkrasamlaga til heilsugæslustöðva vegna umræddrar þjónustu. ,,Ég held því fram, að orðið hafi óeðlilegur dráttur á að semja reglu- gerð um þessa þjónustu,” sagði Alex- ander. ,,Ég hef á tilfinningunni, að læknar hafi haft einhver áhrif á þann drátt, þar sem tilkoma umræddrar gjaldskrár myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér tekjumissi fyrir þá. Hins vegar myndu viðkomandi sveitarfélög fá auknar tekjur með til- komu hennar, því þau fjármagna rekstur heilsugæslustöðvanna.” -JSS. Líf oglistfatlaðra: Menningarvökunni lýkur á morgun — breytingar á dagskrá tveggja síðustu daganna Menningarvakan ,,Líf og list” fatl- aðra í Reykjavík tekur nú brátt enda, en henni lýkur á morgun með lokahófi í Vikingasal Hótels Loftleiða. Dagskránni, þessa tvo síðustu daga vökunnar, hefur verið breytt lítillega vegna óviðráðanlegra orsaka og þykir því ástæða til að birta hér dagskrá hennar eins og hún verður í dag og á morgun. Vakan er sem kunnugt er haldin í Félagsheimili Seltjarnarness. í dag kl. 3 verður sýnd í félagsheim- ilinu kvikmynd um málefni fatlaðra, en í kvöld kl. 8 verður haldin kvöldvaka, þar sem m.a. syngja félagar í Ömmu- kórnum svonefnda, lög eftir Eirík Bjarnason frá Hveragerði. Leikþáttur- inn, „Hvernig er að vera heyrandi í heimi heyrnarlausra,” sem heyrnar- laus börn flytja og Tinna Gunnlaugs- dóttir mun lesa upp úr ljóðum Ingi- bjargar Gestsdóttur. Einnig má geta þess að þroskaþjálfanemar munu flytja leikþátt um þau vandamál vangefinna sem þeir mæta í daglegu lífi. Á morgun hefst síðan vakan með barnaskemmtun í félagsheimilinu og verður Bryndís Schram kynnir. Þar koma m.a. fram hljómsveitin Árblik, Tóti trúður og þær stöllur Hallveig Thorlacius og Helga Steffen^en koma á staðinn með brúðuleikliús. Lokahóf Menningarvökunnar verður síðan um kvöldið kl. 8.30 eins og áður segir, í Víkingasal Hótels Loft- leiða, þar sem boðið er upp á margs- konar skemmtiatriði og dans fram eftir kvöldi. Aðgangur er að sjálfsögðu öllum opinn. -SER Bögglapóstur eyðilagðist í eldi í Hamborg: „FA EKKIKRONUIBÆTUR” — segir bögglapóststofan um þá er ekki höfðu tryggt sendingarnar Mikið tjón varð í bruna á hafnar- svæðinu í Hamborg, er bögglapóstur er fór utan með m.s. Eyrarfossi 4. nóvem- ber sl. brann. Ríflega 90 póstpokar urðu eldinum að bráð, þar á meðal stór ullarvörusending frá Hildu hf. Er tjónið áætlað allt að milljón krónum. „Því miður verður það að segjast eins og er, að þeir sem ekki höfðu endurtryggt bögglana hjá einhverju tryggingafélaginu, fá ekki krónu í skaðabætur,” sagði Kristján Hafliða- son deildarstjóri á bögglapóststofunni, er DV spurði hann hvort viðkomandi sendendum yrði bættur skaðinn. Sem fyrr sagði átti Hilda hf. stóra sendingu sem eyðilagðist í elds- voðanum. Er áætlað verðmæti hennar um 315 þúsund krónur. Fyrirtækið hafði endurtryggt sendinguna, að sögn Kristjáns og fær skaðann því bættan. Sagði Kristján ennfremur, að gripið hefði verið til þess ráðs, að senda út til- kynningu um eldsvoðann. Menn gætu þá haft samband við bögglapóststof- una og athugað hvort þeir hefðu átt sendingar, sem lent hefðu í eldinum. -JSS Ingibjörg Gestsdóttir t.v., en lesiö verður upp úr ljóðum hennar i félagsheimili Sel- tjarnarness i dag á Menningarvökunni „Líf og list fatiaðra”. DV-mynd. Friðþjófur. Byggingavörur Timbur • Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Gólfdúkar • Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi • Baðhengi og mottur • Harðviður • Spónn • Spónaplötur • Viðarþiljur • Einangrun • Þakjárn • Saumur • Fittings Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar allt að níu mánuðum Við höfum flutt okkur um set, að Hringbraut 119, aðkeyrsla frá Framnesvegi eða inngangur úr Fatadeild JL-hússins • Opið fimmtudaga til kl. 20, föstudaga til kl. 22 og laugardaga kl. 9 til 12 ATH.: Við opnum kl. 8 á morgnana — nema laugardaga kl. 9 — fTpjl BYGGlNGflVðBURl jiikynning TIL AUGLÝSENDA Vegna aukins álags á auglýsingadeild og í prentsmiðju, eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar og skila handritum og filmum fyrr en áður var, a.m.k. fyrst um sinn: VEGNA MÁNUDAGS skil á föstudegi fyrír kl. 12.00 skil á föstudegi fyrír kl. 17.00 skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 skil á þriðjudegi fyrir kl. 17.00. skil á miðvikudegi fyrir kl. 17.00. skil á fimmtudegi fyrir kl. 17.00 ____________________skil á mánudegi fyrir kl. 17.00 ATH. Aukalitír geta verið í öllum blöðum nema á mánudegi. VEGNA ÞRIÐJUDAGS VEGNA MIÐVIKUDAGS VEGNA FIMMTUDAGS VEGNA FÖSTUDAGS VEGNA HELGARBLAÐS I VEGNA HELGARBLAÐS II I Fyrst um sinn verður einungis hægt að prenta fjórlitaauglýsingar í Helgarblaði II (skil í síðasta lagi mánudaga kl. 17.00). )|Tekið er á móti öllum stærri auglýsingum í Síðumúla 8, og sím- inn þar er 27022. Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9—17.30. I SMÁ-auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis er í Þverholti 11 og síminn er 27022. Opið: mánudaga — föstudaga kl. 9—22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 14-22 I SMÁ-auglýsingaþjónustan er opin mánudaga — föstudaga kl. 12—22. Laugardaga kl. 9 — 14. 1 SMÁ-auglýsingamyndir eru teknar í Þverholti 11 kl. 11—15 mánudaga til föstudaga. Myndir eru alls ekki teknar um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.