Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. 37 Nýjar bækur Nýjar bækuf Gvendur Jóns. Prakkarasögur úr Vesturbænum eftir Hendrik Ottósson Bókaútgáfan Skilggsjá, Hafnar- firði, hefur sent frá sér bókina Gvendur Jóns. Prakkarasögur úr Vesturbænum eftir Hendrik Ottósson. Eftir Hendrik Ottósson komu út baekurnar Gvendur Jóns og ég árið 1949, Gvendur Jóns stendur í stór- raeðum árið 1950, Gvendur Jóns og við hinir árið 1960 og Gvendur Jóns og draugarnir á Duusbryggju árið 1964. Þessar fjórar bækur eru hér sameinaðar í eina bók undir heitinu Gvendur Jóns., Prakkarasögur úr Vesturbænum. Fyrri útgáfurnar af þessum sögum hafa verið ófáanlegar um langt skeið en margir munu kannast við þær og sögurnar eru fyrir löngu orðnar sígildar. Gvendur Jóns og félagar hans eru öllum ógleymanlegir sem þeim hafa kynnzt, og fleiri skemmtilegar persónur koma fyrir í þessum sögum úr Vesturbænum. Gvendur Jóns. Prakkarasögur úr Vesturbænum var sett, filmuunnin og prentuð í Prisma sf. og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýsinga- stofa Lárusar Blöndal. Til hærri heima eftir séra Jón Auðuns Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Til hærri heima eftir séra Jón Auðuns. í bókinni eru 42 hugvekjur eftir séra Jón Auðuns, sem birtust í sunnudags- blöðum Morgunblaðsins um langt skeið. Ekki voru allir sammála höfundinum í túlkun hans á sannindum kristindómsins en flestir voru sammála um snilld hans i framsetningu sjónar- miða sinna, ritleikni hans og fagurt rit- mál. í formálsorðum bókarinnar segir séra Jón: „Oft minnist ég á þessum blaðsíðum á „rétttrúnað”. Ég hef oft orðið þess var að menn hafa misskilið þetta hugtak, sem merki það beinlínis rétta trú, en því fer fjarri að skilningi mínum.” Honum er tíðrætt um lýðræðið og kenningu Krists um gildi einstaklingsins og rétt hans í mannlegu samfélagi. Hann er sama sinnis og mannvinurinn og spekingurinn Albert Schweitzer um það að kristindómur nútímans sé aðeins byrjunarspor að kristindómi guðspjallanna og telur með sama sanni að lýðræði okkar, með öllu þess ranglæti og misrétti þegnanna, sé aðeins byrjunarspor í áttina að sönnu lýðræði. „Þetta efni liggur mér i miklu rúmi,” segir hann í formálanum, „vegna þess — eins og víða má sjá í þessum hugleiðingum — að lýðræðið á rætur sínar í meginkenningum Krists um manninn, verðmæti hans, skyldur og heilagan rétt i kristnu samfélagi.” Til hærri heima var sett í Acta hf. Filmuvinna og prentun annaðist Prent- tækni og bókin var bundin i Bókafelli hf. Kápu gerði Auglýsingastofa Lárusar Blöndal. ---NÆRFÖT--- VIÐ ALLRA HÆFI CLOUD NINE fyrir alla fjölskylduna Falleg einlit nærföt 100% BÓMULL LITIR: gulur, dökkblár, brúnn, beige UMBOÐSMENN Á ÍSLANDI Grettisgötu 6. Sími 24478-24730 DÖNSK GÆÐAVARA FRÁ BÖRMAX TEG. 9019 Str. S. Af, L. Litur: Hvítt eða blátt Verð kr. 165,75 TEG. 160 Str.2-8 Lrtur: Rautt eða blátt Verð kr. 209,25 HERRAFRAKKI Str. S-XL Lrtur: Grátt Verð 87,85 Regnfatnaður á alla fjölskylduna í litaúrvali pös1*eíl F í 3 3 °stse, 'n‘tun, LAUGAVEGI 6I.SÍMI 22566'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.